Færslur: 2011 Maí

29.05.2011 17:00

Marteinn NS 27 seldur til Ólafsvíkur

Þessi bátur sem nú hét síðast Marteinn NS 27, hefur verið seldur til Ólafsvíkur og upp í bátinn var tekinn annar minni, en því miður veit ég ekki hvaða bátur það  er
.
           1911.  Marteinn NS 27 hér sem Brimill GK 17 á Stakksfirði © mynd Emil Páll

Framleiddur hjá Aqua Star Ltd., Guernsey, Englandi 1988 og lokið við frágang í Keflavík. Sjósettur í Keflavíkurhöfn 2. júní 1988. Lenging og borðhækkun í jan. 2002.

Nöfn: Brimill GK 17, Brimill KE 17, aftur Brimill GK 17, Sigrún GK 17, Sjöfn NS 23, Gauja GK 80 og núverandi nafn:  Marteinn NS 27

29.05.2011 16:00

Gunnar Halldórsson ÍS 195 og Litlitindur SU 508


    2243. Gunnar Halldórsson ÍS 195 og 6662. Litlitindur SU 508, á Fáskrúðsfirði fyrir einhverjum árum © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

29.05.2011 15:01

Línubátar í Klakksvík, Turid og Hvitabrugv


      Línubátar í Klakksvík, Turid KG 323 og Hvitabrugv  KG 480 um síðustu aldarmót © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

29.05.2011 14:00

Frá Klakksvík í Færeyjum

Þessar myndir tók Magnús Þór Hafsteinsson, í Klakksvík í Færeyjum fyrir um áratug, eða nánar titekið um aldamótin síðustu


       Frá Klakksvík í Færeyjum, um síðustu aldarmót © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

29.05.2011 13:05

Krunborg TN 365

        Krunborg TN 265 í Færeyjum © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, um aldamótin síðustu

29.05.2011 12:00

Boðasteinur FD 975

Hér eru myndir sem Magnús Þór Hafsteinsson tók um aldamótin síðustu á Toftum í Færeyjum
   Boðasteinur FD 975, á Toftum í Færeyjum © myndir Magnús Þór Hafsteinsson, um aldamótin síðustu

29.05.2011 11:00

Víðir SU 175


  880. Víðir SU 175 © mynd Guðni Ölversson

Smíðaður í Svíþjóð 1946 og bar hérlendis aðeins tvö nöfn þ.e. Víðir SUI 175 og Ágústa VE 350.  Sökk 27 sm. SA af Dalatanga 11. okt. 1965.

29.05.2011 10:06

Sæberg SU 9

Í þá gömlu góðu daga er síld, ís og kassar voru málið. Þarna liggur Sæberg SU 9 í höfninni í Skagen. Greinilega búið að taka kassana. Óskar Halldórsson liggur fyrir innan Sæbergið og sjá má íslenska báta inn á milli dönsku skítfiskaranna. Sennilega hefur þessi mynd verið tekin í brælufríi. Þetta er umsögn Guðna Ölverssonar um myndina, en hún er fengin hjá honum og ég held að ég hafi ekki birt hana áður, nú sé svo þá er góð mynd aldrei birt of oft.


                                         252. Sæberg SU 9 © mynd Guðni Ölversson

Smíðanúmer 41 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1963, eftir teikningur Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður og lengdur hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1978.  Sökk um 30 sm. SA af Bjarnarey á Héraðsflóa 14. júlí 1988

Nöfn: Jón Kjartansson SU 111, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Sæberg SU 9 og Eskfirðingur SU 9

29.05.2011 00:00

Quit Waters LK 209

Fyrr í mánuðinum birti ég tvær myndir af strandi þessa báts við Shetland og nú hefur mér borist fleir myndir sem sýna þegar báturinn er að brotna í mask. Fyrsta myndin er raunar önnur þeirra sem ég birti áður og sú síðasta sýnir bátinn eins og hann leit út fyrir strandið. Eins og áður hefur verið sagt bjargaði þyrla allri áhöfninni.


     Quit Waters LK 209, ný strandaður á Shetlandseyjum © mynd Shipspotting, Sydney Sinclair í maí 2011


         Hér liggur hann flatur í fjörunni © mynd Shipspotting, Scott William


                Sjórinn birjaður á brjóta hann © mynd Shipspotting, Ian Leask


                                   © mynd Shipspotting, Ian Leask


                    Já sjórinn er miskunarlaus, þegar hann hefst handa


      Svona leit báturinn, Quit Waters LK 209, út fyrir strandið © mynd Shipspotting, Andrew380

28.05.2011 23:00

Bátasafn Gríms Karlssonar

þessar tvær myndir tók ég svona út í loftið í Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum í Keflavík
            Úr Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum © myndir Emil Páll, 27. maí 2011

28.05.2011 22:00

Beauty Song

Þetta skip er búið að vera utan við Straumsvík í nokkra daga og samkvæm vef Hafnarfjarðarhafnar er óákveðið hvenær það fer. Dettur manni helst í hug að eftir losun í Straunsvík, bíði það þarna sökum verkefnaskorts.


                  Beauty Song, á Skagerak © mynd MarineTraffic. Egon Hye

28.05.2011 21:00

Brettingur NS 50


             1029. Brettingur NS 50 © mynd Snorrason

28.05.2011 20:00

Grettir BA 39


              2404. Grettir BA 39 ex Fossá ÞH © mynd Þorgeir Baldursson, í maí 2011


    2404. Grettir BA 39 © mynd MarineTraffic, Guðlaugur J. Haraldsson í maí 2011

28.05.2011 19:00

Bliki M-88-6 ex frá Dalvík


     Bliki M-88-6 ex 1942. Bliki EA 12, frá Dalvík, í Gudöy © mynd Shipspotting, Aage, 28. maí 2004

28.05.2011 18:00

Frosti HF 320


           6190. Frosti HF 320, í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 28. maí 2011