04.01.2011 17:32

Margit FD 271: Upphaflega íslenskur

  Þetta er einn af svonefndu Óseyjarbátunum, skrokkurinn var smíðaður í Póllandi og til stóð að klára bátinn í Hafnarfirði, en úr því varð ekki, þar sem eldur kom upp í Ósey og skemmdist þá báturinn og því var smíði hans lokið í Daníelsslipp í Reykjavík. Vegna brunans var hætt við að gera hann að Friðrik Bergmann SH og hann var seldur til Reykjavíkur og úr varð Sigurður Einar RE 62, árið 2000. Útgerðin var þó ekki löng hérlendis því hann var seldur til Færeyja tveimur árum síðar og bar fyrst þar nafnið Hvitabjörn TN 1162, en heitir nú Margrit FD 271 og er í dag frá Saltangará.
   


   Margrit FD 271 ex 2377. Sigurður Einar RE 62 © mynd skipini.com