Færslur: 2011 Maí

17.05.2011 22:00

Bjarni Jó SH 802

                       1633 Bjarni Jó SH 802 í Rifi © mynd Sigurbrandur, 17. maí 2011

17.05.2011 21:01

Örvar SH 777 að koma að landi

Sigurbrandur sendi mér þessar myndir og fleiri sem birtast í kvöld. Þessar tvær sýna Örvar SH 777 koma að landi sl. sunnudag og er það eiginkona hans Rannveig Jóhannsdóttir sem tók myndirnar, enda hann um borð.
    2159. Örvar SH 777, að koma að landi sl. sunnudag © myndir Rannveig Jóhannsdóttir, 15. maí 2011

17.05.2011 20:00

Í skrautlegum litum

Það er ekki annað hægt að segja en að þessi bátur er málaður skrautlegum litum.


                  KREIZ AN AOD GY 898472 © mynd Shipspotting, Jacklor, 29. júlí 2006

17.05.2011 19:00

HSS

Þó þessi mynd hafi lítið með skip og báta að gera, birti ég hana samt, því mér var bent á að prufa ákveðið trix, varðandi biluðu linsuna mína og tók þá þetta óvanalega sjónarhorn af Sjúkrahúsi Heilbrigðisstofunar Suðurnesja. Hvað sem því líður þá virkaði linsan betur en áður, en svo er spurning hvað það gengur lengi.


         Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS, bakhlið © mynd Emil Páll, 17. maí 2011

17.05.2011 18:00

Jökull SK 16 á snúningnum

Eitthvað voru þeir að prufa á Jökli SK 16 í Njarðvíkurhöfn í dag, því þeir voru einungis með bátinn bundinn að aftan og snérust síða til og frá í höfninni. Tók ég við það tækifæri þessar myndir.               288. Jökull SK 16, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2011

17.05.2011 17:49

Landfesti slitnaði og dekk rifnuðu

bb.is:

Skipið keyrði stefnið upp í bryggjuna til að komast að landi.
Skipið keyrði stefnið upp í bryggjuna til að komast að landi.
Dekk sem verja skip og bryggju rifnuðu.
Dekk sem verja skip og bryggju rifnuðu.
Smávegis sá á stefni skipsins eftir átökin.
Smávegis sá á stefni skipsins eftir átökin.
Sjónarvottar sem staddir voru við Sundahöfnina á Ísafirði í morgun er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, MV Athena, lagðist að bryggju, leist ekkert á blikuna er sterk vindhviða skall á skipinu. Keyra þurfti stefni skipsins upp að bryggjunni til að stoppa rek þess og við það slitnaði landfesti og gúmmídekk á bryggjukantinum rifnuðu. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, segir enga hættu hafa verið á ferðum. "Það var svolítill vindur og þetta er gamalt skip og ekki eins gott í snúningum eins og nýrri skip en þetta gekk allt samkvæmt áætlun. Þetta lítur allt öðruvísi út en þegar það er logn og blíða en þetta gekk allt vel."

Guðmundur segir að það stefni í spennandi sumar hjá hafnarstarfsmönnum en eins og fram hefur komið er metþátttaka í skemmtiferðaskipakomum til Ísafjarðar í ár.

17.05.2011 17:00

Steinunn SH 167

Eitt af sumarboðunum sem við hér suður með sjó höfum, er það þegar sá stór glæsilegi bátur Steinunn SH 167, kemur til Njarðvíkur. Það er árlegur viðburður á þessum tíma og er báturinn tekinn upp í Njarðvikurslipp þar sem dittað er af honum og stundum eitthvað endurbætt eða gert betur og segja gárungarnir fyrir vestan að hann sé þar með kominn á hilluna, því hann er oftast þar fram undir haustið. En hvað sem öllu líður, þá er bátur þessi hreinasta mubbla að innan sem utan og eigendum vel til sóma.
         1134. Steinunn SH 167, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2011

17.05.2011 16:39

Valgerður BA 45


              2340. Valgerður BA 45, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2011

17.05.2011 15:07

Laxfoss í hergagnaflutningum

Flutningaskipið Laxfoss kom í morgun til Helguvíkur með hergögn og annan búnað fyrir norska flugherinn og því virðist allt benda til þess að Norðmenn verði næst með loftrýmiseftirlitið, hér við land


                   Laxfoss í Helguvík, í morgun © mynd Emil Páll, 17. maí 2011

17.05.2011 12:00

Eyrún ÁR 66


    2476. Eyrún ÁR 66, í Portsmouth © myndir Shipspotting,
Cris Hunsicker, 2. sept. 2006. Trúleg er nýbúið að afhenda
hana þarna til nýrra eigenda í Englandi

17.05.2011 11:32

Smábátar á Tálknafirði 14. maí 2011


                                             Smábátar á Tálknafirði


                                        6947. Assa BA 239 o.fl., á Tálknafirði


                  7354. Gyða BA 277 © myndir Sigurður Bergþórsson, 14. maí 2011

17.05.2011 09:00

Sandvik HM 123 ex íslensk smíði og útgerð


     Sandvik HM 123 ex 1944. í Hansholm © mynd Shipspotting, Ole Christensen, 9. júní 2005

Smíðanúmer 49 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri árið 1988. Báturinn stóð á stokkunum í þrettán ár í bragga sem var staðsettur ofan við Hjalteyrargötu á Akureyri, gengt Slippstöðvarhúsinu, norðanverðu. Þaðan var hann dreginn fullbúin ná járnplötu suður fyrir Slippsstöðvarhúsið, neður með slippvagninum og inn í vagninn og sjósettur. Þegar báturinn sigldi frá stöðinni var hann háfermdur af krabbagildrum, sem krabbinn átti að synda inn í og var honum þá allar útgönguleiðir ófærar. Þetta er að sögn Árna Björns Árnasonar, á Akureyri sem sagði mér þessa sögu, eini báturinn sem smíðaður hefur verið hérlendis til slíkra veiða. Það gekk þó ekki upp.

Í árslok 2000 var báturinn tekinn á land í Kópavogshöfn og var þar fram til sept. 2001. Hann var síðan afskráður 27. sept. 2004, en þann dag var hann seldur til Damerkur.

Á ferli sínum hefur hann þó borið eftirfarandi nöfn: Bjarnveig RE 98, Tjaldanes ÍS 522, Tjaldanes II ÍS 522, Von SF 1, Von SF 101, Afturelding, Aðalvík BA 109 og nafnið í Danmörku: Sandvik HM 123, en hann er í eigu íslendinga búsetta þar í landi.

17.05.2011 08:27

Valberg VE 10


     127. Valberg VE 10, í Hanstholm, Danmörku © mynd Shipspotting, Ole Christensen, 1. sept. 2006

17.05.2011 07:18

Þorbjörn og flakið á Kinnabergi

Ég hef lengi ætlað mér að komast  loks niður á Kinnaberg á Reykjanesi  til að ná mynd af restinni af laki Þorbjarnar RE 36 sem fórst þar fyrir mörgum árum ásamt 5 mönnum. Í gær tóks það en þá kom hinsvegar í ljós að stykkið sem ég hafði frétt af, hefur brotnað meira og steypan og vélarboltar eru farnir úr böndunum en eftir er smá stykki ca 3m2 og liggur hátt uppi á Kambinum eftir ofsaveðurinn sem hafa gengið yfir í vetur. Hér sjáum við því restina af flakinu og síðan birti ég mynd af bátnum eins og hann leit út áður og undir myndunum segi ég aðeins sögu hans.


                        Restin af flaki Þorbjarnar RE, eins og það leit út í gær


       915. Þorbjörn ÍS 81, í Reykjavíkurhöfn © mynd Snorri Snorrason

Smíðaður í Danmörku 1950, keyptur hingað til lands 1954 og bar aðeins tvö nöfn: Þorbjörn ÍS 81 og Þorbjörn RE 36

Báturinn fékk togvír í skrúfuna og rak á land og ónýttist við Kinnaberg á Reykjanesi, 25. ágúst 1965. Fimm menn fórust og einn bjargaðist.

17.05.2011 00:00

Kópanes RE 270 / Loretta FH 718

Smíðaður í Portúgal og innfluttur hingað rétt rúmlega ársgamall, þ.e í okt. 1986. Nöfn: Mestro Manuel Casqueira, Þrymur BA 7, Látravík BA 66, Guðmundur Péturs ÍS 45, Guðmundur Péturs GK 450, aftur Guðmundur Péturs ÍS 45, Guðmundur Péturs RE 42, Kópanes RE 270 og eftir að hafa verið seldur til Bretlands í júní 2003, en gerður út frá Vigó á Spáni, hét hann og heitir: Loretta FH 718


        1753. Kópanes RE 270, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, í janúar 2003


       Loretta FH 718, ex 1753, Kópanes RE 270, í Vigó á Spáni © mynd Shipspotting, J. B. Muniz, 7. jan. 2007


     Loretta FH 718, í Vigó © mynd Shipspotting, Angel L. Godar Moreira, 24. jan. 2008


         Loretta FH 718, í Vigó © mynd Shipspotting, J. B. Muniz, 7. mars 2008


      Loretta FH 718, í Vigó © mynd Shipspotting, Javler Alonso Castro, 12. maí 2009


     Loretta FH 718, í Vigó © mynd Shipspotting, Javler Alonso Castro, 29. des. 2009


     Loretta FH 718, í Vigó, Spáni © mynd Shipspotting, Angel Luis Godar Moreira,  2. ágúst 2010