Færslur: 2011 Maí

03.05.2011 16:26

Lena
         1396. Lena, að koma inn til Njarðvikur úr prufusiglingu í morgun © myndir Emil Páll, 3. maí 2011

03.05.2011 14:26

Skammturinn tekinn með höndunum

Þó fáir trúi því þá er aflinn sem þeir á Rafni KE, fá á standveiðunum dreginn um borð á höndunum, þ.e. handdrifnum rúllum, en hvorki tölvu- né rafdrifnum. Engu að síður voru þeir komnir snemma í land í morgun með skammtinn og búnir að landa fyrir kl.11. Meðan flestir Suðurnesjabátarnir eru að veiðum út af Sandgerði, þá voru þeir nánast einskipa bæði í gær og í dag í góðum afla, á svæði sem er landmeginn við Rennurrnar sem svo eru kallaðar úti af Garðskaga. Aðspurðir hvort þetta sé ekki erfitt var svarið: ,,góð líkamsæfing".


          7212. Rafn KE 41, á leið inn Keflavíkina og yfir í Grófina, eftir að hafa landað í Keflavíkurhöfn fyrir kl. 11 í morgun © mynd Emil Páll, 3. maí 2011 Ef menn skoða vel má sjá handfærarúllurnar sem eru af gömlu gerðinni og því virkar fyrir handafli.
03.05.2011 13:48

Byr GK 59
    1925. Byr GK 59, á siglingu innan hafnar í Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 3. maí 2011

03.05.2011 12:23

Ráðgátan leyst

Nú er komið í ljós hvað orsakaði lekann um borð í Norðurljósi RE. Mun það vera kragi umhverfis lúgu á dekkinu, sem var þarna að gefa sig í tímana rás. Átti því allur sjór sem skettist inn á dekkið, auðvelda leið niður.


       7317. Norðurljós RE 161, í Grófinni í morgun © mynd Emil Páll, 3. maí 2011

03.05.2011 12:05

Búi GK 266


    6999. Búi GK 266, heldur til veiða frá Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 3. maí 2011

03.05.2011 08:18

Hulin ráðgáta

Nýlega var lokið við það hjá Bláfelli á Ásbrú að skipta um vél í bát þessum og síðan var hann sjósettur í Grófinni. Þaðan var ákveðið að sigla honum vestur að ég held til Ólafsvíkur. En fljótlega var vart við mikinn sjó í bátnum og honum því snúið við í Grófina. Þrátt fyrir ítarlega skoðun fannst ekki hvað orsakaði það að sjór var um borð. Eftir að búið var að losa bátinn við sjóinn var farið með hann í allskyns reynsluferðir en ekkert kom í ljós sem sýndi hvaðan sjórinn hefði komið inn í bátinn. Virðist það því með öllu vera hulin ráðgáta hvað þarna var á ferðinni. Báturinn var þó enn í morgun í Grófinni.

Hér birti ég tvær myndir sem ég tók af bátnum í Grófinni og eina eldri mynd sem Þorgeir Baldursson tók af honum í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum.
          7317. Norðurljós RE 161, í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 3. maí 2011


       7317. Norðurljós E 16, í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum © mynd Þorgeir Baldursson

03.05.2011 07:56

Átti að vera framúrstefnubátur

Það eru ekki allir sem muna eða vita það að þegar þessi bátur var á sínum tíma framleiddur hjá Plastverki framleiðslu ehf., í Sandgerði af gerðinni Örninn var talið að hér væri á ferðinni mikið undur. Báturinn var hraðfriskibátur svonefnd tvíbytna með skíði niður með síðunum, sem gerði það að verkum að hann var mjög stöðugur, rásfastur og lipur. Var bátur þessi fyrsti sinni tegundar í heiminum.

Illa gekk þó að koma honum í drift því eftir að smíði hans var hann fluttur á autt svæði í Keflavík og þar var hann í meira en hálft ár og var síðan að lokum sjósettur í Sandgerðishöfn, laugardaginn 12. október 2002 og hófst útgerð hans frá Grindavík í desember 2002. Ganghraði bátsins var um 29 sjómíla.

Fljótlega eða á árinu 2003, var hann lengdur um 2 metra hjá Plastverki framleiðslu í Sandgerði og skutgeymarnir fjarlægðir. Síðan yfirbyggður hjá Sólplasti ehf. Sandgerði 2007.

Hann er því ekki lengur tvíbytna, en sagður mjög stöðugur, rásfastur og lipur.

Báturinn hefur borið nöfnin: Örninn GK 62, Baddý GK 277, Baddý  SI 277, Baddý GK 116, Baddý RE 57 og núverandi nafn: Skjöldur RE 57.


          2545. Skjöldur RE 57, í Sandgerðishöfn í gær © mynd Emil Páll, 2. maí 2011

03.05.2011 07:15

Sandgerði í gær

Hér er syrpa af bátum sem voru að landa í Sandgerði í gær.


                                                 2746. Bergur Vigfús GK 43


                                                   2545. Skjöldur RE 57


                                                    2110. Dísa GK 136


                                                   6745. Eyja GK 305
                                     © myndir Emil Páll, 2. maí 2011

03.05.2011 00:00

Þórhalla HF 144


         6771. Þórhalla HF 144, kemur inn til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 23:07

Rafn KE 41

Flestir Suðurnesjabátarnir réru á þá slóð sem togararnir voru að mokfiska í gær, úti af Sandgerði. Þeir á Rafni gerðu það þó ekki og héldu sig fyrir innan Garðskaga, en engu að síður náðu þeir skammtinum sínum.


      7212. Rafn KE 41, að landa í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 22:04

Halldóra GK 40
    1745. Halldóra GK 40, færir sig til að lokinni löndun í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 21:00

Brynjar KE 127
      7255. Brynjar KE 127, á dóli um Sandgerðishöfn í dag, meðan beðið var eftir að komast að löndunarkrana © myndi Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 20:00

Elí GK 35
              6915. Elí GK 35, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 19:00

Sæljós GK 2


               1315. Sæljós GK 2, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 18:21

Sægreifi GK 444


        7287. Sægreifi GK 444, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 2. maí 2011