"Þetta er bara spekúlantar sem vita ekki hvað þeir eru að tala um og verða að svara fyrir þetta sjálfir," segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem sigraði hafið þegar Hallgrímur SI sökk undan ströndum Noregs.
Eiríkur segir í viðtali í helgarblaði DV að hann hafi frétt af tölvupóstum sem gengið hafa manna á milli "með einhverjum neikvæðum hugleiðingum um að ég hafi ekki sinnt skyldu minni um borð sem yfirvélstjóri. Ég var ekki skráður sem yfirvélstjóri heldur sem vélavörður, en vissi það ekki fyrr en ég hitti rannsóknarnefnd sjóslysa, því við vorum jafningjar um borð."
Eiríkur segir þessar ásakanir hafa verið kæfðar í fæðingu og hann taki þær ekki til sín. "Það er bara til svona fólk og það þýðir ekkert að æsa sig yfir því eða snúa sér á hvolf yfir því. Ég er ekki reiður, ekki út í það eða neinn."

.) 



