Færslur: 2011 Janúar

14.01.2011 17:00

Góð veiði í brælunni

Jæja þá kom loksins að því að bátar kæmust á sjó og virðist þeir eigi að geta róðið í nokkra daga a.m.k. Þrátt fyrir að flestir bátar væru í landi sökum brælu undanfarna daga átti það ekki við um alla. T.d. voru þeir á Ósk KE 5 á veiðum suma þá daga þegar flestir aðrir voru í landi og fiskuðu vel eða a.m.k tvo 17 tonna róðra. Nú hafa þeir eins og áður hefur komið fram fært sig yfir á Erling KE 140.


      1855. Ósk KE 5, við bryggju í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 14. jan. 2011

14.01.2011 16:34

Erling KE 140 á veiðar á ný

Í dag var unnið að því hörðum höndum að gera Erling KE 140, klárann til að fara út að leggja, en hann hefur nú tekið við hlutverki Ósk KE 5, bæði hvað varðar áhöfn og kvóta. Stendur til að hann fari út jafnvel í dag eða kvöld. Hér eru tvær myndir sem ég tók af bátnum eftir að það fór að dimma í dag.
          233. Erling KE 140, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 14. jan. 2011

14.01.2011 11:36

Gamall skólafélagi, nú á Reyðarfirði

Í morgun barst mér þessi mynd frá Helga Sigfússyni, sem starfar í vaktstöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Þó svo að hér sé ekki um skipamynd að ræða ætla ég að birta hana hér, því ég veit að margir Suðurnesjamenn og aðrir hafa gaman að sjá hana. Við Helgi erum jafnaldrar úr Keflavík og gegnum í sama skóla, þó svo að við hefðum aldrei verið bekkjarbræður, en þekktumst vel, en í dag er það eins og margt annað að við hittumst helst á Ljósanótt.


                        Helgi Sigfússon, í vaktstöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði

14.01.2011 08:00

Brudanes

Í nótt var fjallað um bát sem endaði sem Brudanes, fyrst í Noregi og síðan á Írlandi. Er báturinn var seldur til Írlands kom annað Brudanes til sögunnar og það er á þessum tveimur myndum. Þetta Brudanes var smíðað 1979 og fékk þá nafnið Nybo, 1998, varð það Sedulous FR 268, 2001 Krossfjord og 2002 fékk það nafnið Brudanes, en það var sama ár og fyrra Brudanesið var selt til Irlands.


                                                        Brudanes
     

                                   Brudanes © mynd Aage, 1. sept. 2009

14.01.2011 07:15

Segla T-50-LK


   Segla T-50-LK frá Tromsö í Noregi © mynd MarineTraffic, Roar Jensen, 9. júní 2010

14.01.2011 00:00

Auðunn GK 27 / Hafsteinn RE 133 / Mummi GK 120 / Brudanes

Þessi norsksmíðaðir bátur var gerður út hérlendis um tíma og fór síðan aftur til Noregs og breytt þar í brunnbát og fór þaðan til Írlands til sömu afnota.


           21. Auðunn GK 27 © mynd Snorrason


               21. Auðunn GK 21 © mynd Snorrason


           21. Auðunn GK 21 © mynd Snorrason


                               21. Auðunn GK 21 © mynd Snorri Snorrason


                      21. Hafsteinn RE 133 © mynd Snorrason


                   21. Mummi GK 120 © mynd Emil Páll


                               21. Mummi GK 120 © mynd Emil Páll


                            21. Mummi GK 120 © mynd Emil Páll


                             21. Mummi GK 120 © mynd Snorrason


                                        Brudanes © mynd Sydney Sinclair


                                      Brudanes © mynd Richard Patron

Smíðanúmer 8 hjá Brattvaag Johnsens Skipverft, Brattvaag, Noregi 1959, Lengdur 1966.

Eftir að báturinn komst í norskra eign var honum breytt í tankara (brunnbát) hjá Bugeverk. Endurbyggður hjá Flatsetsund Enineering í Frei í Noregi 2001.

Var í Noregi með IMO nr. 7012867 en af einhverri ástæðu var því breytt í Írlandi í 503.476.

Seldur úr landi til Noregs í ágúst 1990 og þaðan til Írlands 2002.

Nöfn: Auðunn GK 27, Hafsteinn GK 107, Hafsteinn RE 133, Mummi GK 120, Atlanúpur ÞH 263 og núverandi nafn: Brudanes

13.01.2011 23:00

Hovden Viking


           Hovden Viking, frá Noregi © mynd MarineTraffic, Roar Jensen, 13. júlí 2010

13.01.2011 22:00

Havbas


              Havbas, frá Noregi © mynd MarineTraffic, Roar Jensen, 27. júní 2010

13.01.2011 21:03

Búið að kyrrsetja Havfrakt á Þórshöfn

Búið er að kyrrasetja færeyska flutningaskipið Havfrakt sem strandaði fullfermnt á Þórshöfn nú í vikunni. Stóð til að skipið færi frá landinu í kvöld í fylgd varðskipsins Ægis, en svo verður ekki og er annað flutningaskip á leiðinni til að taka mjölfarminn sem var í skipinu, áður en hugað verði af skipinu sjálfu

Stutt er síðan þetta sama skip strandaði og sjáum við hér mynd sem sýnir það á strandstað 24. sept. sl. í Finnsnesrennu


    Havfrakt, á strandstað í Finnsnesrenna © mynd MarineTraffic Bjoern Hansen, 24. sept. 2010

13.01.2011 20:36

Arnoytind


    Arnoytind T-8-S, frá Tromsö í Noregi © mynd MarineTraffic, Roar Jensen, 15. sept. 2010

13.01.2011 20:00

Um 900 vinna við sjávarútveg í Grindavík

grindavik.is:

 
Um 900 vinna við sjávarútveg í Grindavík 

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra fundaði með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum á mánudagsmorgun en Víkurfréttir fjalla um fundinn. Grindavík ber höfuð og herðar yfir aðra í sjávarútveginum á Suðurnesjum. Þar eru veiðar og vinnsla að skapa störf fyrir á níunda hundrað manns í tæplega þrjú þúsund manna bæjarfélagi.

Tilefni fundarins var erindi sem Reykjanesbær sendi ráðuneytinu 1. nóvember í fyrra, þar sem bent var á að bolfiskafli á land í Keflavík og Njarðvík (Reykjanesbæ) var um 50 þúsund tonn á ári á 6. og 7. áratug síðustu aldar og Keflavík var ein aflahæsta höfnin á Íslandi. Nú berast um 5000 tonn á land í Reykjanesbæ árlega eða um 10% af því sem áður var. Fiskvinnsluhúsin sem enn standa og gætu tekið á sig tugþúsundir tonna af hráefni, vantar sárlega hráefni og hundruð manna gætu fengið vinnu.

Mikið óunnið hráefni fer frá landinu á sama tíma og enn má fullnýta betur þær afurðir sem berast á land. Á fundinum með Jóni voru kynntar gagnlegar upplýsingar um veiðar og vinnslu á Suðurnesjum og rætt var um framkvæmd byggðakvótans. M.a. kom fram hjá Helgu Sigurrós Vigfúsdóttur hjá Fiskistofu að öfugt við Vestfirði og Snæfellsnes er verið að vinna úr meiri afla á Suðurnesjum en þar er landað.

"Þetta var fyrst og fremst ágætur upplýsingafundur. Við fengum góðar upplýsingar um stöðu veiða og vinnslu á Suðurnesjum, sem gefa til kynna að Suðurnesjamenn sækja enn sjóinn stíft og vonandi munum við gera það áfram," sagði Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Víkurfréttir eftir fundinn.

Róbert sagði áberandi að á Suðurnesjum er talsvert meiri afli unninn en kemur á land. Á Vestfjörðum og Snæfellsnesi senda menn talsvert frá sér til vinnslu.

"Grindvísku bátarnir eru víða um land, en mikið af þeirra afla er keyrt til Grindavíkur til vinnslu. Mikil vinnsla á Suðurnesjum hefur líklega tvær meginskýringar. Annars vegar nálægðin við flugvöllinn og hins vegar að fyrirtækin, sérstaklega í Grindavík og Garði, eru mjög öflug og halda úti vinnslu allt árið um kring. Það skapar stöðuga atvinnu fyrir vel á annað þúsund manns á Suðurnesjum. Um 300 í Garði og milli 8 og 9 hundruð í Grindavík. Í Vogum er líka talsverð vinnsla á vegum Þorbjarnar. Fyrirtækin hafa líka myndað mjög sterk viðskiptasambönd víða um heim sem þau vilja treysta og efla, sem kallar á að þau fái fisk víðar af landinu," sagði Róbert.

"Í ljósi þessa höfum við lagt áherslu á að þessi styrka stoð í atvinnulífinu á Suðurnesjum eigi að fá frið og svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna. Nóg er um óvissu og afskipti af atvinnulífinu á Suðurnesjum. Það er alltaf verið að tala um nýsköpun og næsta stóra verkefni, en við megum ekki gleyma undirstöðunni sem hefur verið til staðar allan tímann. Þessar undirstöður hafa líka stutt mörg nýsköpunarverkefni, og þá sérstaklega í áframvinnslu á sjávarafurðum," segir Róbert Ragnarsson.

Um byggðakvóta sagði Róbert þetta: "Byggðakvótinn virkar þannig að hann er að mestu tekinn af því aflamarki sem er til staðar í bolfiski. Það er því í raun verið að færa verðmæti og störf milli svæða, en ekki skapa ný. Við, eins og Garðmenn, teljum að byggðakvótakerfið sé ekki lausn á vanda nokkurs svæðis. Byggðakvóti ætti að vera neyðarráðstöfun. Nokkurskonar lyfjagjöf til byggða í sárum. Hins vegar virðist lyfjagjöfin vera orðin nokkuð stöðug og viðvarandi til ákveðinna svæða, sem bitnar á svæðum eins og okkar. Mér sýnast ýmis ákvæði í reglugerðinni, svo sem um stærð byggðarlaga taka mið af stöðu mála á ákveðnum svæðum, sem líklega eru ríkinu betur þóknanleg. Ég kallaði eftir upplýsingum um heildarúttekt eða árangursmat á byggðakvótakerfinu, en það virðist engin slík úttekt hafa farið fram. Mér finnst það ótrúlegt í ljósi umfangsins og hve lengi þetta kerfi hefur verið við lýði," sagði Róbert.

Róbert nefnir einnig annað hagsmunamál saltfiskframleiðenda í Grindavík: "Það hefur heldur ekkert mat farið fram á áhrifum þess að banna notkun fjölfosfata í saltfiskvinnslu á Íslandi. Íslenskir saltfiskframleiðendur hafa notað þetta hjálparefni í um 10 ár, með þeim árangri að íslenskur saltfiskur er verðmætari en t.d. norskur saltfiskur. Efnið er nýtt í ýmsa aðra matvælavinnslu í dag. Í saltfiski dregur það úr þránun, þannig að hvíti liturinn heldur sér betur og fiskurinn verður verðmætari. Efnið skolast að langmestu leyti úr fiskinum fyrir notkun, þannig að efnið er ekki aukaefni heldur hjálparefni við vinnslu".

Róbert sagðist vonast til þess að þessi fundur væri fyrsta skrefið í auknu upplýsingaflæði og samskiptum milli Suðurnesja og ríkisins um sjávarútvegsmál. Sjávarútvegur er stærri atvinnuvegur á Suðurnesjum en margir gera sér grein fyrir og mikilvægt fyrir heimamenn að hlú að honum og skapa góð rekstrarskilyrði.

13.01.2011 19:33

Þyrlur LHG í útkall vegna skipverja sem slasaðist

Landhelgisgæslan:

13.1.2011

Fimmtudagur 13. janúar 2011

Landhelgisgæslunni barst í morgun kl. 10:26 beiðni um að sóttur yrði slasaður skipverji í litháíska flutningaskipið Skalva sem statt var um 115 sjómílur SV af Reykjanestá. Var skipstjóra gefið samband við þyrlulækni sem mat ástand sjúklings svo að það þyrfti að sækja hann með þyrlu.

Voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út og fóru TF-LÍF og TF-GNA í loftið kl. 11:40. Komið var að skipinu um kl. 13:00 og var sjúklingur hífður um borð í TF-GNA. Haldið var til lands kl. 13:12 en áætlað er að þyrlurnar lendi á Reykjavíkurflugvelli um kl. 14:30


              TF-Gná yfir Salva í dag © mynd úr Sjónvarpinu 13. jan. 2011

13.01.2011 16:35

Samherji og samstarfsaðilar erlendis: Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki keypt á skömmum tíma

Fiskifréttir:

  Breska útgerðarfyrirtækið UK Fisheries, sem Samherji á helmingshlut í, hefur keypt á skömmum tíma tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu, Euronor og  Pesquera Ancora, og helmingshlut í því þriðja. Þessi fyrirtæki gera út samtals um 16 skip að togurum UK Fisheries meðtöldum fyrir utan nokkra rækjubáta, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Nýjasta fjárfesting UK Fisheries er kaup á helmingshlut í franska fyrirtækinu Compagnie des Peches Saint Malo. Franska fyrirtækið er með fjölþætta starfsemi, að því er Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri sjávarútvegssviðs Samherja, sagði í samtali við Fiskifréttir.


13.01.2011 16:12

Google borgar sig...

visir.is:

Snekkjan Senses.
                                                          Snekkjan Senses

Google stofnandinn Larry Page er nú kominn í bátaklúbb milljarðamæringanna. Hann tók rétt fyrir áramót við sextíu metra snekkju sem heitir Senses.

Ólíkt öðrum milljarðamæringum keypti Page hinsvegar notað skip. Það er þó hin vænsta dugga ef marka má verðmiðann. Page borgaði fyrir hana um fimm milljarða íslenskra króna. Þá á hann eftir um 1.760 milljarða króna í lausafé.

Borðsalurinn er snotur.
Borðsalurinn er snotur.

Á skipinu er náttúrlega þyrlupallur, líkamsræktarstöð, mörg sólþilför, tíu gestasvítur og fjórtán manna áhöfn. Innréttingarnar eru eftir frægan franskan hönnuð, Philippe Starck.

Ein af tíu svítum.
Ein af tíu svítum.

Page keypti skipið af nýsjálenskum auðjöfri Sir Douglas Meyer sem rekur miklar bruggverksmiðjur í heimalandi sínu.Larry Page og frú.
Larry Page og frú.

Page er 37 ára gamall. Eiginkona hans er fyrrverandi fyrirsæta Lucinda Southworth. Henni kvæntist hann árið 2007 á Necker eyju, sem er í eigu breska auðkýfingsins Richards Branson. Hjónin eiga eins árs gamlan son.

13.01.2011 08:41

Kafarar þéttu rifur á færeyska flutningaskipinu

visir.is:

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. MYND/Arnþór

Kafarar frá Akureyri náðu í gær að þétta rifur á botni færeysks flutningaskips, sem laskaðist á leiðinni út frá Þórshöfn á Langanesi í fyrrinótt þegar það tók þrisvar niðri á boða, úti fyrir höfninni.

Skipverjar snéru skipinu aftur til hafnar og höfðu dælur unadn við að dæla sjó úr því. Sjópróf vegna málsins verða fyrir hádegi, og síaðn er gert ráð. fyrir að skipið sigli til Færeyja í fylgd varðskips, til öryggis.

Flutningaskipið er fullestað af fiskimjöli.