Færslur: 2011 Október

25.10.2011 22:00

Arn Snan og Unayzan

©
      Arn Snan og Unayzan, í Kóreu © mynd shipspotting, Osvaldo Morales Cáceres,  20. okt. 2011

25.10.2011 21:00

Frigg í Helguvík

Þetta skip var að fara frá Helguvík núna áðan, en hvenær það kom veit ég ekki, því ég hef ekki haft tíma til að fylgjast vel með þeim málum í dag og læt því duga þessa mynd af MarineTraffic


                                 Frigg © mynd MarineTraffic, M.A.B., 21. maí 2011

25.10.2011 20:35

Fleiri myndir frá björgun Sölku GK 79 í dag

Það er alveg ótrúlegt hvað fjölmiðlar hamast um að tala um að númerið á bátnum hafi verið GK 97. En eins og sést á bátnum og fjölmiðlar eiga að geta skoðað, í stað þess að láta mata sig með röngum upplýsingum, er númerið GK 79. Það er annar bátur með nr. GK 97 og sá kemur ekkert við sögu í þessu sambandi.

En hvað um það hér birti ég fleiri myndir af björgun bátsins í dag, en eins og áður hefur komið fram var það Köfunarþjónusta Sigurðar sem stóð að björguninni og í dag birti ég myndir sem Bragi Snær tók af því er báturinn kom upp og hann er einnig myndasmiðurinn af þessum myndum.

Það er af framtíð bátsins að frétta, að nú er beðið eftir góðu veðri til að koma bátnum í slipp í Njarðvík. Hvort ákveðið verður áður með það hvort gert verði við hann eða honum fargað er ekki alveg ljóst. Það get ég þó upplýst að í dag og í gær höfðu samband við mig þrír aðilar sem ég mun ekki nafngreina, en þeir höfðu hug á að eignast bátinn og gera hann upp til að nota, áfram þó kannski ekki til veiða, frekar tengt ferðaþjónustu. Sumir þessir aðilar höfðu haft samband við eiganda áður en báturinn sökk. Allir hafa þeir reynslu að slikum málum og eiga í dag báta sem gerðir hafa verið upp og eru sjóhæfir í dag.
      Hér bætast 8 myndir við þær fjórar sem komu fyrr í dag frá björgun bátsins í Sandgerði í dag © myndir Bragi Snær, 25. okt. 2011

25.10.2011 20:00

Lonny Hedvig L 526


      Lonny Hedvig L 526 í Thyborön, Danmörku © mynd shipspotting Martin Trab, 6. maí 2011

25.10.2011 19:00

Prowess GY 720 / Svanur RE 45

Hér sjáum við einnum fyrrum íslenskan, sem fékk þetta nafn eftir að hann var seldur úr landi 2006 og einnig sjáum við mynd af honum er hann var  íslenskur.


      Prowess GY 720, í Las Palmas © shipspotting, Angel Luis Godar Moreira, 2. júlí 2009


       Prowess GY 720 ex 2530. í Las Palmas © mynd Shipspotting, Charran, 17. júní 2009


       2530. Svanur RE 45, á Eskifirði © mynd shipspotting, G. J. Haraldsson, 9. feb. 2006

25.10.2011 18:20

Patria


       Patria, frá St. John's, í Hamborg © mynd shipspotting, vovashap, 14. nóv. 2010

25.10.2011 15:01

Salka GK 79 komin á flot í Sandgerðishöfn

Þeir hjá Köfunarþjónustu Sigurðar, náðu núna rétt áðan að lyfta Sölku GK 79 af botni Sandgerðishafnar með aðstoð krana.
     1438. Salka GK 79, komin á flot í Sandgerðishöfn, núna rétt áðan © myndir Bragi Snær, 25. okt. 2011

25.10.2011 14:55

Salka GK 79 komin á flot

Hér koma tvær myndir af því þegar Salka GK 79 var hífð upp núna áðan, en Bragi Snær tók myndirnar og fleiri birti ég á eftir.
    1438. Salka GK 79 lyftist af botni Sandgerðishafnar núna áðan © myndir Bragi Snær, 25. okt. 2011

25.10.2011 14:00

RV Aora


                  RV Aora, í Greenock, Bretlandi © mynd shipspotting, phantorm53

25.10.2011 13:00

SH 10 Friggja


          SH 10 Friggja, í Ljmuiden, Hollandi © mynd shipspotting, Mooleu, 19. ágúst 2011

25.10.2011 12:00

Frá sjómannadeginum í Sandgerði 1984

Hér koma myndir úr einkasafni hjónanna Sigurborgar Andrésdóttur og Kristjáns Nielsen og sýna uppákomur á sjómannadaginn í Sandgerði fyrir tæpum þremur áratugum, þ.e. árið 1984


                  Frá sjómanndeginum í Sandgerði 1984 © myndir úr einkasafni Kristjáns Nielsen og Sigurborgar Andrésdóttur                                  

25.10.2011 11:00

Elvis 208 - S

Hér koma fjórar myndir úr einkasafni Kristjáns Nielsen, af skemmtibátnum Elvis og eru rúmlega þriggja áratuga gamlar, teknar við húsið Dvergastein á Bergi, við Keflavík, árið 1980
     Elvis 208 - S, við húsið Dvergastein á Bergi, Keflavík, fyrir þremur tugum ára, þ.e. 1980 © myndir úr einkasafni Kristjáns Nielsen, nú kenndur við Sólplast.

25.10.2011 10:00

Þór kemur til Eyja á morgun og Reykjavíkur á fimmtudag

Af vef Landhelgisgæslunnar:


                  Þór © mynd af vef Landhelgisgæslunnar

Varðskipið Þór, nýtt eftirlits- og björgunarskip Íslendinga er nú á siglingu frá Halifax til Íslands. Vestmannaeyjar er fyrsti viðkomustaður varðskipsins en það leggur að bryggju í Vestmannaeyjum, á morgun,  miðvikudaginn 26. október.  Verður varðskipið opið til sýnis milli kl. 14:00 og 20:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir um borð.

Þegar komið er til Vestmannaeyja á skipið að baki sjö þúsund sjómílna (um fjórtán þúsund kílómetra) siglingu frá Concepcion í Chile. Siglt var af stað 28. september en síðan hefur Þór farið um þrjár heimsálfur og árstíðir. Farið var frá Chile að vori, um Panamaskurð að sumri og siglt að hausti gegnum Boston og Halifax, yfir Norður- Atlantshafið og inn í veturinn á Íslandi.  Áhöfn varðskipsins á því mikið ferðalag að baki.

Varðskipið Þór leggst að Miðbakka Reykjavíkurhafnar fimmtudaginn 27. október nk. kl. 14:00 þar sem tekið verður á móti því, auk þess sem varðskipið verður opið til sýnis föstudaginn 28. október, laugardaginn 29. október og sunnudaginn 30. október.   Þá mun Þór koma víða við um landið á næstu mánuðum þar sem varðskipið verður til sýnis fyrir alla áhugasama.

JMA_5860
Áhöfn varðskipsins á afhendingardegi í Chile
Mynd ASMAR.

25.10.2011 09:00

Lundi ST 11, frá Gjögri
          6106. Lundi ST 11, frá Gjögri, á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 24. okt. 2011

25.10.2011 08:04

Franquise ex íslenskur


            Franqouise, ex 158. Oddgeir ÞH 222  í St. John´s, í Kandada 17. okt. sl.


                  Franquise ex 158, 24. júlí 2011 © myndir af Trawler History

Smíðanúmer 103 hjá K. Hakwoort Scheepswerf, í Monnikendam, Hollandi 1963. Yfirbyggður að hluta 1981 og að fullu 1985.

Lagt í sept. 2003. Seldur til Hollands í maí 2008, en sú sala gekk til baka. Seldur að lokum til Kandada i sept. 2009.

Nöfn: Oddgeir ÞH 222, Baldur Árna ÞH 222 og núverandi nafn Franquise.