Hafþór Þórðarson, sjómaður í Reykjanesbæ, átti að vera um borð í skipinu Hallgrímur SI, sem fórst 25. janúar síðastliðinn þegar það var að sigla til Noregs. Hann segist hins vegar hafa verið hlaðinn verkefnum og því ekki komist í siglinguna örlagaríku. Í hans stað var því kallaður annar maður í áhöfnina.
"Málið er að ég og skipstjórinn sem fór með skipið, Magnús Daníelsson, höfðum verið að taka að okkur að sigla svona skipum frá Íslandi. Við erum búnir að fara með nokkuð marga úr landi. Í þetta skiptið var ég bara hlaðinn verkefnum og komst ekki, afhendingin á skipinu var búin að tefjast. Það var byrjað að semja um þetta í desember og ég bara komst ekki út af því að ég hafði bara nóg annað að gera," segir Hafþór í samtali við DV.
"Maður spyr sjálfan sig hvort þetta hefði farið öðruvísi"
















