Færslur: 2011 Maí

05.05.2011 13:21

Stjórnendur trúlega óvanir, en báturinn vanur

Miðað við það hvað báturinn sigldi rólega inn til Grindavíkur rétt fyrir hádegi í dag, þá hafa stjórnendur hans trúlega ekki þekkt aðstæður. En ef báturinn hefði sjálfur getað siglt, er þar töluvert annað á ferðinni, því hann hefur verið gerður út í 30 ár á Suðurnesjum, á árum áður. Raunar ber hann enn Vísislitinn, en einmitt síðasta útgerðin á Suðurnesjum, var Vísir í Grindavík.

Þau Suðurnesjanöfn sem báturinn hefur borið eru: Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95 og Sævík GK 257. Önnur nöfn sem þessi Boizenburgari hefur borið eru: Guðrún Guðleifsdóttir, ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Valur ÍS 82 og núverandi nafn er: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25.

Hér kemur smá sypra af siglingu bátsins til Grindavíkur í dag.
     971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, kemur til hafnar í Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 5. maí 2011

05.05.2011 08:02

Hrefna RE (Þór)

Hér sjáum við gamla varðskipið Þór, í leikararbúningnum sem Hrefna RE. Eru myndirnar ýmist teknar í Hvalfirði eða Gufunesi.


                 229. Hrefna (Þór) í Hvalfirði © mynd Hilmar Snorrason, í ágúst 2008


                                       Við bryggju í Gufunesi, 6. ágúst 2008


                                             Í Gufunesi © myndir Hilmar Snorrason

05.05.2011 07:00

Elding II


               7489. Elding II, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 21. ágúst 2008

05.05.2011 00:00

Hólmavíkur- og Drangsnessyrpa

Hér kemur myndasyrpa sem Jón Halldórsson sem gefur út hinn geysivinsæla vef holmavik.123.is, hefur tekið og birt á  vef sínum. Hér eru á ferðinn bátar og skip á Ströndum en þó aðallega í eða nálægt Hólmavík og Drangsnesi og eru myndirnar teknar frá 28. apríl sl. til og með 3. maí 2011


                                      2032. Ólafur Jóhannsson ST 45, 3. maí 2011


                                      2032. Ólafur Jóhannsson ST 45, 3. maí 2011


                      2307. Sæfugl ST 81, á grásleppuveiðum, 28. apríl 2011


                                                 2806. Herja ST 166, 3. maí 2011


                                              2806, Herja ST 166, 3. maí 2011


                                              6123. Rut ST 50, 30. apríl 2011


                                                    6123. Rut ST 50, 30. apríl 2011


                                6123. Rut ST 50, á Strandveiðum, 3. maí 2011


                              6599. Hamravík ST 79,  28. apríl 2011


                                                  6546. Suðri ST 99, 1. maí 2011


                     7456. Hilmir ST 1, á siglingu út af Drangsnesi, 28. apríl 2011


                 Darina, kemur með 300 tonn af rækju til Hólmavíkur, 30. apríl 2011


                               Darina, kemur til Hólmavíkur, 30. apríl 2011


                  Uppskipun á rækjunni úr Darínu, í Hólmavíkurhöfn, 30. apríl 2011

                 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is , 28. apríl - 3. maí 2011

04.05.2011 23:19

Kanadísk skúta sem sökk fyrir sjö árum í trollið hjá Oddgeiri

dv.is:

Voru staddir rétt fyrir utan Snæfellsnes þar sem skútan sökk.

Skútan sem fórst var svipuð og sú sem sést hér á myndinni.

Skútan sem fórst var svipuð og sú sem sést hér á myndinni. Mynd: Tekið af vef rannsóknarnefndar sjóslysa.

"Ég er búinn að vera fimmtíu ár á sjó eða meira og aldrei fengið flak upp," sagði Jón Sæmundsson skipstjóri á Oddgeiri EA 600 í samtali við blaðamann DV sem fékk þriggja mastra seglskútu í trollið fyrr í dag. Samkvæmt Jóni er að um að ræða skútu sem fórst 25 sjómílum suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi árið 2004. Tveir menn voru um borð og náði þyrla Landhelgisgæslunnar til þeirra. Einungis annar þeirra lifði af en hann var sautján ára gamall en 49 ára föðurbróðir hans var úrskurðaður látinn um borð í þyrlunni. Þeir höfðu verið í einn og hálfan tíma í sjónum.

"Ég held að meirihlutinn af henni hafi komið upp, en svo fór það niður aftur. Þetta var óhemjuvesen og það fóru margir klukkutímar í að losna við þetta. Seinni hluti dagsins fór allur í þetta. Svo var trollið allt í tætlum," sagði Jón skipstjóri sem telur að það sé algjör undantekning að fá skútur á borð við þessa í trollið.

Jón segir að ýmsir persónulegir munir hafi komið í trollið með skútunni sem skipverjarnir tóku og ætla að afhenda lögreglu þegar þeir koma til hafnar í Grindavík á morgun eða á föstudag. Hann segir ýmis gögn á borð við myndir og annað sýna svo ekki verði um villst að um er að ræða kanadísku skútuna sem fórst fyrir sjö árum síðan.

04.05.2011 23:14

Magni


         2686. Magni í Reykjavíkurhöfn í dag © mynd Sigurður Bergþórsson, 4. maí 2011

04.05.2011 23:00

Andrea


                     2738. Andrea, á Akranesi © mynd Hilmar Snorrason, 31. maí 2008

04.05.2011 22:39

Haffari keyptur til Reykjavíkur

Haffari sem undanfarin ár hefur verið gerður út á sjóstangaveiði og aðra ferðaþjónustu frá Akureyir hefur nú verið seldur Sérferðum í Reykjavik og er báturinn kominn suður.


       1463. Haffari, í Reykjavíkurhöfn í dag © mynd Sigurður Bergþórsson, 4. maí 2011

04.05.2011 22:00

Liljan RE 89


                   7361. Liljan RE 89, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 27. júní 2008

04.05.2011 21:00

Armana / Armana FD 207


                            Armana FD 207 © mynd Fleetwood Fishing Industry


                Armana ex FD 207, í Cape Town © mynd Hilmar Snorrason, 30. júlí 2008

04.05.2011 20:00

Guðbjörg E RE 37


              7037. Guðbjörg E   RE 37, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 4. maí 2011

04.05.2011 19:00

Laxi RE 66


                     6299. Laxi RE 66, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 4. maí 2011

04.05.2011 18:00

Æsa GK 115


                6794. Æsa GK 115, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 4. maí 2011

04.05.2011 17:00

Litli Jón KE 201


           1563. Litli Jón KE 201, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 4. maí 2011

04.05.2011 16:18

Sigrún GK 168


                7168. Sigrún GK 168, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 4. maí 2011