Færslur: 2011 Janúar

18.01.2011 22:00

Brim við Sandgerði

Þessar myndir tók ég í gær frá Sandgerðishöfn og ýmist út yfir innsiglinguna og/eða af brimi á Bæjarskeri, sem held ég að heiti raunar Bæjar- eða Býjaskerseyri.
                                       © myndir Emil Páll, 17. jan. 2011

18.01.2011 21:00

Fyrrum ísl. togari á leið í pottinn

Togarinn Sjagaklettur TG 102, sem þar áður hét Dala-Rafn VE, er nú á leið í pottinn í Danmörku samkvæmt þessari frétt af vefnum joanisnielsen.fo

Togari þessi var smíðaður fyrir hornfirðingar og var fyrsti togarinn sem Hornfirðingar eignuðus og kom hann til heimahafnar 16. júní 1975.

Togarinn hafði smíðanúmer 71 hjá Storviks Mek. Verksted A/S, Kristjanssund Noregi 1975.

Á meðan togarinn var í Vestmannaeyjum var hann seldur Þorbirni hf., í Grindavík og var búið að skrifa undir kaupsamning er Vestmannaeyjabær neytti forkaupsrétt á skipinu.

Seldur til Færeyja í des. 2002

Nöfn: Skinney SF 20, Sindri VE 60, Dala-Rafn VE 508 og í Færeyjum Dala-Rafn og Sjagaklettur TG 102.

Sjagaklettur skal høggast upp
Hvalbiartrolarin Sjagaklettur skal høggast upp. Skipið er í so vánaligum standi, at reiðaríðið hevur avgjørt, at selja Sjagaklett til upphøggingar.

Thor Goliath fór í gjár av Hvalba við Sjagakletti uppá sleip, Sjagaklettur skal høggast upp í Danmar.

Sjagaklettur hevur tað seinastu tíðina partrolað saman við Vesturleika úr Sørvági.

18.01.2011 20:00

Tveir bláir stefna að hvort öðrum


    13. Happasæll KE 94 og 1458. Gulltoppur GK 24, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 18. jan. 2011

18.01.2011 19:00

Skjöldur RE 57
   2545. Skjöldur RE 57, að koma inn til Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 18. jan. 2011

18.01.2011 18:13

Íslandsbersi HF 13


   2099. Íslandsbersi HF 13, að koma inn til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 18. jan. 2011

18.01.2011 16:58

Gulltoppur GK 24 slapp vel

Eins og sást vel á myndunum sem ég tók af neðansjávarsjónvarpinu hjá Köfunarþjónustu Sigurðar, var ekki gott útlit hjá Gulltoppi GK 24, þar sem sver keðja hélt skrúfunni fastri. Um hádegisbilið í dag mættu starfsmenn Köfunarþjónustu Sigurðar aftur á staðinn með slípirokk og fleiri áhöld og með fagmannlegum hætti tókst að losa keðjuna burt og kom þá í ljós að frekara tjón var ekki á skrúfu, stýri eða öðru þarna neðansjávar. Eins skaðaði þessi mikla festa ekki vélabúnað og því lauk verki fljótt og vel.
Hér birti ég mynd af Sigurði Stefánssyni klæddum sínum kafarabúningi og eins myndir teknar af bátnum við mismundandi birtuskilyrði í morgun.


   Sigurður Stefánsson, tilbúinn að stökkva í sjóinn í dag


                                1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 8 í  morgun


                           1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 10.30 í morgun
       1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 12 á hádegi, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 18. jan. 2011

18.01.2011 15:35

Haugagut með loðnu til Eskifjarðar í dag

Norski loðnubáturinn  Haugagut, kom um kl. 13.30 í dag með um 670 tonn af loðnu til Eskifjarðar. Tók Óðinn Magnason þessa mynd af vefmyndavélinni þar sem báturinn sést koma þangað.


     Haugagut, á Eskifirði í dag © mynd Óðinn Magnason, af vefmyndavélinni á Eskifirði um kl. 13.30. í dag

18.01.2011 15:22

Plastbátur með skemmd skrúfublöð

Núna áðan var tekinn upp í slipp bátur sem er með öll skrúfublöðin skemmd. Hér er ekki um að ræða Gulltopp sem ég sagði frá í nótt, því frétt um hann kemur á eftir þessari. Sá sem á þessi skrúfublöð verður nánar til umfjöllunar eftir miðnætti í nótt, en hér koma tvær neðansjávarmyndir sem Sigurður Stefánsson kafari tók af skrúfu bátsins og fleiri myndir einnig frá honum á miðnætti.
               Tvær af þeim neðansjávarmyndum sem Sigurður Stefánsson, kafari tók af bátnum sem  nánar verður sagt frá á miðnætti, en þessi bátur var tekinn upp í slipp nú síðdegis © myndir Sigurður Stefánsson, 17. jan. 2011

18.01.2011 12:00

3 Seldir úr landi og einn afskráður

Samkvæmt skipaskrá Araklóar fyrir árið 2011, sem Jón Sigurðsson, ritstjóri hefur nýlega sent mér, hafa fjögur skip sem ég vissi ekki af og því ekki sagt frá hér á síðunni, farið af íslensku skipaskránni. Þrjú þeirra hafa verið seld úr landi og eitt afskráð og birti ég hér myndir af þremur þeirra.

Það skipanna sem ég birti ekki mynd af er 2450. Eiki Matta ÞH 301 sem seldur var til Svíþjóðar.

Hin skipin sem ég birti myndir af eru: 2719. Fengur HF 89, ex Tenor, sem var seldur til Belize, 2459, Gunnþór ÞH 75 ex Stafnes KE 130, sem var seldur til Noregs og 1032. Pilot BA 6, ex Hafborg KE 54, sem var afskráður.


    2459. Stafnes KE 130 sem síðast hét Gunnþór ÞH 75 © mynd viðskiptahúsið


             1032. Pilot BA 6 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Magnús Jónsson


               2719. Fengur HF 89 ex Tenor © mynd Hilmar Bragason, í júní 2010

18.01.2011 10:00

Dóri GK 42 og Auður Vésteins GK 88


     2622. Dóri GK 42 og 2708. Auður Vésteins GK 88, í Sandgerðishöfn í gær © myndir Emil Páll, 17. jan. 2011

18.01.2011 09:43

Gísli Súrsson GK 8
    2608. Gísli Súrsson GK 8, í Sandgerðishöfn í gær © myndir Emil Páll, 17. jan. 2011

18.01.2011 08:17

Hópsnes GK 77


            2673. Hópsnes GK 77, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 17. jan. 2011

18.01.2011 07:05

Freyja KE 100


           2581. Freyja KE 100, í Sandgerðishöfn  © mynd Emil Páll, 17. jan. 2011

18.01.2011 01:36

Fékk keðju í skrúfuna á landleið

Um miðnætti kom björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein til Keflavíkur með línubátinn Gulltopp GK 24. En hjálparbeiðni barst frá bátnum um kl. 18 í gærdag (mánudaginn 17. jan.) þar sem báturinn hafði fengið í skrúfuna er hann var staddur um 8 sm. NV af Sandgerði á leið í land. Var óskað eftir að kafari kæmi út, en sökum þess hve mikil ölduhæð var á staðnum taldi Sigurður Stefánsson kafara það ekki ráðlegt, enda átti síðar eftir að koma í ljós að keðja hafði m.a. farið í skrúfuna.
Kom þetta í ljós eftir að komið var að bryggju í Keflavík og var þá ákveðið að fresta því þar til í fyrramálið að ná keðjunni, enda langlega hvort sem er.

Helst er talið að keðja þessi sé bólfæri af baugju sem hafi vafist utan um skrúfuna og lent á milli þannig að skrúfan stöðvaðist úti á sjó. 

Tók ég þessar myndir þegar bátarnir komu að landi og eins myndir af skermi neðansjávarsjónvarpsins sem Sigurður er með  og má þar sjá keðjuna fasta, eftir að búið er að ná því lauslega í burtu.


                         1458. Gulltoppur GK 24, nálgast hafnargarðinn í Keflavík
                                   2310. Hannes Þ. Hafstein í Keflavíkurhöfn


                         Hérna sést skrúfa bátsins  og aðeins sést í keðjuna


                      Sigurður að störfum undir bátnum og keðjan lengst til vinstri


                                         Hér sést í keðjuna
                                 © myndir Emil Páll, 18. jan. 2011

17.01.2011 23:00

Bjössi RE 277 og Von GK 113


       2733. Von GK 113 og 2553. Bjössi RE 277, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 17. jan. 2011