Færslur: 2011 Maí
20.05.2011 12:00
Á síldveiðum fyrir tugum ára


Hvorugan síldveiðibátinn þekki ég © myndir Óskar Karl Þórhallsson
Skrifað af Emil Páli
20.05.2011 11:00
Tveir norskir F-100-M og H-152-F
Hér sjáum við myndir af tveimur norskum, en nöfnin hef ég ekki aðeins númerin sjást, þ.e. F-100-M og H-152-F. Samkvæmt þeim er sá fyrri frá: Finnmark - Masöy, en sá síðari frá: Hordaland - Fjell

F-100-M á síldveiðum fyrir margt löngu

H-152-F, einnig trúlega á síldveiðum © myndir Óskar Karl Þórhallsson

F-100-M á síldveiðum fyrir margt löngu

H-152-F, einnig trúlega á síldveiðum © myndir Óskar Karl Þórhallsson
Skrifað af Emil Páli
20.05.2011 10:00
Skemmtisigling á sjómannadag?


Trúlega skemmtisigling á sjómannadag © myndir Óskar Karl Þórhallsson
Skrifað af Emil Páli
20.05.2011 09:00
Hrafn GK frá öðruvísi sjónarhorni

1628. Hrafn GK 111, frá öðru sjónarhorni en vanarlega, í Grindavík og fjallið Þorbjörn í baksýn © mynd Emil Páll, 19. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
20.05.2011 08:03
Þórsnes II út af Hópsnesi

1424. Þórsnes II SH 109, að veiðum út af Hópsnesi við Grindavík, í gærmorgun © mynd Emil Páll, 19. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
20.05.2011 07:20
Lars Karl II ex Björg VE

Lars Karl II, ex 1935. Björg SU 5 og Björg VE 5, á Grænlandi © mynd Shipspotting, Robby Norna, 24. okt. 2007
Skrifað af Emil Páli
20.05.2011 00:00
Skipspotting Gunni(Frida)
Hér koma fimm myndir sem ég fann á Shipspotting og eru þær allar eftir Gunna(Fridu)

1042. Vörður ÞH 4, í Grindavík, 30. apríl 2007

1269. Aðalbjörg II RE 236, í Reykjavík, 25. apríl 2007

288. Þorsteinn Gíslason GK 2, í Grindavík, 30. apríl 2007

1153. Gói ÞH 25, á Akureyri, 28. apríl 2007

1547. Hinni ÞH 70, í Húsavík, 28. apríl 2007 © myndir Shipspotting, Gunni (Frida)

1042. Vörður ÞH 4, í Grindavík, 30. apríl 2007

1269. Aðalbjörg II RE 236, í Reykjavík, 25. apríl 2007

288. Þorsteinn Gíslason GK 2, í Grindavík, 30. apríl 2007

1153. Gói ÞH 25, á Akureyri, 28. apríl 2007

1547. Hinni ÞH 70, í Húsavík, 28. apríl 2007 © myndir Shipspotting, Gunni (Frida)
Skrifað af Emil Páli
19.05.2011 23:00
Ódýr grásleppuútgerð

Ódýr grásleppuútgerð © mynd og texti Hafsteinn Hafsteinsson
Skrifað af Emil Páli
19.05.2011 22:00
Skarpur RE 80 á Þingeyri
Hafsteinn Hafsteinsson hjá Léttflutningum sendi mér þessa mynd og aðra til, en eftirfarandi texti fylgdi þessari: Skarpur RE 80 bíður löndunar á Þingeyri 3000kg - Sendi ég þakkir fyrir -

6728. Skarpur RE 80 með 3ja tonna afla á Þingeyri
© mynd Hafsteinn Hafsteinsson, 18. maí 2011

6728. Skarpur RE 80 með 3ja tonna afla á Þingeyri
© mynd Hafsteinn Hafsteinsson, 18. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
19.05.2011 21:30
Tjaldur SH 270
Sigurbrandur sendi mér í kvöld þessar myndir af Tjaldi SH 270 og með fylgdi þetta:
Hérna koma 2 myndir af 2158 Tjaldi SH 270. Myndin af honum á siglingu er tekin í apríl í vetur, þegar hann var samferða okkur á Örvari á leið á miðinn. Hin er tekin í Rifi á sunnudaginn, Tjaldur að leggja úr höfn rétt eftir að við komum í höfn.
Hérna koma 2 myndir af 2158 Tjaldi SH 270. Myndin af honum á siglingu er tekin í apríl í vetur, þegar hann var samferða okkur á Örvari á leið á miðinn. Hin er tekin í Rifi á sunnudaginn, Tjaldur að leggja úr höfn rétt eftir að við komum í höfn.
Ps. Þessar tvær eru tekna á gsmsímann minn, bara nokkuð góð gæði
2158. Tjaldur SH 270, í apríl sl
2158. Tjaldur SH 270, 15. maí sl. © símamyndir Sigurbrandur
Skrifað af Emil Páli
19.05.2011 21:00
Losað í síldarflutningaskip
Hér sjáum við síldarskip losa í síldarflutningaskip eins og var algengt á síldarárunum hér við land og þá sérstaklega á sjöunda áratugnum. Ekki þekki í síldarflutningaskipið, en tel að báturinn sé annar hvor tvíburanna Jörundur II RE eða Jörundur III RE. Helst mætti halda að skipið sé Þyrill ex Litlafell, en þó er yfirbyggingin ekki eins og af þeim myndum sem ég á af því skipi, þó er ljóst að nafnið er stutt.


© myndir Óskar Karl Þórhallsson


© myndir Óskar Karl Þórhallsson
Skrifað af Emil Páli
19.05.2011 20:00
Helgi Flóventsson ÞH 77



93. Helgi Flóventsson ÞH 77 © myndir Óskar Karl Þórhallsson
Smíðanúmer 257 hjá Lundströls Skips & Batbyggeri A/S, Linströl, Noregi 1962, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Yfirbyggður hjá Karlstenssens Skipsbærft, Skagen, Danmörku 1982. Stækkaður 1964.
Þann 29. ágúst 1973 kveiknaði í bátnum út af Skatárósi. M.s. Esja dró bátinn fyrst til Vestmannaeyja og síðan til Reykjavíkur þar sem hann var endurbyggður á árunum 1974-1975.
Lengdur 1986 hjá Nyköbing Mors, Danmörku. Seldur til Danmerkur í brotajárn í byrjun október 2005 og til stóð að hann myndi draga Val GK með sér á áfangastað, en er skipið voru um 130 sjómílur V. af Færeyjum í byrjun okt 2005 slitnaði Valur aftan úr bátnum og var bjargað til Færeyja en þessi hélt áfram för sinni.
Nöfn: Helgi Flóventsson ÞH 77, Sólfari AK 170, Skjaldborg RE 40, Stígandi II VE 477, Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10, Særún ÁR 400, Náttfari HF 185, Nói EA 477 og Brynjólfur ÁR 3.
Skrifað af Emil Páli
19.05.2011 19:00
Smári ÞH 59



778. Smári ÞH 59 © myndir Óskar Karl Þórhallsson
Smíðaður hjá Júlíusi Nýborg í Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar, árið 1949. Skráð sem fiskiskip til 1994 að hann var afskráður þann 30. 12. og síðan endurskráður 1996 og þá sem vinnubátur.
Eftir að hann var afskráður aftur þann 24. des.1998, lá flak bátins í fjöru neðan Reitarvegar milli Landeyjar og Þórsness, nálægt Stykkishólmi, sennilega fjarlægt þaðan á árunum 2006 til 2007.
Nöfn: Smári TH 59, Smári ÞH 59, Smári RE 59, Smári SH 121 og Smári
Skrifað af Emil Páli
19.05.2011 18:00
Húsavík

Húsavík fyrir einhverjum tugum ára © mynd Óskar Karl Þórhallsson
Skrifað af Emil Páli
19.05.2011 17:00
Keflavík fyrir tugum ára - perlur frá Óskari Þórhalls
Karl Einar Óskarsson, ökukennar, hafnarvörður og hafnsögumaður sendi mér nokkrar myndir sem hann skannaði úr myndasafni pabba síns, Óskars Karl Þórhallssonar skipstjóra, oft kenndur við Arney og fleiri báta. Þetta eru
myndir sem hann hefur tekið og eru einhverjar greinilega teknar í Noregi. Hafði Óskar veitt heimild til að ég mætti birta þær hér
Fyrsta myndir er frá Keflavíkurhöfn og síðan kemur mynd að sjálfsögðu frá Húsavík, en í þessum myndum eru margar mjög skemmtilegar, en sjón er sögu ríkari og því munum við fá að berja þær augum í kvöld og á morgun. - Jafnframt sendi ég kærar þakkir fyrir -

Mynd frá Keflavíkurhöfn, tekin á sjómannadag fyrir einhverjum tugum ára. Þarna má þekkja suma bátanna og trúlega Sambandsskipið © mynd Óskar Karl Þórhallsson
Fyrsta myndir er frá Keflavíkurhöfn og síðan kemur mynd að sjálfsögðu frá Húsavík, en í þessum myndum eru margar mjög skemmtilegar, en sjón er sögu ríkari og því munum við fá að berja þær augum í kvöld og á morgun. - Jafnframt sendi ég kærar þakkir fyrir -

Mynd frá Keflavíkurhöfn, tekin á sjómannadag fyrir einhverjum tugum ára. Þarna má þekkja suma bátanna og trúlega Sambandsskipið © mynd Óskar Karl Þórhallsson
Skrifað af Emil Páli
