Færslur: 2011 Maí

11.05.2011 17:00

Jökull SK 16

Það er ljóst að þessi bátur er ekki ókunnur Njarðvíkurslipp, nema kannski undir því nafni sem hann bar á undan þessu sem var Arnar í Hákoti SH 37. Hann var fyrstu 50 árin Suðurnesjabátur og bar þá nöfnin Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31 og Þorsteinn Gíslason GK 2
                288. Jökull SK 16, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 11.5.11

11.05.2011 09:40

Skógey SF 53 / Bergur FD 400

Hér er á ferðinni Bergur FD 400, með heimahöfn í Fleetwood í Englandi, en í eigu Spánverja og bar áður eftirtalin íslensk nöfn: Bergur Vigfús GK 53, Skógey SF 53, Gullberg NS 12 og fyrsta nafnið var Gullver NS 11


                    974. Skógey SF 53 © mynd Shipspotting, Runólfur Hauksson


         Bergur FD 400 ex 974. Bergur Vigfús GK 53, í Ullaport © mynd Shipspotting, Angus M. Macleod, 17. feb. 2006


         Bergur FD - 400, á Spáni © mynd Shipspotting, Angel Luis Godar Moreira, 15. jan. 2007


           Bergur FD - 400, á Spáni © mynd Shipspotting, J.B. Muniz, í feb. 2007


                    Bergur FD - 400, í Ullapool © mynd Shipspotting, Sean

11.05.2011 09:00

Quo Vadis HF 23 ex Örn KE 13


        1012. Quo Vadis HF 23 ex Örn KE 13 í Walvis Bay, Namibíu © mynd Shipspotting, Piet Sinke, í okt. 2005

11.05.2011 08:10

Patrucia III SZN72


      Patrucia III SZN72 ex 1268. Bravó SH o.fl. nöfn, í Grímsby © mynd Shipspotting, Steve Forrow, 23. júlí 2005

11.05.2011 07:07

Bergey VE 544


     1478. Bergey VE 544, í Vestmannaeyjum, eftir sölu til Uruguay © mynd Shipspotting, Sv1

11.05.2011 00:00

Bátar á Steingrímsfirði

Bátar og aftur bátar á Steingrímsfirðinum á veiðum og koma að landi og líka við bryggju.


                                                       7456. Hilmir ST 1


                                                             7456. Hilmir ST 1                                             2794. Ásdís SH 154
                                                       6106. Lundi ST 11

                                                   6546. Suðri ST 99
                
                        © myndir Jón Halldórsson, holmavik. 123.is., 4. maí 2011

10.05.2011 23:00

Helga RE 49


                    2449. Helga RE 49 © mynd Shipspotting, Lawrence Dalli, 2001

10.05.2011 22:00

Ottó Wathne NS 90


        2218. Ottó Wathne NS 90, í St. John's © mynd Shipspotting, Dear Porter, 1994

10.05.2011 21:00

Sigurbjörg ST 55

Þessi Kínabátur var á sínum tíma seldur úr landi og heitir nú Plymounth Qvest og er frá Plymount, en myndin var einmitt tekin er hann kom þangað.


     2475. Sigurbjörg ST 55, nú Plymounth Qvest, í Plymount © mynd Shipspotting, Sv1

10.05.2011 20:00

Eyborg ST 59

Eyborg ST 59 fer til veiða frá Hólmavíkurhöfn og út Steingrímsfjörðinn seinnipartinn í fyrradag. Myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

     2190.Eyborg ST 59 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

10.05.2011 19:00

Mona GK ?

Eins og ég hef áður sagt frá hefur þessi bátur verið seldur til Sandgerðis og í dag var málað á hann nafnið Mona og trúlega kemur því GK númer einhvern næstu daga.


        1396. Móna ex Lena ÍS 61, í Njarðvik í dag © mynd Emil Páll, 10. maí 2011

10.05.2011 18:17

Lundi ST 11 og Herja ST 166

                                                6106. Lundi ST 11
         2806. Herja ST 166 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 8. maí 2011

10.05.2011 17:12

Meira úr Helguvík í dag

Guðmundur Falk sendi mér þessar tvær myndir og þeim fylgdi eftirfarandi texti:

Er að setja saman Panorama úr 10 myndum en tók eina rosalega flotta í Helguvík með 16mm Gleiðlinsuni :) sést öll víkin og skipið þetta er linsa sem er rándýr og fáir hafa og gefur svaðalega flott sjónarhorn

Sendi þér myndina ásamt 24-70 mm L linsu mynd af skipinu við bryggju


                                           British Security í Helguvík í dag


         Flott sjónarhorn úr Helguvík í dag © myndir Guðm. Falk. 10. maí 2011

10.05.2011 16:19

Engin hvalvertíð fyrri hluta sumars

Skessuhorn.is

Forráðamenn Hvals hf hafa ákveðið að hvalveiðiskipin fari ekki til veiða í byrjun vertíðar heldur beðið átekta fram í ágústmánuð. Ástæðan er afleiðingar flóðbylgjunnar og jarðskjálftanna miklu í Japan í vetur, en meðal þess sem flóðbylgjan hreif með sér var niðurlagningaverksmiðja sem vann úr hvalaafurðum frá Hvalfirði. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson verkstjóri í Hvalstöðinni í Hvalfirði segir það mikil vonbrigði fyrir alla að blása þurfi veiðarnar af fyrri hluta sumars og óvissuna með hvort af veiðum verði. Það væri ekki aðeins þessi eyðilegging á mannvirkjum í Japan, heldur þjóðarsorg í landinu, sem leiði til þess að fólk fari lítið út fyrir hússins dyr, svo sem á matsölustaði. Gunnlaugur segir að í vetur hafa um 25 manns unnið í Hvalfirði að ýmsum lagfæringum og endurbótum á húsnæði og búnaði vinnslunnar.