Færslur: 2012 Febrúar
05.02.2012 23:00
Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 / Sigurður Bjarnason GK 100

68. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd Snorrason

68. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd úr safni Guðjóns Ólafssonar frá 1962
68. Sigurður Bjarnason GK 100 © mynd Ísland 1990
Smíðanúmer 196/10 hjá Skaalurens Skipsbyggeri, Rosendal, Noregi 1959. Lengdur 1966. Talinn ónýtur 26. júní 1987. Sökkt 70 sm. V. af Reykjanesi 18. maí 1989.
Nöfn: Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Ásgeir Kristján ÍS 103, Bergá SF 3, Stígandi VE 77, Kristinn ÓF 30, Sigurður Bjarnason GK 100 og Sigurður Bjarnason GK 186.
Af Facebook;
Guðni Ölversson Gaman að þessum myndum. Á fyrstu myndinni er hún glæný. Grá á litinn og með opna ganga. Hún varð nú fljótlega óttalegt rúff eftir að hún var seld frá Eskifirði. Leið illa í hvert skioti sem maður sá hana blessaða eftir að hún hvarf að heiman. Mikið aflaskip þetta.
05.02.2012 22:00
Þórarinn KE 26 / Sólrún NS 26

900. Þórarinn KE 26 © mynd Emil Páll
900. Sólrún NS 26 © mynd Eyfirsk skip, Árni Björn Árnason, íslensk skip
Smíðaður á Siglufirði 1942. Endurbyggður 1950 og 1958. Dekkaður af Nóa Kristjánssyni, Akureyri 1950. Skráður sem fiskibátur 1952. Hálf ónýtur stóð báturinn uppi í Örfirisey í Reykjavík í fjölda ára og var að lokum afskráður 1996.
Nöfn: Valur EA 712, Níels Jónsson EA 712, Vísir EA 712, Þórarinn KE 26, Haförn AK 25, Dóri ÍS 252, Sólrún NS 26 og Sigurfari II RE 16.
05.02.2012 21:00
Heitir Guðný ÍS og verður trúlega sumarbústaður
Í kvöld fékk ég fréttir að vestan sem greindu frá því að báturinn héti nú Guðný ÍS og væri verið að vinna við hann í slippnum á Ísafirði og væri stefnt að því að gera úr honum sumarbústað. Birti ég því aftur þær tvær myndir um og - Ég þakka ég kærlegar fyrir þessar upplýsingar -
1470. Guðný ÍS, í slippnum á Ísafirði © myndir Guðmundur Jón Hafsteinsson, 8. des. 2011
05.02.2012 20:45
Grundarfjörður í dag
1733. Kristbjörg SH 189, við nýju bryggjuna
Sami bátur og sama bryggja
2405. Andey HU 10 og fyrir aftan hann 2660. Arnar SH 157
2405. Andey HU 10 utan á 1622. Þorvarði Lárussyni SH 129
2405. Andey HU 10, 1622. Þorvarður Lárusson SH 129 og 2660. Arnar SH 157
5922. Remingur SH 111
5922. Remingur SH 111
Grundarfjörður í dag © myndir Heiða Lára, 5. feb. 2012
05.02.2012 19:30
Sleipnir KE 112
560. Sleipnir KE 112 © mynd Guðmundur Falk
Smíðaður hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1962. Lá bundin við bryggju í Grófinni í Keflavík í nokkur ár, talinn ónýtur 2007 og settur á þrettándabrennu 2008.
Nöfn: Helgi ÍS 97, Helgi SH 144, Silavík SF 134, Jónas Hjörleifsson VE 10 og Sleipnir KE 112
05.02.2012 19:00
Skálavík SH 208 / Sæfari ÁR 117 / Hafnarberg RE 404 / Ósk KE 5
Þessi pólsksmíðaði bátur frá árinu 1988, sem var lengdur 1994, er enn í fullu fjöri.

1855. Skálavík SH 208 © mynd í eigu Emils Páls

1855. Sæfari ÁR 117 © mynd Snorrason

1855. Hafnarberg RE 404 © mynd af netinu, ljósm: ókunnur

1855. Hafnarberg RE 404 © mynd fiskerforum

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll 2009

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll, 2009

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll, 8. janúar, 2010
Smíðanúmer 1748 hjá Wisle Yard, Gdansk, Póllandi 1988. Lengdur 1994.
Nöfn: Skálavík SH 208, Sigurbára VE 249, Sigurbára II VE 248, Sæfari ÁR 117, Hafnarberg RE 404 Ósk KE 5 og núverandi nafn: Maggý VE 108
05.02.2012 18:00
Fylkir NK 102 / Fylkir KE 102
Þessi plastbátur var framleiddur í Svíþjóð og kom í Vogana 1988, fór flótlega þaðan til Drangsnes en stoppaði ekki lengi, en eftir það var sami eigandi af bátnum, fyrst á Neskaupstað og síðan í Keflavík, en hann var kominn á söluskrá nokkru áður en eigandinn fórst með félögum sínum er togarinn Hallgrímur SI fórst við Noreg á dögunum.
1914. Fylkir NK 102 © mynd Bjarni Guðmundsson
1914. Fylkir KE 102 © mynd úr safni Sólplasts
1914. Fylkir KE 102 © mynd Jón Páll Ásgeirsson
1914. Fylkir KE 102 © mynd Emil Páll, 2010
1914. Fylkir KE 102 © mynd Emil Páll, 2010
1914. Fylkir KE 102, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 14. mars 2011
1914. Fylkir KE 102, kemur inn í Grófina © mynd Emil Páll, 14. sept. 2011
Framleiddur hjá Mossholmens Marine, Rönnang, Svíþjóð 1988. Lengdur í Sandgerði 19
Nöfn: Garðar GK 26, Gjörvi ST 36, Fylkir NK 102 og núverandi nafn: Fylkir KE 102.
05.02.2012 17:00
Magnús KE 46 / Jón Forseti
1677. Magnús KE 46, í Grófinni © mynd Emil Páll
1677. Jón Forseti, á Akranesi © mynd Ljósmyndasafn Akraness
1677. Jón Forseti © mynd Þorgeir Baldursson, 2007
Smíðaður í Bátastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1980. Afskráður 2. des. 1994 og átti þá að úreldast, en var á skrá í október 1995 og var þá breytt í skemmtibát. Átti að fá nafnið Vitinn GK en ekkert varð úr því og þeim kaupum sem þá höfðu farið fram var rift. Báturinn var þá seldur til Færeyja í maí 1997, en fór aldrei og stóð uppi í Grófinni fram í maí 1999 að hann var kominn á skrá á ný. Skráður sem vinnubátur frá maí 2003 og síðan nokkrum dögum síðar sem skemmtibátur. Slitnaði frá bryggju á Blönduósi 2005 og rak upp í sandfjöru, en tjón varð lítið. Eftir það stóð báturinn lengi vel á bryggjunni á Blönduósi, en hvort svo sé enn veit ég ekki.
Nöfn: Kári VE 7, Sætindur HF 63, Valdi RE 48, Pálmi RE 48, Magnús KE 46, Magnús, Jón Forseti
05.02.2012 16:05
Fagraberg og Mjófirðingar í bæjarferð
Fagraberg með nótina í viðgerð á Neskaupstað í dag © mynd Bjarni G., 5. feb. 2012
Mjófirðingar í bæjarferð til Neskaupstaðar með 1489. Anný SU 71 í dag © mynd Bjarni G., 5. feb. 2012
05.02.2012 16:00
María KE 84
1256. María KE 84
Smíðanúmer 34 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1972, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Fórst NV af Eldeyjarboða 1. febrúar 1973, ásamt 4 mönnum.
Bar aðeins þetta eina nafn.
05.02.2012 15:00
Kópur ÞH 90 / Hafborg SK 54
1876. Kópur ÞH 90, í Keflavík © mynd Emil Páll
1876. Kópur ÞH 90, í Keflavík © mynd Emil Páll
1876. Kópur ÞH 90, í Keflavík © mynd Emil Páll, 1992
1876. Hafborg SK 54 © mynd Jón Páll Ásgeirsson
1876. Hafborg SK 54, 1. sept. 2009
Framleiddur hjá Baldri Halldórssyni, Akureyri 1987. Einnig skráður til farþegaflutninga frá 2001. Lengdur, rafmagn endurnýjað, ný stjórntæki og vökvastýring 2002.
Nöfn: Kópur ÞH 90, Hafborg KE 54 og núverandi nafn: Hafborg SK 54
05.02.2012 14:00
Katrín KE 56 / Hrönn KE 56 / Manni ÞH 81
1601. Katrín KE 56 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur
1601. Katrín KE 56, í Höfnum © mynd Emil Páll
1601. Hrönn KE 56, í Njarðvik © mynd Emil Páll
1601. Hrönn KE 56 © mynd Emil Páll
1601. Hrönn KE 56, í Keflavík © mynd Emil Páll
1601. Manni ÞH 81, í Keflavík © mynd Emil Páll, 1985
Smíðaður sem opinn bátur í Stykkishólmi 1977 og þá með skráninganúmerið 5826. Dekkaður 1981 og skráður sem slíkur 10. júní 1981. Breytt síðan í skemmtibát 1998. Afskráður 22. des. 1998, skoðaður árum saman.
Nöfn: Lundi KE 45, Manni ÞH 81, Katrín KE 56, Hrönn KE 56, Hrönn ÍS 279 og Kría ST 65, með heimahöfn á Dröngum.
05.02.2012 13:00
Endurskráð 16 árum eftir förgun
1763. Hera VE 66 © myndir Emil Páll, 1989
Framleiddur hjá Mánavör hf., Skagaströnd 1987. Afskráður 3. okt. 1994 og átti að fargast, en var þó endurskráður 19. mars 2010 og nú sem skemmtibátur.
Nöfn: Latur BA 71, Hera VE 66, Svandís ST 111 og núverandi nafn: Múlaborg
05.02.2012 12:00
Blíðan SH 100 / Jón Garðar KE 1 / Litli Jón KE 201
1563. Blíðan SH 100 © mynd Emil Páll
1563. Jón Garðar KE 1, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
1563. Litli Jón KE 201, í Sandgerði © mynd Emil Páll
1563. Litli Jón KE 201, í Sandgerði © mynd Emil Páll
1563. Litli Jón KE 201, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 4. maí 2011
Framleiddur af Mótun hf., Hafnarfirði, árið 1980. Endurbyggður í Sandgerði 1998, eftir að hafa brunnið mikið í Sandgerði 1997. Afskráður 200? og endurskráður 23. júlí 2009.
Nöfn: Eddi SH 250, Blíðan SH 100, Jón Garðar KE 1 og núverandi nafn: Litli Jón KE 201
05.02.2012 11:00
Bolli KE 46 / Andri KE 86 / Andri ÓF 62 / Finnur EA 245
1542. Bolli KE 46, í Keflavík © mynd Emil Páll
1542. Bolli KE 46, í Keflavík © mynd Emil Páll
1542. Andri KE 86, í Sandgerði © mynd Emil Páll
1542. Andri ÓF 62 © mynd Skerpla
1542. Finnur EA 245 © mynd Þorgeir Baldursson
1542. Finnur EA 245, að koma inn til Svalbarðseyrar © mynd Örn Stefánsson
1542. Finnur EA 245, á Svalbarðseyri © mynd Örn Stefánsson
1542. Finnur EA 245
Framlediðslunúmer 100 hjá Samtaki hf. Hafnarfirði 1979 og innréttaður í Vogum sama ár.
Endurbyggður Keflavík 1983-84 eftir bruna í Sandgerðishöfn 30. jan. 1983. Voru það Bergur Vernhardsson og Magnús Ingimundarson sem endurbyggðu bátinn. Úreldingastyrkur samþykktur i des. 1994, en hætt við að nota hann. Seldur til Færeyja í des. 1998 og þá afskráður. Keyptur hingað til lands aftur 2007. Ef ég man rétt fór hann aldrei til Færeyja, þó svo hann væri þar skráður undir þremur nöfnum.
Nöfn: Björn Gislason SU 140, Guðdís GK 158, Bolli KE 46, Andri KE 86, Andri ÓF 62, Dáva Dánjal VA 60, Sjóberin FD 89, Trúgvi FD 905 og núverandi nafn er: Finnur EA 245
Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Einhversstaðar sá ég að menn voru að kalla þetta heygrindina, útaf verklegum rekverkunum
