Færslur: 2011 Maí

02.05.2011 16:30

Sæfari ÁR 170


           1964. Sæfari ÁR 170, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 27. júní 2008

02.05.2011 15:00

Happasæll KE 94
         13. Happasæll KE 94, að koma inn til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 14:30

Þórhalla fyrst strandveiðibáta í Keflavík

Þórhalla HF 144, kom inn rétt fyrir kl. 13 í dag og er að mér skilst fyrst strandveiðibáta til að landa í Keflavík á þessu úthaldi sem hófst á miðnætti. Hafi einhver komið á undan henni, þá hefur hann farið ansi vel framhjá mér. Birti ég nú nokkrar myndir af bátnum er hann kom inn til Keflavíkur, en fleiri myndir af honum og þá meiri nærmyndir birti ég um miðnætti í nótt.
     6771. Þórhalla HF 144, kemur inn til Keflavíkur í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 12:25

Ósk KE 5


                   1855. Ósk KE 5, í Keflavíkurhöfn © mynd Hilmar Snorrason, 18. júní 2008

02.05.2011 10:23

Eyrún


                        1541. Eyrún, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 5. júní 2008

02.05.2011 09:00

Samherji kaupir Brim hf. á Akureyri fyrir 14,5 milljarða

Vísir.is:

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að viðskiptin séu vissulega tilfinningalegs eðlis enda liggja rætur Samherja á Akureyri.

Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum, ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE 205, veiðiheimildir í þorski, ýsu, steinbít og skarkola, samtals 5.900 þorskígildistonn.

Þorsteinn segir að samanlagðar veiðiheimildir Samherja og ÚA séu talsvert undir leyfilegu hámarki í einstökum tegundum og í heild samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða.

Starfsmenn Brims á Akureyri og á Laugum eru um 150. Haldinn verður fundur með starfsmönnum í dag, til að kynna þeim þessar breytingar.

Samherji leggur fram eigið fé til kaupanna að fjárhæð 3.600 milljónir, sem að hluta er fjármagnað með sölu erlendra eigna. Landsbankinn fjármagnar 10.900 milljónir af kaupverðinu og verður viðskiptabanki nýs félags.

Þorsteinn segir í tilkynningu að þrátt fyrir óvissu um stjórn fiskveiða hafi stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist skapa sjávarútveginum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. "Við höfum ávallt haft trú á sjávarútveginum. Þess vegna höfum við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þennan rekstur. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun felur í sér nokkra áhættu en við teljum okkur ráða við hana, ekki síst vegna þess að afkoma af starfsemi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu. Í ljósi yfirlýsinga stjórnvalda gerum við ráð fyrir að geta haldið áfram þeirri starfsemi sem nú er hjá fyrirtækinu og tryggt afkomu starfsfólks okkar," segir Þorsteinn.

Samherji rekur öfluga útgerðarstarfsemi, landvinnslu og fiskeldi á Íslandi og er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Fyrir á Samherji viðamikla landvinnslu í Dalvíkurbyggð.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

02.05.2011 08:39

Von GK 113

Þessa syrpu tók ég í morgun  af bátum er hann var á útleið frá Keflavík, eftir stutta viðdvöl þar, að mér sýndist til að taka beitu. Myndirnar sýna hann sigla út Stakksfjörðinn og eru teknar frá Vatnsnesvita
    2733. Von GK 113, á leið út Stakksfjörðinn í morgun © myndir Emil Páll, 2. maí 2011

02.05.2011 07:30

Mokveiði á hryggningaslóð

Myndasyrpan sem ég tók í gærmorgun af togurum út af Sandgerði er í raun sorgarsaga. Þarna voru komnir 13 svokallaðir minni togarar á svæðið og var mokveiði, svo góð að sumir sprengdu belgi og poka. Uppistaða  var hryggningaþorskur. Þessi ummæli mátti lesa á öðrum síðum.
Sé þetta rétt er það í raun sorgardagur, að skafa svona upp á hryggningaslóð, um leið og banni við veiðum er létt af.
Hér birti ég eina af þessum myndum en í gær birtust margar myndir svo og nöfn skipa sem þarna voru á þeim tíma.


         Togarar út af Sandgerði í gærmorgun. Fleiri myndir birti ég í gær © mynd Emil Páll, 1. maí 2011 

02.05.2011 07:00

Ígull HF 21

              1499. Ígull HF 21, í Reykjavíkurhöfn © mynd Hilmar Snorrason, 16. júní 2008

02.05.2011 00:00

Faxi RE 9
            1742. Faxi RE 9, í Færeyjum © myndir Hilmar Snorrason, 27. apríl 2008


               1742. Faxi RE 9, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 19. maí 2008


                   1742. Faxi RE 9, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, í mars 2009

01.05.2011 23:00

Pétur afi SH 374


                            1470. Pétur afi SH 374, í Ólafsvík © mynd Hilmar Snorrason

01.05.2011 22:00

Egill Halldórsson SH 2


           1458. Egill Halldórsson SH 2, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2006

01.05.2011 21:00

Magnús SH 205


                 1343. Magnús SH 205, út af Snæfellsnesi © mynd Hilmar Snorrason


    1343. Magnús SH 205 að koma inn til Rifshafnar © mynd Hilmar Snorrason, 11. mars 2010

01.05.2011 20:00

Ólafur Bjarnason SH 137


    1304. Ólafur Bjarnason SH 137, að koma inn til Ólafsvíkur © mynd Hilmar Snorrason, 18. júní 2008


       1304. Ólafur Bjarnason SH 137, í Ólafsvík © mynd Hilmar Snorrason, 11. feb. 2010

01.05.2011 19:10

Arnarstapi: Strandveiðar að hefjast

Hér er mynd frá Arnarstapa, sem Gísli Gíslason tók um kl. 17 í dag, en þó nokkrir bátar eru komnir þangað og ætla að gera út þaðan núna þegar strandveiðarnar eru hafnar en þær byrja á miðnætti í kvöld.
Að sögn Gísla var Bongó blíða þar í dag.


     Frá Arnarstapa í dag í bongó blíðu, en Strandveiðar hefjast á miðnætti © mynd Gísli Gíslason, 1. maí 2011