Færslur: 2011 Maí

30.05.2011 15:19

Kópur HF 111

Tek hér smá forskot á sæluna, því þessi og annar til verða sjósettir síðar í dag.
     7696. Kópur HF 111, í húsakynnum Bláfells ehf., í Ásbrú © myndir Emil Páll, 30. maí 2011

30.05.2011 14:22

Guldrangur ex Sindri VE 60

Þessi mynd er trúlega tekin árið 2001, því þarna er búið að merkja hann rússneskri merkingu, en það ár var hann seldur frá Færeyjum þar sem hann hafði borið nafni Guldrangur, en að mig minnir var hann seldur frá Vestmannaeyjum til Færeyja 1997, en til Eyja kom hann 1995 og fékk þá nafnið Sindri VE 60. Áður hét hann Snekkar Nordic


    Guldrangur ex 2248. Sindri VE 60, hér orðinn rússneskur © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 2001 

30.05.2011 13:19

Enn er hikað

Enn virðast þeir sem eiga flakið af Halldóri Jónssyni, hika. því áherslan er aðeins á að fjarlægja járnið úr bátnum. Hann er hinsvegar það illa ónýtur að nánast allt dekkið og meira til fór með járninu. Í hádeginu var aðeins vélin og spilið eftir af járntengdu og síðan kemur í ljós hvort menn fá að ráðast á tréverkið, eða hvort menn ætli sér virkilega að varðveita þetta ométna og grautfúna skip.


                    Hérna er verið að fjarlæja lúgukarminn, en möstrin farin


                              Stýrishúsið komið af bátnum


   Aðeins spilið og vélin eftir, en líka lítið af þilfarinu © myndir Emil Páll, 30. maí 2011

30.05.2011 13:15

Örn KE 14 í Njarðvík


           2313. Örn KE 14, í Njarðvik í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 30. maí 2011

30.05.2011 13:00

Þerney RE 101


                      2203. Þerney RE 101 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 1998

30.05.2011 09:58

Halldór Jónsson felldur

Þrátt fyrir áhuga ýmsra um að varðveita fyrrum Halldór Jónsson SH í Njarðvíkurslipp var hafist handa um að kurla hann niður í morgun. Hér birti ég myndasyrpu með alls 12 myndum sem teknar voru er báturinn var felldur upp úr kl. 9 í morgun. Við það verk kom í ljós hversu ónýtur báturinn var því þrátt fyrir að dekk væru undir til að taka fallið, brotnaði hann í miðju.


             Grafan setur í festu svo hægt sé að taka tjakkana undan bátnum á þeirri hlið sem hann á að falla


                    540. ex Halldór Jónsson SH 217, ein af síðustu myndunum sem teknar eru af þeim báti


                Hér er allt tilbúið, tjakkarnir komnir undan og framundan er að fella hann


                                                    Fallið hafið...


                                    ... og áfram fellur hann á fáum sekúntum...


                                               ... og kominn til jarðar


                                     Hér lyfir hann sé aðeins upp aftur...


                                      Svona stoppaði hann


                                        Jón Pálsson skoðar aðstæður


                   Stefán Sigurðsson og aðrir frá slippnum skoða bátinn


                    Þó það sjáist ekki á myndinni gekk þilfarið upp framan við húsið er báturinn brotnaði í miðju við fallið.


               Svona leit hann út er niðurbrotið hófst, en  meira um það síðar
                                            © myndir Emil Páll. 30. maí 2011

30.05.2011 09:00

Málmey SK 1


                  1833. Málmey SK 1 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 1998

30.05.2011 07:30

Skútan Elding

Þá er það skútan Elding sem er í eigu Hafsteins Jóhannssonar frá Akranesi og hann hefur farið víða á m.a. komið á henni hingað til lands, þó hún sé skráð í Noregi. Þessar myndir tók Magnús Þór Hafsteinsson af skútunni í Bergen í Noregi, fyrir einhverjum árum.


                           Elding í Bergen í Noregi


    Bergen í Noregi, skútan fyrir miðri mynd er Elding © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

30.05.2011 00:00

Höfrungur III AK 250 og Ýmir HF 343

Myndasyrpa þessi snýst um það þegar Höfrungur III kom Ými HF til hjálpar, vegna vélabilunar í þeim síðarnefnda. Myndirnar eru frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni, en teknar af Gunnari Frey Hafsteinssyni og þó engin tímasetning sé á þeim er ljóst að þær eru nokkuð gamlar, því Höfrungur III er þarna í litum HB&co á Akranesi. Það er því ekki búið að setja hann í flokk með HB-Grandaskipunum eins og hann er í dag.
               1880. Ýmir HF 343, bíður eftir drætti frá 1902. Höfrungi III AK 250
                                            

                                             Festu komið á milli skipa


                                                      Dráttur hafinn


                                               1902. Höfrungur III AK 250
           © myndir Gunnar Freyr Hafsteinsson, úr safni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar

29.05.2011 22:42

Fallegir voru þeir í eina tíð

Þorgrímur Aðalgeirsson sendi mér þessar myndir og fygldi með þessi texti:
Hér koma 3 norskir og  2 A-þýskir ekki mjög líkir upprunnanum og fallegri voru þeir. Finnst Þorgrími að breytingin á Keflvíkingi hafi tekist best af þeim Austur-Þýsku, því skipslínan heldur sér.


                                   967. Keflvíkingur KE 100 © mynd ÞA


                                      233. Júlli Dan GK 197 © mynd ÞA


                                     1036. Sléttanes ÍS 848 © mynd ÞA


                                           11. Sandafell SU 210 © mynd ÞA


                                           252. Sæberg SU 9 © mynd ÞA

29.05.2011 22:00

Sæþór AK 7


   1779. Sæþór AK 7 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

29.05.2011 21:00

Einn norskur sem borið hefur sex ísl. nöfn


                    Hér heitir báturinn Fjordfanst og er hér í Bergen í Noregi, einhvern tímann á tíunda áratug síðustu aldar © mynd Magnús Þór Hafsteinsson. Framleiddur í Noregi 1983 og innfluttur til Íslands 1999 og hefur til dagsins í dag borið eftirfarandi nöfn: Skarðanúpur BA, Margrét AK, Tumi BA, Addi á Gjábakka VE, Háborg HU og núverandi nafn er: Andey HU

29.05.2011 20:00

Háhyrningur


    7320. Háhyrningur, á Sjómannadaginn á Akranesi, árið
 2000 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
 

29.05.2011 19:00

Draupnir SH 74 og Straumur II SH 61


        6200. Draupnir SH 74 og 6147. Straumur II SH 61, á Arnarstapa fyrir einhverjum árum © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

29.05.2011 18:00

Bára KE 131


          7298. Bára KE 131, í Grófinni í dag © mynd Emil Páll, 29. maí 2011