25.10.2011 20:35

Fleiri myndir frá björgun Sölku GK 79 í dag

Það er alveg ótrúlegt hvað fjölmiðlar hamast um að tala um að númerið á bátnum hafi verið GK 97. En eins og sést á bátnum og fjölmiðlar eiga að geta skoðað, í stað þess að láta mata sig með röngum upplýsingum, er númerið GK 79. Það er annar bátur með nr. GK 97 og sá kemur ekkert við sögu í þessu sambandi.

En hvað um það hér birti ég fleiri myndir af björgun bátsins í dag, en eins og áður hefur komið fram var það Köfunarþjónusta Sigurðar sem stóð að björguninni og í dag birti ég myndir sem Bragi Snær tók af því er báturinn kom upp og hann er einnig myndasmiðurinn af þessum myndum.

Það er af framtíð bátsins að frétta, að nú er beðið eftir góðu veðri til að koma bátnum í slipp í Njarðvík. Hvort ákveðið verður áður með það hvort gert verði við hann eða honum fargað er ekki alveg ljóst. Það get ég þó upplýst að í dag og í gær höfðu samband við mig þrír aðilar sem ég mun ekki nafngreina, en þeir höfðu hug á að eignast bátinn og gera hann upp til að nota, áfram þó kannski ekki til veiða, frekar tengt ferðaþjónustu. Sumir þessir aðilar höfðu haft samband við eiganda áður en báturinn sökk. Allir hafa þeir reynslu að slikum málum og eiga í dag báta sem gerðir hafa verið upp og eru sjóhæfir í dag.
      Hér bætast 8 myndir við þær fjórar sem komu fyrr í dag frá björgun bátsins í Sandgerði í dag © myndir Bragi Snær, 25. okt. 2011