Færslur: 2013 Október

25.10.2013 08:51

Jóhannes Jónsson KE 79 og Baldur KE 97


                826. Jóhannes Jónsson KE 79 og 311. Baldur KE 97 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

25.10.2013 07:00

Sæbjörg KE 93


                630. Sæbjörg KE 93, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Scheepsbow Werft N.v. Strandby, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Talinn ónýtur 1968. Endurbyggður eftir teikningu Bjarna Einarssonar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1970 og settur aftur á skrá það ár.  Skráður sem skemmtibátur 1997. Tekinn af skrá 9. nóv. 2002, hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1995. Brotinn niður í Akureyrarslipp 19. desember 2008.

Nöfn: Kap VE 272, Kap SH 272, Kap RE 211, Faxavík KE 65, Sæbjörg KE 93, Lýður Valgeir SH 40, Haförn SH 40, Guðrún Ottósdóttir ST 5, Jón Trausti St 5, Jón Trausti ÍS 78, Jón Trausti ÍS 789 og Sægreifinn EA 159.

25.10.2013 06:00

Vestri BA 63, í Njarðvík


                182. Vestri BA 63, í Njarðvíkurhöfn fyrir mörgum árum © mynd Emil Páll

Smíðanr. 3 hjá Karmsund Verft og Mek Verksted A/S í Nygaard, Noregi 1963. Yfirbyggður 1988. Fór 5. apríl 1999 og kom síðastu viku júlímánaðar 1999 úr stórum breytingum, m.a. breikkun. Skipt var um allt nema spil og aðalvél hjá Nauta í Gdynia í Póllandi. Raunar var skipið þá gert að litlum skuttogara, sem varð styttri en áður en þó mun stærri. Miklar breytingar s.s. skipt um vélarrúmshlutann í skrokkinum, nýr kjölur, tankar, aðalvél, gír, ljósvél. stýrisútbúnaður, stýri, skrúfa o.fl. hjá Granly A/S í Esbjerg, Danmörku frá nóv. 2005 til mars 2006. Kom heim úr þeirri ferð, beint til Patreksfjarðar 22. mars það ár.

Nöfn: Sigurður Jónsson SU 150, Freyja RE 38, Sædís ÁR 220, Steinanes BA 399, Ólafur Ingi KE 34, Grettir SH 104, Vestri BA 65 og núverandi nafn Vestri BA 63.


24.10.2013 22:10

Óli G. HF 22, nálgast lokum yfirbyggingaringarinnar hjá Sólplasti

Þann 12. september sl. lagðist báturinn Keilir AK 4, að bryggju í Njarðvík þar sem von var á því að Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur myndi fljótlega flytja hann yfir Miðnesheiði og til Sólplasts í Sandgerði. Þar átti að byggja að hluta til yfir bátinn, en áður en framkvæmdum var lokið var tekin sú ákvörðun að byggja alveg yfir hann og nú er farið að sjá fyrir endan á þeim framkvæmdum.

Samkvæmt vef Fiskistofu, hét báturinn í raun Óli G. ÍS 112, með heimahöfn á Flateyri, þegar hann var tekinn á land, en nú hefur því verið breytt og í dag heitir hann Óli G. HF 22, með heimahöfn í Hafnarfirði.

Hér birti ég myndir sem ég tók í Sólplasti í dag, en þau eins og sést er ekki alveg búið að steypa upp í hann að aftanverðu en það er ekki langt í að því ljúki. Þá birti ég til samanburðar mynd sem ég tók af honum við bryggju í Njarðvíkurhöfn áður en hann var tekin þar á land. Endanlegt útlit fáum við ekki að sjá fyrr en framkvæmdum er lokið og báturinn er kominn út úr húsi, hjá Sólplasti í Sandgerði.


            2604. Keilir II AK 4, bíður þess í Njarðvíkurhöfn að verða fluttur fyrir til Sandgerðis með Gullvagninum. Mynd tekin 12. sept. 2013


               

            Eins og sést er ekki alveg búið með yfirbygginguna, þó hún sé langt komin


                        Þeir Kristján Nielsen og Markó spá í spilin inni í yfirbyggingunni


                Væntanlegur 2604. Óli G. HF 22, stendur að hluta til út úr húsinu hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 12. september og 24. október 2013

24.10.2013 21:12

Faxafell III GK 344


                        1982. Faxafell III GK 344, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðanr. 56 hjá Stálvík hf. Garðabæ og verki lokið í Kópavogi 1990. Fórst út af Hraunum í Faxaflóa 25. apríl 1993, ásamt tveimum mönnum.

Nöfn: Faxafell III GK 344 og Sæberg AK 220

24.10.2013 20:09

Arnar KE 260                                1968. Arnar KE 260 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 3 hjá Aage Syvertsen Mek Verksted, Herre, Noregi 1987. Kom fyrst til Njarðvíkurhafnar 21. ágúst 1988.  Lengdur hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar 1989. Lengdur á ný og endurbættur hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi 1995.

Nöfn: Það fyrsta er óþekkt, Havdönn, Arnar KE 260, Hanna Kristín BA 244, María Pétursdóttir VE 14, Guðrún Jakobsdóttir EA 144 og núverandi nafn: Aldan ÍS 47.

24.10.2013 19:16

Reykjanes GK 19 / Þórey KE 23 / Hellnavík AK 59


               1913. Reykjanes GK 19, í Keflavíkurhöfn, ný sjósettur © mynd Emil Páll 1989


                 1913. Þórey KE 23, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 2008


                    1913. Hellnavík AK 59, í Njarðvík © mynd Emil Páll í mars 2009


Smíðanr. 2 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1988, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur í Keflavíkurhöfn 14. apríl 1988. Breikkaður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1988. Lengdur og hækkaður 1995.

Lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn frá vertíð 1993 að hann var innsiglaður og þar til hann var sleginn  nauðungaruppboðssölu í feb. 1994.

Nöfn: Reykjanes GK 19, Hringur SH 277, Snúður HF 77, Hafdís HF 249, Óli Færeyingur SH 315, Þórey KE 23, Hellnavík AK 59, Hellnavík SU 59 og núverandi nafn: Hugborg SH 87

 

AF FACEBOOK:

Alfons Finnsson Þessi er kominn til Ólafsvíkur og heitir núna Hugborg SH 87 og orðinn rauður.

 

Emil Páll Jónsson Ef þú ferð inn á skipasíðuna eftir tenglinum hér á Facebook, sérð þú nafnið Hugborg SH 87. Þetta sem birtist hér á Facebook, er aðeins sýnishorn á því sem er á skipasíðunni.

24.10.2013 18:15

Stekkjarhamar GK 207 / Stekkjarhamar GK 37 / Vikar KE 121 / Keflvíkingur KE 50 / Happasæll KE 94


                         1767. Stekkjarhamar GK 207, í Njarðvíkurhöfn  1989


                       1767. Stekkjarhamar GK 37, í Njarðvíkurhöfn 1989


                                    1767. Vikar KE 121, í Keflavíkurhöfn 1989


                     1767. Keflvíkingur KE 50, á ytri höfninni í Keflavík 2008


   1767. Happasæll KE 94, framan við hafnargarðinn í Keflavík,  10. mars 2009 © myndir Emil Páll

Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík 1989. Lengdur og breikkaður uppi á bryggju í Kópavogi sumarið 1993.

Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Grindavík, en hann hætti við áður en smíði lauk.

Nöfn: Stekkjarhamar GK 207, Stekkjarhamar GK 37, Vikar KE 121, Bára SH 27, Grímsey ST 3, Grímsey ST 2, Keflvíkingur KE 50, Happasæll KE 94, Happi KE 95 og núverandi nafn: Kristín ÍS 141

24.10.2013 17:16

Fisherman / Hjörleifur ÁR 204


                           1441. Fisherman, í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1995


        1441. Hjörleifur ÁR 204, í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1996 eða '97

Smíðanr. 1228 hjá Ateliers et Chantiers de la Manche í Dieppe, Frakklandi 1972, Endurbættur Akureyri 1994.  Breytt í frystitogara á Spáni í apríl 1998.

Frá því að íslenskir eigendur skráðu togarann á Kýpur í júní 1992, lá hann fyrst í Reykjavík og síðan í höfn á Skagaströnd, eða þar til Unimar í Keflavík keypti hann og kom hann þá til Keflavíkur i nóv. 1993. Þar lá hann þar til hann fór til Akureyrar í endurbætur, eftir það átti hann að sigla undir rússnesku flaggi, en landa hérlendis, en af því varð ekki. Útgerðin varð fljótlega gjaldþrota og skipið lá við bryggju hérlendis undir erlenda heitinu, þar til það var skráð hérlendis í maí 1996. Meðan skipið var gert úr frá Senegal var það í eigu hérlendra aðila, en í kaupleigu hjá þarlendum aðilum. Í örfáa mánuði 1997 var skipið gert út á hlýsjávarrækju frá Gambíu í Afríku. Síðan var skipið gert út hér eitthvað fram yfir aldamótin og fór þá aftur út og lá lengi vel í reiðuleysi í Santos í Brasilíu og ekki er vitað hvort það sé enn til eða liggi enn í Brasilíu.

Nöfn: Ben Idris SN 138, Freyja RE 38, Hjörleifur RE 211, Fisherman 6124, Fisherman, Fisherman 6124, Hjörleifur ÁR 204, Guindo Kato, aftur Hjörleifur ÁR 204, Marz HF 53 og Marz AK 80

24.10.2013 16:15

Ægir Jóhannsson ÞH 212 / Birta VE 8


                      1430. Ægir Jóhannsson ÞH 212, á Stakksfirði © mynd Emil Páll


                1430. Birta VE 8, að koma inn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, í sept. 2009

Smíðanúmer 6 hjá Vör hf., Akureyri 1975. Afhentur 12. júlí 1975.

Sölusamningur á Erlingi inn í Voga, var undirritaður 13. desember 1996 og var síðasta verk þess mikla athafnarmanns Jóns Erlingssonar í Sandgerði, sem varð bráðkvaddur um kvöldið.

Skemmdist töluvert er hann sigldi á bryggjuna í Keflavíkurhöfn 1. mars 2010 og var gerð tilraun til að gera við hann, en báturinn hefur legið frá þessum tíma, fyrst í Njarðvík og síðan í Hafnarfirði.

Nöfn: Ægir Jóhannsson ÞH 212, Erlingur GK 212, Erlingur GK 214, Dagný GK 291, María Pétursdóttir VE 14 og núverandi nafn Birta VE 8.

24.10.2013 15:19

Sveinn Jónsson KE 9


                1342. Sveinn Jónsson KE 9, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, aðra þekki ég ekki © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 53 hjá Storviks, Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1973. Seldur úr landi til Cape Town í Suður-Afríku í júni 2000.

Sjöstjarnan hf. gekk inn í kaupin eftir eftir að togarinn hafi nýlega verið gefið nafnið Afford og því var það fyrirtæki í raun fyrstu útgerðaraðilar og eigendur togarans.

Dagstjarnan var fyrsti skuttogari Suðurnesja og kom fyrst til Njarðvíkur 14. nóvember 1973.

Nöfn: Afford, Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9 og núverandi nafn: Sveinn Jónsson OTA-747-D

24.10.2013 14:15

Mummi GK 120, ?, Elliði GK 445, Jón Gunnlaugs GK 444 og trúlega Reynir GK 177


           21. Mummi GK 120, óþekktur, 42. Elliði GK 445, 1204. Jón Gunnlaugs GK 444 og sennilega 1321. Reynir GK 177, í Skipasmiðastöð Njarðvikur  © mynd Emil Páll

24.10.2013 13:15

Hlíf SI 24


                          1103. Hlíf SI 24, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll 1974

Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. árið 1970. Stækkaður Keflavík 1977. Lengdur 1985-1986. Fórst 10 sm. V af Þrídröngum á siglingu til nýs útgerðarstaðar, Grindavíkur, 23. feb. 2002 ásamt tveimur mönnum.

Nöfn: Einar Þórðarson NK 20, Hlíf SI 24, Hafborg KE 54, Búi EA 100, Otur EA 162 og Bjarmi VE 66.

24.10.2013 12:20

Eldeyjar - Boði GK 24


                 971. Eldeyjar-Boði GK 24, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 407 hjá V.E.B. Elbe-Werdt G.m.b.H, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður Noregi  1986.

Stakksvík hf., Keflavík var með skipið á leigu frá því að Íslenskir aðalverktakar eignuðust skipið og þar til leigusamningurinn rann út 4. jan. 1995.

Úreldingastyrkur samþ. 12. jan. 1995, en ekki notaður.

Hefur nú legið í Njarðvíkurhöfn í nokkur ár.

Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364,  Boði KE 132, Boði GK 24,  Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og núverandi nafn: Fram ÍS 25

24.10.2013 11:05

Ljósfari GK 184


                                219. Ljósfari GK 184, út af Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Gravdal Skipsbyggeri í Sunde í Noregi 1960. Endurbyggður Sandgerði 1989. Lengdur Njarðvík 1989  og breytt í togskip hjá Ósey hf. Hafnarfirði 1998.

Þekkt sem mikið aflaskip, er það hét Víðir II og var undir stjórn Eggerts Gíslasonar.

Nöfn: Víðir II GK 275, Ljósfari  GK 184, Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145, Arney HU 36, Arney HF 361 og núverandi nafn Portland VE 97