Færslur: 2011 Janúar

26.01.2011 15:02

Erling KE 140 á miðunum

Þorgrímur Ómar Tavsen, tók þessar myndir af Erling KE 140 á miðunum kl. rúmlega 14 í dag á símann sinn og sendi mér.
        233. Erling KE 140, á miðunum kl. rúmlega 14 í dag © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 26. jan. 2011

26.01.2011 13:27

Loðnuverkfall samþykkt

visir.is:

Atkvæðin voru talin í húsakynnum Starfsgreinasambandsins.
Atkvæðin voru talin í húsakynnum Starfsgreinasambandsins.

Verkfall var samþykkt hjá starfsmönnum loðnuvinnslustöðva á Austurlandi með yfirgnæfandi meirihluta.

Stéttarfélög reikna með því að Samtök atvinnulífsins stefni málinu fyrir félagsdóm. En að öllu óbreytt hefst verkfallið þann 7. febrúar. Það gildir um loðnuvinnslustöðvar frá Vopnafirði til Vestmannaeyja.

Um 75 félagsmenn greiddu atkvæði en yfirgnæfandi meirihluti samþykkti verkfallið, eða um 80 prósent.

Búist er við hörku fallist félagsdómur á verkfallið en starfsmenn hafa sagst ætla að koma í veg fyrir loðnulöndun allstaðar á landinu.

Aukinn loðnukvóti upp á 125.000 tonn var samþykktur í síðustu viku en talið er að hann gefi þjóðarbúinu yfir 5 milljarða króna í auknar útflutningstekjur. Því er ljóst að verkfallið verði þjóðarbúinu afar dýrt.


26.01.2011 07:33

Birtingur NK 119 / Erika GR 18-119
                                            1807. Birtingur NK 119


                  Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur NK 119 © myndir Faxagengið

26.01.2011 00:00

Ný aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski við Fræðasetrið í Sandgerði

Lífið í Sandgerði - 245.is:

25.1.2011 16:04:23

Myndir og vídeó


Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðis og  Sigurður Ingvarsson prófessor og forstöðumaður á Keldum
undirrita samning í dag

Ný og fullkomin aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski var formlega tekin í notkun í Fræðasetrinu í Sandgerði kl. 14°° í dag. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Tilraunastöð HÍ í meinafræðum að Keldum og Sandgerðisbær. Undirbúningur og framkvæmdir hafa staðið yfir í um það bil eitt ár.

Sjúkdómar eru mikið vandamál í fiskeldi á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Árið 2009 tók Landsamband fiskeldistöðva saman ítarlega skýrslu um stöðu fiskeldis á Íslandi.  Þar var ályktað að rannsóknir á sjúkdómum og vörunum gegn þeim væri eitt allra brýnasta verkefnið í framtíðaruppbyggingu fiskelsis á Íslendis. Það er því mikið gleðiefni að loks sé komin góð aðstaða til smittilrauna með fisk.


Klippt á borðann

Skortur á henni hefur komið í veg fyrir að hægt væri að sinna brýnum verkefnum á þessu sviði.  Í hinu nýja rannsóknarrými er unnt að vinna að tveimur óháðum rannsóknum í senn. Í rýminu eru 23 ker 170 til 1000 lítra.  Hægt er að stilla bæði hita (0 - 20°C) og seltu (0-34%) eldisvatnsins. Tvö rannsóknaverkefni, undir stjórn vísindamanna á Keldum, verða sett af stað næstu daga.


T.v.: Helgi S. Helgason framkvæmdastjóri að Keldum, Árni Kristmundsson líffræðingur, Sigríður Guðmundsdóttir líffræðingur, Sigurður Ingvarsson prófessor og forstöðumaður á Keldum, Reynir Sveinsson forstöðumaður Fræðasetursins, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðis og Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir Örveru- og ónæmisfræðingur

Innlendum og erlendum vísindamönnum gefst nú kostur á að stunda rannsóknir í hinni nýju aðstöðu,  og nýta hina fjölbreittu aðstöðu sem er í húsnæðinu en þar eru fyrir Botndýraransóknastöðin . Náttúrustofa Reykjanes. Háskólasetur Suðurnesja fjöldi doktors og masters ritgerða hafa verið skrifaðar eftir rannsóknavinnu hjá þeim stofnunum sem eru í húsinu.

Fjölmargir aðilar hafa komið að fjármögnun verksins, Menntamálaráðuneytið, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Landssamband fiskeldisstöðva, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Fræðasetrið í Sandgerði og Sandgerðisbær. Auk þessa lagði Íslandsbleikja á Stað í Grindavík til fóðrara.


Reynir Sveinsson "vélstjóri" við vélina sem sér rannsóknarrýminu fyrir saltvatni og stýrir hita og seltu eldisvatnsins


Ólafur Þór virðir fyrir sér fiskana í kerunum


Meðfylgjandi myndir og vídeó er frá opnuninni í dag.

Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is

25.01.2011 23:00

Lundey NS 14


                                  155. Lundey NS 14 © mynd Faxagengið

25.01.2011 22:00

Bjarni Ólafsson AK 70


                              2287. Bjarni Ólafsson AK 70 © mynd Faxagengið

25.01.2011 21:00

Láru Magg breytt í ferðaþjónustubát

Samkvæmt heimildum síðueiganda mun Lára Magg ÍS 86 sem nýlega var keypt af eigendum Núma HF 62, verða tekin fljótlega upp í slipp, trúlega í Njarðvík, þar sem fyrsti hluti breytinga yfir í ferðamannaskip mun fara fram. Í þessum áfanga verður sett ný ljósavél í bátinn, ný tæki, bóman fjarlægð. hvalbakur fjarlægur og allt fiskitengt svo dæmi sé tekið, en báturinn á að verða tilbúinn fyrir ferðamannavertíðina í vor, hvað þessa hluti varðar. Síðar verður svo haldið áfram við að breyta bátnum.


             619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 25. jan. 2011

25.01.2011 20:00

Freyja KE 100 á miðunum
          2581. Freyja KE 100, á miðunum í dag © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 25. jan. 2011

25.01.2011 19:00

Álsey VE 2 að kasta


                           2772. Álsey VE 2, að kasta © mynd Faxagengið

25.01.2011 18:00

Ísleifur VE 63


    1610. Ísleifur VE 63, í höfn í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 25. jan. 2011

25.01.2011 17:13

Svala Dís KE 29


    1666. Svala Dís KE 29, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 25. jan. 2011

25.01.2011 15:21

Guðmundur VE 29


                             2600. Guðmundur VE 29 © mynd Faxagengið

25.01.2011 14:29

Æskan RE 222


   1918. Æskan RE 222, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 25. jan. 2011

25.01.2011 13:44

Brælumyndir frá Faxa RE 9
                                   1742. Faxi RE 9 í brælu © myndir Faxagengið

25.01.2011 10:00

Landhelgisgæslan fylgist með norskum loðnuskipum

Samkvæmt fregnum af vef Landhelgisgæslunnar fór varðskip í eftirlit varðandi norsku loðnuskipin sem voru að veiða út af Austfjörðum um miðjan mánuðinn.

Hér koma þrjár myndir sem Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Ægi tók við það tækifæri, en fleiri myndir og frásögn má finna á vef gæslunnar.

20012011LodnuveidarIMG_1764a

20012011LodnuveidarIMG_1759a

20012011LodnuveidarIMG_1665a

                       © myndir Guðmundur St. Valdimarsson