Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 11:18

Togarar í Klakksvík


            Togarar í Klakksvík, í Færeyjum © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

31.05.2011 09:00

Frá Færeyjum
              Frá Færeyjum um síðustu aldarmót © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

31.05.2011 08:34

Halldór Jónsson allur

Svona leit flakið af fyrrum Halldóri Jónssyni SH 217, út í Njarðvíkurslipp rétt fyrir kl. 8 í morgun. Segja má því að kraftur sé í þeim Furu-mönnum sem sjá um að brjóta hann niður og setja jafnóðum í gáma, þannig að ekkert drasl er á staðnum.
         Restin af 540. ex Halldóri Jónssyni SH 217 um kl. 8 í morgun © myndir Emil Páll, 31. maí 2011

31.05.2011 08:27

Sjósettir í nótt

Bláfellsmenn náðu að sjósetja Fönix ST og Kóp HF á morgunflóðinu eða einhvern tímann nálægt kl 5 í morgun 
     7694. Fönix ST 5 og 7696. Kópur  HF 111 í Grófinni, rétt fyrir kl. 8 í morgun © myndir Emil  Páll, 31. maí 2011

31.05.2011 07:00

Valdimar AK 15


  626. Valdimar AK 15 í Akraneshöfn fyrir einhverjum áratugum
                          © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

31.05.2011 00:00

Fönix og Kópur tilbúnir til sjósetningar

Í Grófinni í Keflavík bíða nú tveir nýir bátar, eftir sjósetningu sem annað hvort fer fram á morgunflóðinu eða síðdegisflóðinu á morgun.

Bátar þessir eru báðir framleiddir frá grunni hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú og eru þeir fyrstu sem sjósettir eru þaðan sem nýsmíði. Ekki eru þeir alveg eins, en Fönix er af gerðinni Sómi 797 og er með Volvo-vél, en Kópur er af gerðinni Sómi 695 og er með Nanní-vél. Báðir mundu þeir fara nú á strandveiðar, en einnig er ráðgert að gera Kóp út til sjóstangaveiða með ferðamenn.

Hér kemur myndasyrpa af því þegar komið var með bátanna í Grófina.


      Bátarnir dregnir á kerrum frá Ásbrú og niður í Gróf, f.v. 7694. Fönix ST 5 og 7696. Kópur HF 111


                                     7694. Fönix ST 5, af gerðinni Sómi 797


                       8697. Kópur HF 111, af gerðinni Sómi 695


             Halda mætti af þessari mynd að Fönix væri með óvenjulega öflugt mastur og búmu, en svo er ekki heldur er þetta mastrið og búman af Baldri KE, sem bera þarna í


                       Það er mastrið og bóman af Baldri KE, sem ber þarna við
           7694. Fönix ST 5 og 7696. Kópur HF 111, bíða sjósetningar í Grófinni © myndir Emil Páll, 30. maí 2011

30.05.2011 23:21

Ein í viðbót af Þórshamri

Við birtingu á syrpunni um Þórshamar hér fyrir neðan urðu þau mistök að þessi mynd kom ekki með og því birti ég hana nú sér, auk þess sem ég set hana í syrpuna, á réttan stað.


                              1501. Þórshamar GK 1501 © mynd ÞA

30.05.2011 22:48

Þórshamar GK 75

Þorgrímur Aðalgeirsson sendi mér nokkrar myndir af Þórshamri GK. úr safni mínu, í framhaldi af orðaskipum sem við höfðum í töluvupósti um breytingar á bátum sem hann sendi mér í gær og ég birti í gær.  Gefum honum orðið: Þórshamar fór í gegnum miklar breytingar - byrjunin var þrælgóð þ.e. skyggni á brú og útsláttur á skutinn. Þessar myndir sýna vel þær breytingar.  Síðasta breytingin var hrein hörmung - að vísu flott brú, en hlutföll með ólíkindun.   Athyglisvert að hann var upphaflega með tvær nótaskúffur, sem ég tel að skip af þessari stærðargráðu hafi ekki verið með í íslenska flotanum. Þá sýnir ein myndin að hann hefur verið græjaður á síðutroll .  Upphaflega var Þórshamar byggður fyrir Færeyinga og þeir greinilega verið með þessa útfærslu. - Færi ég Þorgrími þakkir fyrir þetta og hér koma myndirnar sem fylgdu þessu.
                    1501. Þórshamar GK 75, á ýmsum stigum © myndir ÞA

30.05.2011 22:03

Elliði GK 445


                 2253. Elliði GK 445, á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

30.05.2011 21:27

Fönix og Kópur

Þessir tveir bátar standa nú uppi í Grófinni og bíða sjósetningar. Nánar um það á miðnætti í kvöld, og margar fleiri myndir að komu þeirra í Grófina í kvöld.


              7696. Kópur HF 111 og 7694. Fönix ST 5, ofan við Grófina í Keflavík í kvöld - Nánar á miðnætti © mynd Emil Páll 30. maí 2011

30.05.2011 20:40

Furumenn snöggir að því

Það er óhætt að segja að þeir hjá Furu séu ekkert að tvínóna við hlutina, a.m.k. gengur þeim vel að tæta fyrrum Halldór Jónsson niður og síðan segir sagan að næst verði það gamli Reynir GK, sem notaður var sem Breki í kvikmyndatökunni og að endingu fjúki líka Sigurvin GK sem staðið hefur uppi í slippnum all lengi.
Með Sigurvin og Halldór Jónsson er nokkuð skondið að í raun voru þeir báðir skráðir úr landinu vegna sölu erlendis en urðu þó eftir hér.
    Í Njarðvíkurslipp rétt fyrir kl. 17 í dag.  Á þessari mynd og þeirri fyrir ofan sjást báðir hinna bátanna sem næstir eru í tætinguna © myndir Emil Páll, 30. maí 2011

30.05.2011 19:19

Góð syrpa frá Neskaupstað

Bjarni Guðmundsson sendi þessa miklu syrpu sem hann tók í dag á Neskaupstað. Fylgdi með þessi texti:

Sendi nokkrar myndir af smábátahöfninni en það er verið að endurnýja flekana nýju flekarnir eru steyptir hér í bæ Bjartur NK var að landa rúmum 100 tonnum í dag einnig er verið að skipa út mjöli í Havfrakt svo sést í Ingu NK en henni er verið að breyta á rækju fyrir norska kaupandann. Hafþór SU hefur verið seldur héðan og er farinn ég veit bara ekki hvert. Kv. Bjarni G.
                     © myndir frá Neskaupstað, Bjarni G., 30. maí 2011

30.05.2011 18:00

Örn KE í slipp


           2313. Örn KE 14, í Njarðvíkurslipp nú síðdegis © mynd Emil Páll, 30. maí 2011

30.05.2011 17:44

Valgerður BA 45


      2340. Valgerður BA 45, komin niður úr Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 30. maí 2011

30.05.2011 15:37

Sléttbakur ekki Harðbakur

Í morgun birti ég þessa mynd og trúði ljósmyndaranum um að þetta væri Harðbakur, en síðan hafði einn vinur minn samband við mig og benti mér á að þetta væri Sléttbakur og birti ég hann því nú aftur en hennti hinni færslunni út.


                        1351. Sléttbakur EA © mynd Magnús Þór Hafsteinsson