Færslur: 2011 Janúar

06.01.2011 15:00

Kaupir Grímsnes, Víking KE 10 ?

Samkvæmt heimildum síðuritara standa nú yfir samningaviðræður um að Grímsnes ehf., kaupi Víking KE 10, en fyrirtækið hefur í raun verið tengt útgerð bátsins alveg frá upphafi.


            2426. Víkingur KE 10, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 6. nóv. 2010

06.01.2011 14:38

Portia BK 110

Hér er á ferðinni einn af þeim bátum sem Trefjar ehf., í Hafnarfirði hefur framleitt af gerðinni Cleopatra 33 til útflutnings.


                                         Portia BK 110 © mynd Daníel Corolleur

06.01.2011 10:07

Arney HU 36

Þessi bátur kom í gærkvöldi fullfermdur af bjóðum o.fl. til Keflavíkur, enda mun útgerð Hólmgríms Sigvaldasonar, Grímsnes ehf., gera bátinn út a.m.k. í vetur. Þessa mynd tók ég í morgun rétt eftir að bjóðin voru tekin frá borði.


         2177. Arney HU 36, í Keflavík í morgun © mynd Emil Páll, 6. jan. 2010

06.01.2011 08:10

Guðmundur VE 29 og Antigone Z á Þórshöfn
              Hérna er svo Antigone Z á sínum stað og 2600. Guðmundur VE 29 að leggja uppað á Þórshöfn © mynd Sigurbrandur í september 2010. Myndir þessar eru raunar teknar eftir vandræðagang flutningaskipsins sem kom fram í færslunni hér á undan.

06.01.2011 07:00

Vandræðagangur Antigone Z á Þórshöfn

Hér  koma myndir sem Sigurbrandur Jakobsson tók á Þórshöfn í byrjun september í fyrra, og sýna flutningaskipið Antigone Z, koma til hafnar á Þórshöfn. Það átti í talsverðum vandræðum, vegna bilunar í stjórnbúnaði, og lenti á bryggjuni með stefnið, og klóraði Júpíter ÞH 360, eitthvað, eins og sjá má á myndunum. Það endaði síðan utan á Álsey VE 2 og þaðan spilað áhöfnin það á sinn stað aftan við skip það sem Sigurbrandur er á Örvari SH 777, en myndirnar tók hann af brúarvæng þess skips.


       Antigone Z, á Þórshöfn, ásamt 2772. Álsey VE 2 og 1903. Júpiter ÞH 360 © myndir Sigurbrandur, í sept. 2010 frá brúnarvænt 2159. Örvars SH 777

06.01.2011 00:00

Í ölduróti

+
     © úr myndaflokknum navire de peche mauvais temps, eigandi: Daníel Collolleur

05.01.2011 23:43

Hvalaskoðun frá Ólafsfirði í sumar

mbl.is

Frá hvalaskoðun með Norðursiglingu.

Frá hvalaskoðun með Norðursiglingu. mbl.is/Heimir Harðarson

Forráðamenn Norðursiglingar ákváðu nú nýverið að hefja hvalaskoðunarferðir úr Fjallabyggð næsta sumar. Fyrirtækið hefur stundað hvalaskoðun frá Húsavík síðastliðin 16 ár en hyggst nú færa út kvíarnar. Siglt verður daglega frá Ólafsfirði í júní nk. og munu ferðirnar verða með sama sniði og þær sem farnar eru frá Húsavík.

Þannig verða farnar þriggja tíma ferðir á íslenskum eikarbátum sem lokið hafa hlutverki sínu sem fiskibátar en hafa nú verið ríkulega útbúnir til farþegaflutninga.

"Með tilkomu Héðinsfjarðarganga hefur orðið slík bylting á samgöngum að Fjallabyggð þykir henta einkar vel til verkefnisins. Uppbygging á sviði strandmenningar á Siglufirði þykir einnig styðja við ferðir sem þessar og er þar sérstaklega til tekið hið stórglæsilega Síldarminjasafn sem og uppbygging Rauðku e.h.f. á veitingahúsum við smábátahöfnina," segir í tilkynningu frá Norðursiglingu.

Segir ennfremur að Ólafsfjörður liggi vel við hvalaslóð á utanverðum Eyjafirði. Ferðaþjónusta þar í bæ sé í mikilli sókn og horft sé til þess að gisting og þjónusta sé í boði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun. Hótel Brimnes fari þar fremst í flokki en eigendur þess hafi unnið brautryðjendastarf á sviði ferðaþjónustu undanfarin ár.

05.01.2011 23:00

Blíða á Þórshöfn


                      Blíða á Þórshöfn © mynd Sigurbrandur, 1. september 2010

05.01.2011 22:00

Nonni ÞH 312
                             Jóhann Halldórsson bróðir Stefáns Þorgeirs að koma úr handfæraróðri til Þórshafnar á 1858. Nonna ÞH 312 © myndir Sigurbrandur, 1. september 2010

05.01.2011 21:00

Rúna ÍS 174

                      9818. Rúna ÍS 174 fyrir framan húsið Berghóll í Stykkishólmi. Í dyrum húsins er eigandi þess og Rúnunar, Gunnlaugur Valdimarsson frá Rúfeyjum í Breiðafirði © símamynd Sigurbrandur Jakobsson, vorið 2009.

05.01.2011 20:40

HB Grandi: Aflaverðmæti uppsjávarskipa 3,4 milljarðar

Fiskifréttir:

 
Ingunn AK.
Ingunn AK.

Afli uppsjávarveiðiskipa HB Granda var alls tæplega 96.400 tonn á síðasta ári og aflaverðmætið nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Aflinn dróst saman um tæp 8% frá því á árinu 2009 en þrátt fyrir það jókst aflaverðmætið um 28,3% milli ára,.

Þetta kemur fram í samantekt frá uppsjávarsviði HB Granda og birt er á heimasíðu fyrirtækisins. Faxi RE var aflahæstur uppsjávarveiðiskipanna með 32.248 tonn en Ingunn AK var með nánast jafn mikinn afla eða 32.224 tonn. Lundey NS kom þar skammt á eftir með 29.340 tonn og loks má nefna að Víkingur AK, sem fór í nokkrar veiðiferðir á árinu, var með 2.560 tonn.

Lítill munur er á aflaverðmæti Ingunnar, Faxa og Lundeyjar. Ingunn var með alls rúmlega 1.145 milljón króna aflaverðmæti. Faxi var með rúmar 1.112 milljónir og Lundey var með tæplega 1.047 milljóna króna aflaverðmæti. Víkingur AK skilaði tæplega 127,8 milljón króna aflaverðmæti.

05.01.2011 20:25

80 sm. lifandi smokkfiskur í VE-höfn

Eyjafréttir í gær:

- fluttur á Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja en lifði ekki nóttina

80 cm smokkfiskur háfaður upp úr höfninni
80 cm smokkfiskur háfaður upp úr höfninni80 cm smokkfiskur háfaður upp úr höfninni80 cm smokkfiskur háfaður upp úr höfninni80 cm smokkfiskur háfaður upp úr höfninni80 cm smokkfiskur háfaður upp úr höfninni80 cm smokkfiskur háfaður upp úr höfninni
80 sentímetra beitusmokkur svamlaði um við Bæjarbryggjuna í Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi.  Dýrið vakti mikla athygli og fljótlega dreif að fólk enda ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá lifandi smokkfisk svamla í höfninni.  Starfsmenn Sæheima í Vestmannaeyjum háfuðu svo beitusmokkinn upp úr höfninni og fluttu hann á Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja en hann lifði ekki nóttina.

Georg Skæringsson, starfsmaður Sæheima sagði í samtali við Eyjafréttir að það hann teldi að beitusmokkurinn hefði verið veikur.  "Mér fannst hann vera hálf blindur.  Við rerum að honum á gúmmíbát og vorum ekki í neinum vandræðum með að nálgast hann og háfa hann upp.  Svo þegar hann var kominn í búrið þá var hann að synda á steina og veggi búrsins, þannig að ég gæti trúað að hann hafi verið eitthvað veikur."
 
Smokkfiskar teljast ekki til fiska, þótt nafnið bendi til annars heldur til lindýra.  Smokkfiskar eru ekki algengir hér við land en alls hafa fjórtán tegundir smokkfiska fundist hér við land, m.a. beitusmokkur, dílasmokkur og risasmokkur.  Smokkfiskar hafa 10 arma og eru mjög góð sunddýr en lifa stutt, eitt til tvö ár og ná einungis að hrygna einu sinni.  Beitusmokkur lifir helst í úthafinu suður af landinu en tveir armar hans eru lengri en hinir og eru það sérkenni beitusmokksins.  Smokkfiskur getur sprautað bleki þegar hann er áreittur og gerði beitusmokkurinn það í gærkvöldi þegar verið var að koma honum í kassa, sem hann var fluttur í á safnið.

05.01.2011 20:01

Guðný ÍS 13 á flot á ný - verður báturinn ásamt Hrönn ÍS rifin?

Í gær tókst að ná Guðnýju ÍS 13 aftur á flot í Ísafjarðarhöfn og samkvæmt heimildum síðuritara eru nú mikið rætt um að framtíð þess báts, svo og Hrannar ÍS 74, sé að verða rifnir, en báðir hafa þeir legið lengi í höfninni og báðir sokkið þar, en náð upp aftur.


   Við bryggjuna fjæðst ljósmyndaranum liggja hvor á móti öðrum 1464. Guðný ÍS 13 og 241. Hrönn ÍS 74 © mynd Þorgrímur Tavsen, 19. júlí 2010

05.01.2011 19:00

Svala Dís KE 29


         1666. Svala Dís KE 29, í höfn í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 5. jan. 2011

05.01.2011 18:00

Ragnar Alfreð GK 183, Birgir GK 263 og Geirfugl GK 66


         1511. Ragnar Alfreð GK 183, 2005. Birgir GK 263 og 2746. Geirfugl GK 66, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 5. janúar 2011