Færslur: 2011 Janúar

28.01.2011 23:00

Hafdís SU 220 og Sunna Líf KE 7
     1523. Sunna Líf KE 7 og 2400. Hafdís SU 220, á Stakksfirði, framan við Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 28. jan. 2011

28.01.2011 22:00

Tré, stál - Tré, stál

Hér sjáum við tvo eikarbáta og tvo stálbáta raðað sitt á hvað, við bryggju í Njarðvík í dag.
     1396. Lena ÍS 61, 363. Maron GK 522, 1420, Keilir SI 145 og 2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvik í dag © myndir Emil Páll, 28. jan. 2011

28.01.2011 21:00

Icelandair-þota að koma inn til lendingar í Keflavík
                                   © myndir Emil Páll, 28. jan. 2011

28.01.2011 20:00

Hásteinn ÁR 8 í sleðanum

Stokkseyrarbáturinn Hásteinn ÁR 8, er búinn að vera í slippnum í Njarðvik í þó nokkurn tíma, og í dag tók ég þessar myndir af honum þar sem hann var kominn í sleðann og tilbúinn til sjósetningar.


     1751. Hásteinn ÁR 8, í sleðanum milli, 1125. Gerðar ÞH 110 og Tony ex Moby Dick


                                   Sá til vinstri, er 1751. Hásteinn ÁR 8


                                          © myndir Emil Páll, 28. jan. 2011

28.01.2011 19:00

Sunna Líf KE 7, Hafdís SU 220 og Hákon EA 148

Rétt fyrir hádegi í dag mátti sjá samtímis þessa þrjá báta á Stakksfirðinum, þ.e. Sunnu Líf KE 7, Hafdísi SU 220 og Hákon EA 148


               1523. Sunna Líf KE 7, 2407, Hákon EA 148 og 2400. Hafdís SU 220


               1523. Sunna Líf KE 7, 2400. Hafdís SU 220 og 2407. Hákon EA 148


      1523. Sunna Líf KE 7, 2400. Hafdís SU 220 og 2407. Hákon EA 148, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 28. jan 2011

28.01.2011 18:00

Quo Vadis R-86-K ex Jón Sigurðsson GK 62 og GK 110

Í fyrradag er ég birti þessa mynd, skoðaði ég ekki nógu vel sögu bátsins, en nú hefur komið í ljós að hér er um að ræða fyrrum íslenskan bát sem bar nafnið Jón Sigurðsson GK 62 og síðar GK  110 með heimahöfn í Grindavík.
Þó sjálfsagt einhverjir haldi að nafnið sé í höfuðið á Jóni Sigurðssyni Forseta er svo ekki, heldur er þetta nafn Jóns Sigurðssonar sem keypti Fiskijöl og lýsi í Grindavík eftir bruna fyrir tugum ára og byggði upp og gerði að miklu fyrirtæki. Umdæmisstafirnir GK 62 er fengnir til að setja punktinn fyrir nafngiftina, því Jón var alla tím með bílnúmerið G 62.

Bátur þessi hefur borið allmörg nöfn s.s. Torbas M-35-HÖ, King Cross FR 380, Jón Sigurðsson GK 62, Jón Sigurðsson TN 1110, Jón Sigurðsson GK 110 og aftur Jón Sigurðsson TN 1110, Östeanger H-128-AV, Morten Einar H-121-AV og Quo Vadis R-86-K     Quo Vadis R-86-K, frá Noregi ex 2275. Jón Sigurðsson GK © mynd Shipspotting, M/S Rovaer

28.01.2011 17:00

Nótin af Hákoni EA tekin í land

Núna þegar frystingu síldarinnar um borð í Hákoni EA lýkur, er þessu kafla síldveiðanna lokið, hvað sem síðar verður. Notuðu þeir því það tækifæri í gærkvöldi að setja síldarnótina á land í Helguvík og í morgun var hún sett á flutningatæki frá Jóni og Margeiri sem flutti nótina til Grindavíkur þar sem hún verður yfirfarin og síðan geymd fram að næsta síldarúthaldi.
Þessa myndasyrpu tók ég í morgun á tíunda tímanum úti í Helguvík, er verið var að taka nótina af bryggjunni og setja hana á flutningavagnana


     Nótin af 2407. Hákoni EA 148, sett á flutningavagn frá Jóni & Margeiri í Helguvík í morgun. Þaðan var nótin flutt til Grindavíkur © myndir Emil Páll, 28. jan. 2011

28.01.2011 16:32

Besiktas Halland


                Besiktas Halland © myndir Sigurður Bergþórsson, 27. jan. 2011

28.01.2011 15:53

Bjartur NK 121 og Vöttur


           1278. Bjartur NK 121 og 2734. Vöttur, í Neskaupstað í gærmorgun © myndir Bjarni G., 27. jan. 2011

28.01.2011 11:04

Vöttur sótti tvo fleka

Vöttur kom í gærmorgun til Neskaupstaðar til að ná í tvo nýja fleka. Fer annar á Reyðarfjörð og hinn á Stöðvarfjörð.


    2734. Vöttur með flekana tvo, sem mér sýnist vera flotbryggjur fyrir smábáta © myndir Bjarni G., 27. jan. 2011

28.01.2011 10:28

Sæfari NK 100 hífður á land    1844. Sæfari NK 100 hífður á land á Neskaupstað í gær © myndir Bjarni G. 27. jan. 2011

28.01.2011 09:25

Hafþór SU 144 kemur með Sæfara NK 100

    2157. Hafþór SU 144 og 1844. Sæfari NK 100 á Neskaupstað eftir hádegi í gær © myndir Bjarni G., 27. jan. 2011

28.01.2011 08:03

Hafþór SU 144
             2157. Hafþór SU 144, á Norðfirði í gær © myndir Bjarni G., 27. jan. 2011

28.01.2011 07:11

Bjartur NK 121

Hér sjáum við myndir sem Bjarni Guðmundsson, tók eftir hádegið í gær, af Bjarti NK 121, er hann var að fara út frá Neskaupstað.


       1278. Bjartur NK 121, fer út frá Neskaupstað upp úr kl. 13 í gær © myndir Bjarni G., 27. jan. 2011

28.01.2011 00:00

Stormur ÍS 800 / Björg TN 1273 / Gísli BA 245

Bátur sá sem nú er til umræðu var framleiddur af Trefjum í Hafnarfirði, sem Cleopatra 28 og síðan lengdur í Færeyjum og varð eftir það Cleopatra 34. Lauk framleiðslu á honum í maí 2000 og varð hann þá Stormur ÍS 800, síðan varð hann Sirrý ÍS 94, Sirrý SH 11 og Björgin SU 23. Árið 2007 var hann seldur til Færeyja þar sem hann hlaut nafnið Björg TN 1273, en ekki er klárt hvort það sé eina nafnið í Færeyjum. Í haust var hann keyptur aftur hingað til lands og þá fyrst til Hafnarfjarðar en fljótlega seldur til Patreksfjarðar þar sem hann hefur nú fengið nafnið Gísli BA 245.

Hér koma nokkrar myndir af honum bæði undir fyrsta nafninu hérlendis, því færeyska og loks því sem nú er komið á hann.


         2389. Stomur ÍS 800 © mynd Jón Páll, í ágúst 2001


                    Björg TN 1273, á hafnargarðinum í Sandgerði 25. nóv. 2010


           Björg TN 1273, kominn í hús hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði þar sem smávægilegar breytingar og endurbætur fóru fram
                      2389. Gísli BA 245, 27. jan. 2011 © myndir Emil Páll