Færslur: 2011 Janúar

15.01.2011 15:32

Crystal Ice í Neskaupstað

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi mér þessar tvær myndir og fylgdi með þessi texti:

Crystal Ice  kom eftir hádegi í gær og losaði tóm vörubretti í Frystigeymsluna í dag er verið að skipa frosnum afurðum út í skipið
                     Crystal Ice, á Neskaupstað © myndir Bjarni G., 15. jan. 2011

15.01.2011 14:31

Útgerðarmaður keypti dýrustu viskí- og koníaksflöskurnar í Fríhöfninni

vf.is:
Eðalvískí og koníaksflöskur fyrir á níunda hundrað þúsund krónur seldust í Fríhöfninni í Leifsstöð í vikunni. Um var að ræða tvær skoskar Macallan maltviskí og eina koníaksflösku.

Elsta flaskan var frá árinu 1996 og var þá 50 ára afmælisútgáfa frá þessum þekkta maltviskí framleiðanda. Var því orðin 65 ára gömul. Hún seldist á rétt tæpar 400 þús. kr. Önnur flaska af Macallan gerð seldist á um 300 þús. kr. og svo fór koníaksflaskan á um 100 þús. kr. Flöskur af þessari gerð fara á stórar upphæðir í útlöndum og eru gjarnan seldar á uppboðum, m.a. hjá Sothebys.

Þessar flöskur höfðu ekki selst í Fríhöfninni í yfir 15 ár enda mjög dýrar. Ekki einu sinni í góðærinu. Þær höfðu verið teknar úr versluninni þegar breytingar stóðu yfir og höfðu ekki verið settar fram aftur fyrr en í byrjun vikunnar. Einn starfsmanna fríhafnarinnar á að hafa sagt að þær myndu aldrei seljast en það voru ekki allir á sömu skoðun.

Þekktur útgerðarmaður var á ferðinni og einn starfsmanna Fríhafnarinnar hvatti hann til að kíkja á eðalflöskurnar. "Hann var að velja sér tannbursta og ekki á leiðinni að kaupa sér vín. Ég lýsti flöskunum aðeins fyrir honum. Þetta voru fágætar viskíflöskur og koníak og ég sagði við hann að líklega myndi einhver útlendingur kaupa flöskurnar. Þá sagði maðurinn bara: Við látum það ekki gerast. Ég tek þær allar," sagði starfsmaðurinn.

15.01.2011 14:21

Sunna Líf KE 7


  1523. Sunna Líf KE 7, að koma inn til Sandgerðis í dag © mynd Emil Páll. 15. jan. 2011

15.01.2011 13:30

Hanna: Betri myndir og sagan

Sigurbrandur Jakobsson kom með sögu bátsins í gær á Facebookinu og birti ég það sem hann skrifaði þar, auk þess sem ég birti tvær myndir sem ég tók af bátnum í morgun og ætti að vera betri en þær sem komu í gær:
 
Samkvæmt Íslensk skip bátar: Ösp GK 25 1973-81, Ösp SI 125 1981-82, Ösp ÞH 205 1982-92 Sigurbjörn ÞH 18 1992-93, Betsý RE 67.

Hann var gerður út frá Stykkishólmi sem Betsý RE 67 1994-96. 1996-7 keypti eigandinn 7201 Örn RE 17 og þessi var se...ldur. Um 2000 man ég eftir honum sem Hönnu RE 67 og svona gulum, en hann var ljósblár eða grár eitthvað í þeim kantinum þegar hann var í Stykkishólmi
                            5177. Hanna, í Keflavík © myndir Emil Páll, 15. jan. 2011

15.01.2011 13:00

Rekís við Stykkishólm


    Rekís á sundunum við Stykkishólm líklega síðla vetrar 1998 © mynd Sigurbrandur

15.01.2011 12:01

Á handfærum á Bryndísi SH


   Á handfærum á 6958 Bryndísi SH 128. Á myndini er Jakob Pétursson fyrrum kennari í Stykkishólmi við rúllurnar  © mynd Sigurbrandur, sumarið 1998

15.01.2011 11:00

Ljúfur BA 302


    6626. Ljúfur BA 302, við gömlu steinbryggjuna í Stykkishólmi © mynd Sigurbrandur 1998

15.01.2011 10:10

Alda ÍS 181 á Þingeyri

Hér kemur sending frá Sigurbrandi Jakobssyni og smá ábending um myndirnar í leiðinni:

Mér gengur hálf illa að koma myndunum mínum í skýrt form inní tölvuna. Smá fokusvandamál.
En hérna koma nokkrar

Þetta er syrpa sem ég tók í maí 2004 af 6320 Öldu ÍS 181 á Þingeyri.
Báturinn er smíðaður í Stykkishólmi 1982 af Kristjáni Sigurðssyni skipasmið, og hét Alda SH 220. Hann var svo seldur frá Stykkishólmi til Þingeyrar 1987. Mjög fallegur bátur og vel viðhaldið þar til honum var lagt einhverntíman á árunum 1995-2000. Í dag stendur hann úti á plani ofan við bryggjuna í Skipavík í Stykkishólmi, var reyndar fluttur þangað nokkum mánuðum eftir að þessar myndir voru teknar. Til stóð að gera hann upp, en því miður varð ekkert af því enþá. Báturinn er kominn á upphafsstað sinn, en vonandi ekki endastað.
               6320. Alda ÍS 181, á Þingeyri © myndir Sigurbrandur, í maí 2004

15.01.2011 00:00

Björgvin EA 311 / Sigurjón GK 49 / Dreki HF 36

Það hafa ekki birts margar seríur hér á síðunni, þar sem hlutfall mynda er eins lélegt eins og af þessu skipi, en hvað um það.


                                  27. Björvin EA 311 © mynd Snorrason


                                     27. Sigurjón GK 49 © mynd Emil Páll


                            27. Dreki HF 36 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 403 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund, Stralsundi, Austur-Þýskalandi 1958. Eitt af 12 systurskipum sem gengu undir nafninu ,,tappatogarar" og voru smíðaðir eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.

Kom til heimahafnar í Dalvík í árslok 1958.

Úreldur í jan. 1993 og skráður sem seldur til Noregs 2. apríl 1993, en fór þó aldrei þangað og var að lokum rifinn á Rifi.

Nöfn: Björgvin EA 311, Björgvin ÍS 301,  Björgvin RE 159,  Björgvin GK 149, Björgvin Már GK 149, Sigurjón GK 49, Dreki HF 36, Árni á Bakka ÞH 380, Kofri VE 127, Klettsvík VE 127, Árfari HF 182 og Árfari SH 482

14.01.2011 23:00

Marina GG 570


                                 Marina GG 570 © mynd Urban 15. des. 2008

14.01.2011 22:00

Nuevo Quimar


                                           Nuevo Quimar © mynd Charran

14.01.2011 21:07

Bergur Vigfús GK 43 ex Geirfugl GK


           2746. Geirfugl GK 66, hefur nú verið skráður sem Bergur Vigfús GK 43 og virðist sem Nesfiskur hafi keypt hlutafélagið sem átti bátinn áður, því báturinn er áfram skráður í eigu Sveinsstaða ehf © mynd Emil Páll, fyrir nokkrum dögum í Sandgerði.

14.01.2011 20:00

Baragutt T-100-T


                                 Baragutt T-100-T © mynd Sture Petersen

14.01.2011 19:00

Brennholm / Svanur RE 45 / Prowess CY 720

Hér sjáum við Svan RE 45 og annað þeirra nafna sem hann bar áður en hann var keyptur hingað til lands og síðan nafn það sem hann ber nú og stutt saga fyrir neðan myndirnar


                               Brennholm, í Álasundi  © mynd Aage, 2000


            2530. Svanur RE 45 © mynd Snorrason, 2005


                                         Prowess CY 720 © mynd Charran


       Prowess CY 720 í Las Palmas © mynd Angel Luis Godar Moreira, 2. júlí 2009

Smíðaður í Noregi 1988, sem nóta- og togveiðiskip. Hefur borið nöfnin: Trondrebas, Brennholm, Svanur RE 45 og Prowess CY 720

14.01.2011 18:00

Hanna

Nú í vikunni kom þessi bátur á þann stað þar sem ég tók þessa mynd af honum í dag. Báturinn er staðsettur fyrir utan gamalt fiskverkunarhús sem skipt hefur um hlutverk. Í upphafi var byggt stórt fiskverkunarhús með verbúð og var annar helmingurinn í eigu útgerðarfyrirtækisins Röst hf. en hinn helmingurinn í eigu útgerðarfyrirtækisins Þveræings á Ólafsfirði sem gerði út á vertíðum í nokkuð mörg ár frá Keflavík fyrir rúmum 50 árum t.d. bátinn Einar Þveræing ÓF 1.


         5177. Hanna. Þó svo að myndin sé aðeins úr fógus, sökum þess hve farið var að dimma og ég þurfti því að taka myndina með hærra Iso eins og það heitir, en þá verður bara að hafa það, en tek vonandi betri mynd síðar © mynd Emil Páll, 14. jan. 2011

Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 1973 og hét í upphafi Ösp GK 25 og var frá Hafnarfirði, síðan hefur hann flakkað víða um land, en hvaðan hann kom núna veit ég ekki, né heldur hvenær hann var tekinn af skrá. Raunar hef ég ekki leitað eftir sögu hann, en efalaust væri með smá grúski hægt að finna það út.