04.01.2011 08:08

Árni Friðriksson heldur til loðnuleitar

visir.is

Árni Friðriksson heldur til loðnuleitar

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar og er ráðgert að fimm veiðiskip taki þátt í skipulagðri leit undir stjórn leiðangursstjórans á Árna Friðrikssyni.

Leiltað verður í austur frá Eyjafirði, fyrir Austurlandinu til Hafnar í Hornafirði. Byrjunarkvótinn núna er 200 þúsund tonn og eru vonir bundnar við að niðurstöður úr þessum leiðangri gefi tilefni til þess að bæta við hann.

Þrjú skip byrjuðu loðnuveiðar fyrir áramót, sem ekki hefur gerst í nokkur ár.