Færslur: 2011 Maí

01.05.2011 19:00

Þórkatla GK 9


             2670. Þórkatla GK 9, í Grindavík í dag © mynd Emil Páll, 1. maí 2011

01.05.2011 18:00

Auður Vésteins GK 88


         2708. Auður Vésteins GK 88, í Grindavík í dag og fjær sést í 2670. Þórkötlu GK 9, en mynd af henni kemur á eftir © mynd Emil Páll, 1. maí 2011

01.05.2011 17:00

Gísli Súrsson GK 8


      2608. Gísli Súrsson GK 8, að koma inn til Grindavíkur í dag © mynd Emil Páll, 1. maí 2011

01.05.2011 16:31

Flott mynd af Sigurbjörgu ÓF 1 vestur á Hala


         1530. Sigurbjörg ÓF 1 vestur á Hala fyrir nokkrun árum © mynd Friðþjófur Jónsson

                                     - Sendi ég honum kærar þakkir fyrir

01.05.2011 14:15

Páll Pálsson ÍS 102


        1274. Páll Pálsson ÍS 102, að koma inn til Ísafjarðar © mynd Hilmar Snorrason, 30. júní 2008

01.05.2011 11:40

Togarar út af Sandgerði í morgun

Þessar myndir tók ég á tíunda tímanum í morgun, ýmist ofan af Miðnesheiði og þá yfir húsin í Sandgerði, eða frá Sandgerðishöfn. Ekki þekki ég togaranna eða skipin, hvert fyrir sig, en samkvæmt AIS-MarineTraffic voru þessi skip þarna á þessum tíma: Oddgeir, Þórunn Sveinsdóttir, Drangavík, Berglín, Sóley Sigurjóns, Vörður, Suðurey, Gullberg, Hringur SH og einhver fleiri.
     Séð frá Miðnesheiði og Sandgerðishöfn á tíunda tímanum í morgun © myndir Emil Páll, 1. maí 2011

01.05.2011 11:30

Wilson Clyde

Eins og sést á syrpunni sem ég birti hér á eftir var skyggnið út frá Sandgerði sérstaklega gott í morgun og því mátti sjá mikinn togaraflota og flota stærri skipa. Einnig var Wilson Clyde að sigla þarna fram hjá á leið sinni til Straumsvíkur. Birti ég hér myndir af flutningaskipinu en togarasyrpan kemur aðeins síðar.


           Wilson Clyde og óþekktur togari í morgun. © mynd tekin ofan af Miðnesheiði og yfir húsin í Sandgerði.


      Wilson Clyde og gæti verið 1039. Oddgeir EA 600. Séð frá Sandgerðishöfn


        Wilson Clyde siglir fram hjá Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll. 1. maí 2011

01.05.2011 11:00

Siggi Bjarna GK 5
    2454. Siggi Bjarna GK 5, nýskveraður í höfn í Sandgerði í morgun © myndir Emil Páll, 1. maí 2011

01.05.2011 10:35

Lena keypt til Sandgerðis

Hinn fallegi eikarbátur Lena ÍS 61, hefur að undanförnu verið í klössun í Njarðvikurslipp, en er nú komin út. Báturinn sem lengi hefur verið á söluskrá hefur nú verið seldur aðilum í Sandgerði, skipstjóra og fyrirtækisaðila á staðnum.
   1396. Lena, í Njarðvikurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 1. maí 2011

01.05.2011 10:09

Bjarni SU 38

Þessi mynd komst ekki inn með myndunum í nótt, vegna einhvers tæknivandamáls og því birti ég hana hér.


               6841. Bjarni SU 38, á Mjóafirði í gær © mynd Bjarni G., 30. apríl 2011