Færslur: 2011 Janúar
04.01.2011 19:19
Saga bátsins sem sökk á Ísafirði

1464. Árnesingur ÁR 75 © mynd Snorrason

1464. Auðbjörg II SH 97 © mynd Ísland 1990

1464. Auðbjörg II SH 97 © mynd Snorrason

1464. Vestri BA 63 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, ljósm.: Snorrason

1464. Vestri BA 64 © mynd Snorrason

1464. Guðný ÍS 13, á botni Ísafjarðarhafnar 2. jan. 2011 © mynd af bb.is
Smíðanúmer 10 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd 1976, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Skráningu breytt úr fiskiskipi í skemmtiskip 2006. Sökk í Ísafjarðarhöfn 2. janúar 2011, en þar hefur hann legið lengi við bryggju.
Nöfn: Árnesingur ÁR 75, Sædís ÁR 14, Auðbjörg II SH 97, Auðbjörg II SH 997, Reynir AK 18, Vestri BA 64, Vestri BA 63, Diddó BA 3, Diddó ÍS 13, aftur Diddó BA 3 og núverandi nafn: Guðný ÍS 13.
04.01.2011 18:11
Sermilik II GR 5-4, bar áður nokkur ísl. nöfn

Sermilik II GR 5-4 © mynd shipspotting.com
04.01.2011 17:32
Margit FD 271: Upphaflega íslenskur
|
|
04.01.2011 11:23
Keréon

Keréon © mynd úr flokknum navire de peche mauvais temps. Eigandi: Daniel Collolleur
04.01.2011 10:16
Crimfal

Crimfal © mynd úr flokknum navire de peche mauvais temps, eigandi: Daníel Collolleur
04.01.2011 09:32
Cote Dcalbatrc

Cote Dcalbatrc © mynd úr myndaflokknum navirede peche marvais Temps, eigandi: Daniel Collolleur
04.01.2011 08:08
Árni Friðriksson heldur til loðnuleitar
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar og er ráðgert að fimm veiðiskip taki þátt í skipulagðri leit undir stjórn leiðangursstjórans á Árna Friðrikssyni.
Leiltað verður í austur frá Eyjafirði, fyrir Austurlandinu til Hafnar í Hornafirði. Byrjunarkvótinn núna er 200 þúsund tonn og eru vonir bundnar við að niðurstöður úr þessum leiðangri gefi tilefni til þess að bæta við hann.
Þrjú skip byrjuðu loðnuveiðar fyrir áramót, sem ekki hefur gerst í nokkur ár.
04.01.2011 08:01
Bogale Sant Tann

Bogale Sant Tann © úr myndaflokknum navire de peche marvais temps, eigandi: Daniel Collolleur
04.01.2011 07:35
Anita Conti


Anita Conti, úr myndasafninu navire de peche marvais temps © eigandi Daniel Colloleur
04.01.2011 00:00
Tíu gömul Sambandsskip

9. Arnarfell, skakkt með tunnufarm á Fáskrúðsfirði

Sama og á myndinni fyrir ofan

9. Arnarfell

34. Dísarfell

81. Hamrafell

81. Hamrafell

92. Helgafell, í Svenborg

118. Mælifell

131. Jökulfell

131. Jökulfell

1193. Skaftafell og 1200. Hvassafell, í Reykjavík

1165. Litlafell og 199. Stapafell í Örfirisey

1531. Arnarfell í Reykjavík

1200. Hvassafell
© myndir í eigu Hamrafells og systurskipa þess
03.01.2011 23:00
Veersedijk

Veersedijk, í Hamborg © mynd MarineTraffic, tomsawyerhamburg, 9. feb. 2008
03.01.2011 21:45
Hótar því að fiskveiðiflotinn sigli í land
Stjórnarmaður í Sjómannafélagi Íslands hótar því að fiskveiðiflotinn sigli í land verði sjómönnum ekki bætt kjararýrnun vegna lækkunar sjómannaafsláttar. Fyrsti hluti lækkunarinnar tók gildi nú um áramótin.
Sjómannaafsláttur lækkaði úr 987 krónum í 740 krónur um áramótin, en það er upphæðin sem sjómenn geta dregið af skattbyrði sinni fyrir hvern dag sem þeir eyða á sjó. Næstu áramót lækkar hann svo í 493 krónur, þarnæstu áramót í 246 krónur þar til hann verður loks afnuminn 1. janúar 2014.
"Þetta er náttúrulega árás stjórnvalda á kjör sjómanna. Þetta getur aldrei gengið upp," segir Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Íslands.
Birgir segir að fyrir marga sjómenn sé skerðingin töluverð. Fyrir breytingarnar gat afslátturinn mest numið um 360 þúsund krónum á ári og lækkar nú um fjórðung fyrsta kastið. Hann segir að ríkisstjórnin eigi að bakka með breytinguna. Annars verði reynt að fá kjararýrnunina bætta í næstu kjarasamningum, en samningar sjómanna eru nú lausir.
Í ályktun Sjómannafélagsins frá aðalfundi þess skömmu fyrir áramót er bent á að sjómenn hafi notið sérstakra skattakjara í yfir 50 ár, þó ívilnun í nágrannaríkjum sé ívið meiri. Til dæmis er nefnt að skattaafsláttur norskra sjómanna geti numið allt að einni og hálfri milljón íslenskra króna. Sjómenn muni ekki láta ósvífni stjórnvalda ganga yfir sig, heldur mæta til leiks af fullri hörku.
"Það er náttúrulega ekki nema eitt sem dugar. Það verður að segjast eins og er; það er bara stopp. Ef þetta næst ekki, þá verður ekki skrifað undir kjarasamninga, það er ósköp einfalt. Ef allir sigla í land, þá held ég að það sé lítið fyrir þessa ríkisstjórn að gera, hún þarf bara að yfirgefa svæðið," segir Birgir.
Hann segir viðræður vegna kjarasamninganna í startholunum, en hann vonast til að þeir fari sem fyrst af stað svo hægt sé að komast að niðurstöðu. Hann býst þó við erfiðum viðræðum.
En finnst honum ekkert skrítið að ein stétt manna fái þennan afslátt á tekjuskatti umfram allar aðrar?
"Nei, það þykir mér ekki. Ég veit ekki annað en þetta sé í mörgum stéttum þjóðfélagsins. Til dæmis dagpeningar ríkisstarfsmanna sem eru skattfrjálsir. Það má líka fara út í það að láta þetta hætta að heita sjómannaafslátt og láta það heita dagpeninga. Þá er málið leyst."
03.01.2011 21:00
Dionysions Solomos

Dionysions Solomos, í Zakynthos Port © mynd MarineTraffic, Corastar.com 20. apr. 2009



