Færslur: 2011 Maí

18.05.2011 21:44

Útgerðarfélag flytur til Njarðvíkur

Samkvæmt Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefur fyrirtækið Grímsnes ehf. hlutt lögheimili sitt frá Grindavík til Reykjanesbæjar og eru bátarnir því skráðir með heimahöfn í Njarðvík. Fyrirtækið á í dag fjóra báta, auk þess sem það kemur að útgerð enn fleiri báta eða fær af þeim afla. Bátar þeir sem fyrirtækið á, eru 89. Grímsnes GK 555, 363. Maron GK 522, 2101. Sægrímur GK 525 og 2426. Víkingur KE 10.

18.05.2011 21:39

Nýtt skip Ísfélagsins sjósett í Sjíle

mbl.is:

Nýtt skip Ísfélags Vestmannaeyja var sjósett í Sjíle í dag og því gefið nafnið Heimaey ... stækka

Nýtt skip Ísfélags Vestmannaeyja var sjósett í Sjíle í dag og því gefið nafnið Heimaey VE 1. Ljósmynd/Ísfélagið

Nýsmíði Ísfélags Vestmannaeyja í skipasmíðastöðinni ASMAR í Sjíle lauk í dag og var skipinu gefið nafnið Heimaey VE 1. Skipið er af nýrri kynslóð uppsjávarskipa, 71,1 metra lant o14,40 metra breitt. Það var sjósett í borginni Talcahuano í Sjíle. 

Heimaey VE 1 verður að sögn Ísfélagsins útbúið til nóta- og flottrollsveiða. Burðargeta þess er rúmlega 2.000 tonn í 10 tönkum, sem eru með öflugri RSW-kælingu. Við hönnun skipsins var tekið mið af því að orkunotkun yrði eins hagkvæm og kostur er með tilliti til siglinga og veiða. Meðferð aflans verður eins og best verður á kosið að sögn Ísfélagsins og aðbúnaður áhafnar til fyrirmyndar.  Skipið verður afhent fullbúið í mars á næsta ári.

Dagurinn var einnig mikill gleðidagur í skipasmíðastöðinni ASMAR því að Heimaey VE 1 er fyrsta nýsmíðin sem er sjósett þar eftir að miklir jarðskjálftar skóku Sjíle í lok febrúar í fyrra.  Í kjölfar jarðskjálftans skall mikil flóðbylgja á strönd landsins sem olli manntjóni, eyðileggingu og gífurlegu tjóni í skipasmíðastöðinni og færði hana í kaf.   

18.05.2011 21:12

Einn svona ....

Fyrst hét hún Landeyjahöfn.
Svo fylltist hún af sandi og hét þá Sandeyjahöfn.
Svo tók Herjólfur niðri og þá hét hún Strandeyjahöfn.
En núna heitir hún bara Fyrirhöfn

18.05.2011 21:00

Óli á Stað GK 99 og Þórkatla GK 9
    2672. Óli á Stað GK 99 og 2670. Þórkatla GK 9, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011

18.05.2011 20:00

Hafsvalan HF 107


        1969. Hafsvalan HF 107, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011

18.05.2011 19:00

Gísli Súrsson GK 8


          2608. Gísli Súrsson GK 8, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011

18.05.2011 18:15

Geirfugl GK 66 - nafnaskipti

Augljóslega hefur þessi fengið þetta kunnuga Grindavíkurnafn nú nýlega því aðeins er búið að setja nafnið og númerið á öðru megin.
                 7136. Geirfugl GK 66, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011

18.05.2011 17:30

Ragnar Alfreð GK 183


    1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011

18.05.2011 17:11

Flatey, frá Reykhólum
      1437. Flatey, frá Reykhólum, í slippnum í Stykkishólmi © símamyndir Bragi, 18. maí 2011

18.05.2011 10:00

Margona FR 594 ex Freyr KE og SF


                 Margona FR 594 ex 1286. á ísl. © mynd Shipspotting, ally1903

Smíðanúmer 5 hjá Stálsmiðjunni hf. Reykjavík og kom fyrst til heimahafnar í Keflavík, 7. jan. 1973. Yfirbyggður 1991.  Seldur úr landi til Skotlands 15. mars 1995. Lengdur í Skotlandi 1995 eða 1996. Sökk í Norðursjó 1999.

Nöfn: Freyr KE 98, Freyr SF 20, Freyr SF 40, Andromeda FR 594 og Margona FR 594.

18.05.2011 09:00

Lomur LK 801 ex íslenskur


            Lomur LK 801 ex 1940. í Lerwick © mynd Shipspotting. Sydney Sinclair

Þessi var smíðaður fyrir menn á Hvammstanga, í Noregi 1988 og fyrsta nafnið var Rósa HU 294, síðar Búðafell HU 294, Búðafell SU 90 og Lómur HF 177. Skipið var selt til Skotlands 1994.

18.05.2011 08:18

Akranes


         Akranes, frá Færeyjum í Klakksvík © mynd Hilmar Snorrason, í ágúst 2006

18.05.2011 07:38

Alson Kay LK 57
    Alson Kay LK 57, norður af Shetlandi © myndir Shipspotting, Jonathan Leask, í jan. 2002

18.05.2011 00:00

Karelía FIN 133 K ex Sjávarborg GK 60

Hér sjáum við nýlegar myndir af fyrrum Sjávarborg GK 60, en þessar eru af skipinu í Finnlandi, áður var það í Svíþjóð og síðan hérlendis.

 Karelía FIN 133 K ex Sjávarborg GK 60 © myndir Shipspotting, Folke Österman, 27. júní 2008


      Karelía FIN 133 - K, ex 1586. Sjávarborg GK 60, á Baltic-hafi © mynd Shipspotting, Michael, 24. janúar 2009

17.05.2011 23:00

Var ekki búið að farga þessum?

Stundum rekast menn á eitt og annað sem er merkilegra en annað, nú í seinni tíð. Sigurbrandur rakst t.d. á þennan bát, á vagni á Rifi. Bát sem hann taldi að væri búið að farga fyrir löngu, enda löngu farinn út af skipaskrá.


         Þennan rakst Sigurbrandur á óvænt á Rifi og taldi að það ætti að vera búið að farga honum fyrir löngu © mynd af 1654, Sigurbrandur á Rifi, 17. maí 2011