Færslur: 2011 Maí

10.05.2011 16:12

Bannað að framselja varanlegar aflaheimildir

visir.is:

Bannað að framselja varanlegar aflaheimildir

Í frumvarpi því um breytingar á kvótakerfinu sem sent verður þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna er alfarið bannað að framselja varanlegar aflaheimildir. Áfram verður hinsvegar hægt að framselja leigukvóta, það er kvóta til eins árs.

Aðrar helstu breytingar, samkvæmt heimildum fréttastofu, eru að útgerðir leigi út aflaheimildir til 15 ára í senn með möguleika á að endurnýja leigusamningana þegar tímabilið er hálfnað.

Þá er gert ráð fyrir að veiðigjaldið hækki um helming og fari í 5 milljarða kr. á ári. Af þessum 5 milljörðum er gert ráð fyrir að sjávarútvegsbyggðir um allt landið fái 30% eða 1,5 milljarð kr. í sinn hlut.

Sérstök ákvæði eru um svokallaða potta í frumvarpinu. Þannig er gert ráð fyrir að 8% kvótans fari í byggðapott eða kvóta sem úthlutað er til sjávarplássa á landsbyggðinni. Hlutfall þessara potta verði svo aukið í 15% á næstu fimmtán árum.

10.05.2011 15:23

Kom með slasaðan sjómann til Keflavíkur

Norski togarinn Nordstar kom í dag með slasaðan sjómann til Keflavíkur og tók mann í hans stað. Ekki kom togarinn þó að landi, heldur voru mennirnir ferjaðir milli skips og lands.
                 Nordstar á Stakksfirði í dag © myndir Emil Páll, 10. maí 2011


                            Nordstar © mynd af MarineTraffic, frá 21. maí 2007

10.05.2011 14:47

Fallegt nafn

Í morgun rakst ég á þennan nafna minn í Grindavík, en hann er þó ekki sá eini sem heitir þessu nafni, því á Borgarfirði eysti er nafni hans og míns einnig en sá er nokkuð stærri en þessi, enda þilfarsbátur.


                       Emil, í Grindavík í morgun © mynd Emil Páll, 10. maí 2011

10.05.2011 13:41

Tómas Þorvaldsson og Valdimar


          1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 og 2354. Valdimar GK 195, í Grindavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 10. maí 2011
  

10.05.2011 12:03

Jóhanna ÁR 206
        1043. Jóhanna ÁR 206, í Njarðvikurslipp rétt fyrir hádegi, ný skverðuð og búið að laga stefnið og sjálfsagt eitthvað fleira © myndir Emil Páll, 10. maí 2011

10.05.2011 09:26

Myndir frá Faxagenginu


Sæbjörgin nýmáluð og fín.

Hvalaskoðunarbátarnir Elding og Andrea að sigla inn hafnarkjaftinn.

Hvalaskoðunarbáturinn Rósin var líka á ferðinni.

Faxi RE-24 enn eitt túristafleyið í Reykjavík.

                            © myndir Faxagengið, 9. maí 2011

10.05.2011 09:00

Leki kom að báti skammt frá Grundarfirði

 Skessuhorn í gær:

 

Leki kom að bátnum Atlasi SH 660 síðdegis í dag þar sem hann var staddur skammt frá Grundarfirði. Bátsverjum tókst að sigla til hafnar þar sem Slökkvilið Grundarfjarðar dældi úr bátnum meðan beðið var eftir krana frá Ólafsvík sem gæti lyft honum á land. Þannig var komið í veg fyrir að báturinn færi á kaf, en hann var töluvert farinn að hallast þar sem hann lá við bryggju. Gat reyndist hafa komið á botn bátsins.


              Atlas SH 660, tekinn á land í Ólafsvík í gær © mynd úr Skessuhorni

10.05.2011 08:38

Stella GK 23


             2669. Stella GK 23, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 9. maí 2011

10.05.2011 07:26

Kópur GK 158


                6708. Kópur GK 158, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 9. maí 2011

10.05.2011 00:35

British Security, Magni og Hamar

Mikið var það þæginleg tilfinning í kvöld þegar olíuskipið var að koma í Helguvík og ég mætti með bilaða myndavél, að Guðmundur Falk var þar staddur og tók strax vel í það að fæða mig með myndum af komu skipsins til Helguvíkur. Því þar fór saman góður ljósmyndari og góð tæki og því sendi ég Guðmundi kærar þakkir fyrir aðstoðina og hér sjáið þið árangurinn. En hafa ber í huga að myndirnar af skipinu er það nálgast Helguvíkina, eru teknar eftir að farið var að rökkva eða á ellefta tímanum í kvöld.


        British Security, nálgast Stakksfjörðinn, en eins og margir vita hefst hann við Hólmsbergsvita


     Hér er það 2489. Hamar sem siglir á móti skipinu með hafnsögumann og vitinn er að sjálfsögðu Hólmsbergsviti


           Hér er skipið komið inn fyrir Hólmsbergsvita og 2489. Hamar er utan á því 


             Hér gnæfir yfirbygging skipsins upp fyrir olíubryggjuna í Helguvík


               British Security kemur fram undan sjóvarnargarðinum í Helguvík og 2489. Hamar fylgir með því


                2686. Magni og 2489. Hamar farnir að snúa skipinu svo hægt sé að draga það aftur á bak inn í Helguvík


       Sama og á myndinni fyrir ofan og þarna tekur 2868. Magni hressilega á


                                      2686. Magni togar í British Security


                    2868. Magni togar olíuskipið aftur á bak inn í Helguvíkina


            Hér hjálpast 2686. Magni og 2489. Hamar við að koma skipinu að bryggju


                  2686. Magni (nær) og 2489. Hama (fjær) ýta á British Security


                                                     2686. Magni


                                                        2489. Hamar
                                     © myndir Guðmundur Falk, 9. maí 2011

10.05.2011 00:00

Jóhanna GK 86

Ég fylgst með því þegar báturinn var hífður upp af Jóni & Margeiri, í Sandgerðishöfn. Þó sumar myndirnar séu dökkar, sem er vegna þess að þær eru í raun teknar móti sól, þá verður að segja að bátnum var þörf á að vera hífður í land, því gróðurinn var orðinn ansi langur, sem hafði tekið sér bólfestu á bátnum neðan sjólínu.


               7259. Jóhanna GK 86, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 9. maí 2011

09.05.2011 23:22

Hólmsbergsviti og British Security

Í nótt birtist hér fleiri myndir af því þegar olíuskipið British Security kom til Helguvíkur, í kvöld rúmum sólarhring eftir áætlun.


                                                  Hólmsbergsviti í kvöld


      Hólmsbergsviti og British Security, í kvöld © myndir Emil Páll, 9. maí 2011

09.05.2011 23:13

Skorið úr skrúfu Hafþórs SU í dag

Bjarni Guðmundsson, á Neskaupstað sendi  mér 3 myndir af því þegar verið er að skera tóg úr skrúfunni á Hafþór SU 144 um leið og það gerðist í dag, en vegna mistaka minna opnaði ég ekki póstinn fyrr en nú.


     Skorið úr skrúfu 2157. Hafþórs SU 144, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 9. maí 2011

09.05.2011 23:00

Stakkur GK 180


                7056. Stakkur GK 180, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 9. maí 2011

09.05.2011 22:55

Nonni GK 129
            6634. Nonni GK 129, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 9. maí 2011