Færslur: 2011 Janúar

09.01.2011 15:01

Birgir GK 263
         2005. Birgir GK 263, að koma inn til Sandgerðis eftir hádegi í dag © myndir Emil Páll, 9. jan. 2011

09.01.2011 14:46

Skemmtileg syrpa

Á miðnætti í nótt kemur inn skemmtileg syrpa með þessum RE báti.


                           Sjá á miðnætti í nótt © mynd Emil Páll. 9. jan. 2011

09.01.2011 12:21

Eldborgin rakst á ísjaka

Þessa símamynd tók Þorgrímur Ómar Tavsen núna áðan, er Sægrímur og Eldborg sigldu nánast samsíða norður af Garðskaga. Togarinn Eldborg RE er á leið í land eftir að gat kom á olíutank hans. Togarinn var á veiðum við strendur Grænlands og kom gat á skipið þegar það rakst á ísjaka. Hafnarstarfsmenn, slökkviliðsmenn og kafarar taka á móti Eldborginni í Hafnarfjarðarhöfn er hún kemur til hafnar
Fram kom á mbl.is að samkvæmt sögn Kristins Aadnegard, forstöðumanns þjónustusviðs Hafnarfjarðarhafnar, er málið ekki mjög alvarlegt, þótt einhver olía kunni að hafa lekið út. Meiri líkur séu á því að olían haldist í skipinu vegna þrýstings sem skapast í olíutankinum.

Kristinn segir að það taki stuttan tíma að stoppa lekann. Fyrst þétta kafararnir í gatið og að því loknu fer Eldborgin í slipp, áður en hún fer aftur á veiðar.     Eldborg á siglingu til Hafnarfjarðar eftir að hafa rekist á ísjaka © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, norður af Garðskaga núna áðan, 9. jan. 2011

09.01.2011 11:02

Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf - Skipakostur

Af heimasíðu HG: ( allar myndir mikið stækkaðar og því frekar slakar)


                                            Júlíus Geirmundsson ÍS 270


                                                   Páll Pálsson ÍS 102


                                                           Stefnir ÍS 28


                                                              Örn ÍS 31

09.01.2011 10:52

Vinsæl áhöfn Júlíusar Geirmundssonar ÍS

Af vefsíðu Hraðfrystihússins - Gunnvarar

Ganga í augun á bresku stelpunum í biðröðinni

Harðduglegir bráðmyndarlegir strákar úr áhöfn Júlíusar Geirmundssonar
Harðduglegir bráðmyndarlegir strákar úr áhöfn Júlíusar Geirmundssonar
 
Strákarnir í áhöfn Júlíusar Geirmundssonar eiga orðið fríðan flokk aðdáenda utan landsteinanna. Myndir af þeim hanga nú uppi á vegg og blasa við viðskiptavinum Fish'n'Chicken á einum veitingastað fyrirtækisins í Englandi og þykja mikil prýði. Hermt er að myndir af skipverjum veki óskipta athygli ungra kvenna í biðröðinni eftir "Fish'n'chips" skammtinum sínum.

Undanfarin fimmtán ár hefur áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni unnið sérstaklega þorskflök með roði fyrir veitingastaðakeðjuna Fish'n'Chicken. Að baki þessarar stærstu keðju sinnar tegundar þar um slóðir stendur fjölskyldufyrirtæki. Veitingastaðir hennar eru orðnir á fjórða tug. Á meðal einkunnarorða þess er "We work hard to bring you great fish" (Við leggjum okkur fram um að færa ykkur fyrirtaks fisk).

Fyrirtækið, sem aðallega selur á fisk- og kjúklingarétti, leggur ofurkapp á gæði alls hráefnis og íslenski fiskurinn er þar enginn undantekning. Samskipti HG og Fish'n'Chicken hafa verið með miklum ágætum allt frá upphafi og þar ríkir gagnkvæmt traust á milli kaupanda og seljanda, sem er undirstaða farsælla viðskipta.

Þau eru ekki mörg erlendu fyrirtækin sem auglýsa á íslenskum knattspyrnuvöllum. Það er því gaman að geta þess að merki Fish'n'Chicken er við knattspyrnuvöllinn á Torfnesi. Með þeim hætti sýnir þessi enski viðskiptavinur okkar m.a. með látlausum hætti að hann lætur sig samfélagið hér í heimabyggð varða.
 

09.01.2011 10:34

Brendelen SO 709


                  Brendelen  SO 709, í Skagen, Danmörku © mynd Fishing Trawler

09.01.2011 10:02

Flott mynd hjá Jóni Páli

Þessi flottu mynd tók Jón Páll,  einhvertíman á árunum 1985 eða 1986 er þeir voru á loðnu og að leita er þeir komu að þessum borgarísjaka sem var um 40 til 50 sml. norður af Horni. Á honum var ísbjörn og sést hann upp á jakanum fyrir framan stefnið.


                                1525. Eldborg HF 13 © mynd Jón Páll, 1985 eða 1986
 

09.01.2011 00:00

Líf GK 67 sjósett eftir þó nokkrar endurbætur

Í dag ( gær laugardag) var sjósettur í Sandgerði báturinn Líf GK 67, eftir miklar endurbætur, sem unnar voru hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði. Báturinn var lengdur um 1.20 metra, breikkaður og gerðar á hann nýjar síður, svo dæmi séu tekin. Birti ég hér myndir af því þegar báturinn var fluttur frá Sólplasti og til sjávar í Sandgerði, sjósettur og síðan nokkrar myndir af prufusiglingu bátsins, en áður hef ég fylgt bátnum eftir í gegn um endurbæturnar.


     Bíll frá Jóni og Margeiri í Grindavík leggur af stað með bátinn, frá höfuðstöðvum Sólplasts í Sandgerði 

 
                Hér sést nánar hvernig báturinn sem heitir 7463. Líf GK 67 var dreginn


                         Hér er ekið eftir Strandgötunni við gatnamót Hafnargötu


                             Hér er farið fram hjá gatnamótum Víkurbrautar


                             Ekið fram hjá vitanum og niður á hafnargarðinn


                         Þá er 7463. Líf GK 67 komin niður á Hafnargarð


                               Hér er birjað að hífa bátinn af dráttarvagninum


                                     Bátnum slakað miður með bryggjunni


                                            Hér er Líf GK 67 komin í sjó


                           Hér siglir eigandinn út með konu sína í smá prufutúr


                                           Fallegur bátur eftir endurbæturnar


                                        Snúið við og siglt aftur að bryggju


                                         Siglt aftur og nú út úr höfninni
                                      Beygt út í innsiglingarrennuna


                                                  Komið til baka
                    Slegið af ferðinni og siglt í átt að smábátahöfninni í Sandgerði
                                        © myndir Emil Páll, 8. jan. 2011

08.01.2011 23:00

Kaldaskítur


                                     © mynd í eigu Daniels Corolleur

08.01.2011 22:00

Í kröppum sjó


                                   © mynd í eigu Daniels Corolleur

08.01.2011 21:00

Þerney RE 101
                     2203. Þerney RE 101 © myndir í eigu Daniels Corolleur

08.01.2011 20:00

Gunnar Langva M-139-A


          Gunnar Langva  M-139-A, frá Alesundi © mynd Richard Paton, 13. mars 2010

08.01.2011 19:00

Antipolis


                               Antipolis © mynd Gron Paolo, 28. júlí 1977

08.01.2011 18:00

Daðey GK 777


            2617. Daðey GK 777, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 8. janúar 2011

08.01.2011 17:00

Áhafnarbílar

Flestir bátar eru með áhafnarbíla til að flytja áhafnir milli skips og dvalarstaðar og til að snúast í kring um viðkomandi skip, ef þau eru ekki nálægt heimahöfnum. Sumar útgerðirnar hafa merkt þessa bíla mjög skemmtilega og hér birti ég t.d. myndir af tveimur bílum frá Stakkavík, sem eru þó langt í frá nýkomnir með merkingarna, heldur smellti ég myndum á þá bara upp úr þurru í dag.


    Þessir tveir stóðu í dag á hafnargarðinum í Sandgerði meðan viðkomandi bátar voru úti á sjó © myndir Emil Páll, 8. jan. 2011