Færslur: 2011 Janúar

05.01.2011 17:00

Ásta GK 262


                   1231. Ásta GK 262. í Sandgerði  © mynd Emil Páll, 5. jan. 2011

05.01.2011 16:16

Sunna Líf KE 7, Íslandsbersi HF 13 og Salka GK 79


        1438. Salka GK 79, 2099. Íslandsbersi HF 13 og 1523. Sunna Líf KE 7, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 5. jan. 2011

05.01.2011 13:02

Góð rækjuveiði í Arnarfirði

bb.is:

Höfrungur BA-60 gerir út á rækju í Arnarfirði. Ljósm: sax.is / Magnús Jónsson.
Höfrungur BA-60 gerir út á rækju í Arnarfirði. Ljósm: sax.is / Magnús Jónsson.

"Aflabrögð hafa verið góð í haust og vetur. Rækjan er nokkuð smá en nóg af henni," segir Jón Þórðarson, skipstjóri á Höfrungi BA, sem er einn af fjórum bátum sem gerður er út á rækju í Arnarfirði. "Bátarnir eru með mismikið af kvóta þannig menn eru komnir mislangt með skammtinn á þessu fiskveiðiári en veiðin mun sjálfsagt halda áfram eitthvað fram á vorið," segir Jón. Nú eru þrjú ár síðan aftur var farið að veiða rækju í Arnarfirði eftir nokkurra ára veiðibann. Aðspurður segist Jón viss um að veiðarnar muni halda áfram á næsta fiskveiðiári. "Spurningin er frekar hvort bætt verði við núverandi aflaheimildir," segir Jón.

Um áramótin hafði Andri BA landað tæplega 79 tonnum í 22 róðrum. Brynjar BA kom með rúm 77 tonn í 32 róðrum, Ýmir með tæp 52 topnn í 18 ferðum og Höfrungur 50 tonn í 23 róðrum.

05.01.2011 10:46

Lúðustofninn bágborinn - vilja banna allar veiðar

visir.is

Þrátt fyrir að risalúður veiðist af og til við landið er ástand stofnsins bágborið.
Þrátt fyrir að risalúður veiðist af og til við landið er ástand stofnsins bágborið. MYND/Vikari.is

Ástand lúðustofnsins hér við land er mjög bágborið og rannsóknir á stofninum ófullnægjandi. Þetta kemur fram í greinargerð sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið taka saman.

Ráðherrann skipaði starfshóp sem sæti áttu í starfsmenn ráðuneytisins, Fiskistofu og Hafró. Á meðal þess sem fram kemur í greinargerðinni er að engin aflamarksstýring er á lúðuveiðum en meirihluti lúðuafla berst sem meðafli. "Auk þess eru stundaðar beinar línuveiðar á lúðu með svokallaðri haukalóð og hefur sú veiði farið vaxandi á undanförnum árum," segir ennfremur.

Hafrannsóknarstofnunin hefur um árabil lagt áherslu á að stöðva beinar lúðuveiðar og í greinargerðinni er tekið undir þá tillögu um leið og öðrum möguleikum til að takmarka sókn í stofninn er velt upp.

Engar ákvarðanir liggja fyrir og er málið nú í höndum ráðherra.05.01.2011 09:05

Metár hjá Þorbirni hf.

grindavik.is:

 
Met ár hjá Þorbirni hf. 

Á árinu 2010 lönduðu skip Þorbjarnar hf. 27.434 tonnum. Aflaverðmætið var rétt um sex og hálfur milljarður. Til samanburðar komu tæp 23 þúsund tonn á land 2009 og aflaverðmætið var 5,2 milljarðar. Afli frystitogara á síðasta ári var 17.325 tonn og afli línubáta var 10.109 tonn.

Í töflu hér að neðan má sjá afla og verðmæti hvers skips síðustu 2 árin:

Bátur Afli 2010 Verðmæti 2010 Afli 2009 Verðmæti 2009        
Gnúpur GK 11 6.981 1.624.000 5.070 1.250.000        
Hrafn GK 111 5.216 1.365.000 4.590 1.185.000        
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255          5.128 1.384.000 3.950 1.075.000        

Sturla GK 12 2.530 528.794 2.514 460.099        
Ágúst GK 95 2.440 529.574 2.289 427.031        
Valdimar GK 195 2.483 521.037 2.128 392.109        
Tómas Þorvaldsson GK 10 2.656 553.215 2.305 401.844
Samtals 27.434 6.505.620 22.846 5.191.083

05.01.2011 09:00

Ásbjörg ST 9 dregur Sigurfara til Hólmavíkur

Hér sjáum við tvær myndir sem Jón Halldórsson birti í gær á síðu sinni www.holmavik.123.is og sýna er 1487. Ásbjörg ST 9, dregur Sigurfara að landi í Hólmavík, sennilega 1977.
           1487. Ásbjörg ST 9, kemur með Sigurfara að landi, sennilega 1977 © myndir Jón Halldórsson, www.holmavik.123.is

05.01.2011 08:30

Sami byggðakvóti milli ára

bb.is:

Frá Hólmavíkurhöfn.
Frá Hólmavíkurhöfn.
Hólmavík er úthlutað 100 þorskígildistonnum í úthlutun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Er það jafn mikið og árið 2010. Heildarúthlutunin nemur 4564 tonnum sem er um 17% aukning frá fyrra fiskveiðiári þegar heildin var 3885 tonn, auk 972 tonnum sem ekki nýttust í fyrri úthlutun. Alþingi samþykkti á árinu lagabreytingu sem heimilar tilflutning byggðakvóta milli fiskveiðiára með sama hætti og gert er með aðrar úthlutanir aflamarks. Byggðakvóti Hólmavíkur var fullnýttur árið 2010 og flyst því ekkert á milli áranna 2010 og 2011. Alls fá nú 44 byggðarlög í landinu úthlutun samkvæmt frétt á vef Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

05.01.2011 08:07

Loðnuleit frestað vegna óveðurs

visir.is:

Loðnuleit frestað vegna óveðurs

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sem átti að halda til loðnuleitar norður af landinu í gær, er enn í Reykjavík.

Brottför var frestað vegna óveðurs og slæmrar veðurspár á leitarsvæðinu næstu daga. Brottför nokkurra loðnuskipa, sem ætluðu að taka þátt í leitinni, var líka frestað, en eitt var lagt af stað áður en óveðrið brast á.

Áhöfnin á því hefur ekkert getað aðhafst vegna óveðurs.
05.01.2011 08:07

Það gefur á 'ann.........

Á miðnætti í nótt kemur löng myndasyrpa af skipum í ölduróti, þar sem í sumum tilfellum gefur vel á hann. Nánar um málið þá.


                                           Sjá nánar á miðnætti í nótt

05.01.2011 07:21

Fiska meira en frystitogarar

bb.is:

Sirrý ÍS var aflahæsti smábáturinn yfir 10 brúttótonn á landinu árið 2010.
Sirrý ÍS var aflahæsti smábáturinn yfir 10 brúttótonn á landinu árið 2010.

Bolvísku smábátarnir vöktu athygli árinu sem var að líða fyrir góð aflabrögð og þá sér í lagi krókaaflamarksbátarnir sem eru yfir 10 brúttótonn. Fjórir bátar hafa trónað í efstu sætum yfir aflahæstu bátana allt síðasta ár og nam aflinn á árinu nær 6.000 tonnum. Þetta eru bátarnir Guðmundur Einarsson ÍS og Sirrý ÍS, sem fyrirtækið Jakob Valgeir ehf., gerir út, Hrólfur Einarsson, sem Völusteinn gerir út, og Einar Hálfdáns ÍS sem Blakknes ehf. gerir út. Aflabrögð voru mjög góð árið 2010; í janúar í fyrra slógu bæði Guðmundur Einarsson og Sirrý aflamet, en afli Sirrýar var þá 220 tonn í mánuðinum. Guðmundur Einarsson byrjaði líka árið vel, en í fyrsta róðri ársins kom hann með 12 tonn að landi og var meðalvigt þorsksins 7,3 kíló, sem er fáheyrt.

Að sögn Guðbjartar Flosasonar, framleiðslustjóra hjá Jakobi Valgeiri, má gera ráð fyrir að aflaverðmæti bátanna sé um 1.400 milljónir króna. Þess má geta að stærsti fyrstitogari Vestfirðinga, Júlíus Geirmundsson, sló á síðasta ári met í aflaverðmæti en þá landaði togarinn afla að verðmæti 1.323 milljónir króna. Fer því nærri að um sama aflaverðmæti sé um að ræða hjá frystitogaranum annars vegar og hins vegar krókabátunum fjórum. Hásetahluturinn árið 2010 var í kringum 30 milljónir á bátum í eigu Jakobs Valgeirs, að sögn Guðbjartar.

"Hjá hvorum bát um sig starfa um 10-12 manns þegar beitingamenn í landi eru taldir með. Hjá öllum bátunum starfa því um 50 manns. Auk þess starfa hjá okkur 40 manns í fiskvinnslunni sem reiðir sig mikið á hráefni frá þessum bátum. Á hverjum bát eru þrír menn og er róið þannig að tveir eru á sjó og einn í landi en með þessu fyrirkomulagi geta bátarnir róið gott sem sleitulaust þegar veður leyfir," segir Guðbjartur.

Afli bátanna árið 2010 var sem hér segir.
Sirrý ÍS 1.687 tonn
Guðmundur Einarsson ÍS 1.644 tonn
Hrólfur Einarsson ÍS 1.294 tonn
Einar Hálfdánsson ÍS 1.263 tonn

05.01.2011 07:10

Þórunn Sveinsdóttir VE 401


   2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 © mynd MarineTraffic, Fredrik Koch, 12. des. 2010

05.01.2011 00:00

Freri RE 73 lætur úr höfn

John Berry, tók þessa myndasyrpu í dag (í gær 4.jan. 2011) er togarinn Freri RE 73, lét úr höfn í Reykjavík, eftir jólafrí um kl. 17, í rúmlega mánaðar langa veiðiferð.  Eins og sést á myndunum er birtan farin að tapast, því eru þetta mjög góðar myndir,  - Sendi ég John Berry kærar þakkir fyrir -
       1345. Freri RE 73, lætur úr höfn í Reykjavík © myndir John Berry, 4. jan. 2011

04.01.2011 23:00

Finnur Friði FD 86

Skipini.com:

Finnur Fríði FD 86


Navn: Finnur Fríði
Heimstaður: Gøta
Smíðistaður: Tromfjord, Noreg
Smíðiár: 2003
Tilfar: Stál

04.01.2011 22:00

Seerose CUX 13


    Seerose CUX 13, frá Cuxhaven © mynd shipspotting Andreas Spörri, 14. júlí 2010

04.01.2011 20:00

Ensis KG 8, ex ísl. aflaskip

Skip þetta sem smíðað var fyrir Hafnfirðinga og kom í rekstur 1964, hét í fyrstu 238. Eldborg GK 13, síðar Albert GK 31, þá Hamra-Svanur SH 201 og Hamrasvanur II SH 261, í síðustu tvo mánuðina áður en það var selt til Hollands 1996 og þar fékk það nafnið Ensis KG 8 og hér birti ég myndir af því undir Hollenska nafninu bæði frá 2006 og eins frá 2009


                             Ensis KG 8 © mynd Stéphane, 23. sept 2006   


                       Ensis KG 8 © mynd Michael Van Bosch, 24. apríl 2009