Færslur: 2010 Nóvember
26.11.2010 14:24
Nýr Tryggvi Eðvarðs SH 2


2800. Tryggvi Eðvarðs SH 2, í Hafnarfirði í morgun. Nýr bátur af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum ehf. © myndir Emil Páll, 26. nóv. 2010
26.11.2010 09:00
Egill Halldórsson SH 2 og Þorlákur ÍS 15 í Bolungavík 2006
Sigurbrandur Jakobsson tók þessa mynd í Bolungavík, haustið 2006 og eru báðir þessir bátar til ennþá, annar vísu með öðru nafni.
1458. Egill Halldórsson SH 2, nú Gulltoppur GK 24 og 2446. Þorlákur ÍS 15, í Bolungarvík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, haustið 2006
26.11.2010 07:16
Lykilorð og hugsanleg lögreglukæra
Varðandi framkomu gagnvart mér í framhaldi af myndatökum í fyrrakvöld í Grófinni. Þá hafa þeir sem þekkja til laga, bent mér á að láta bóka um málið hjá lögreglu og það hef ég gert. Síðan mun ég taka ákvörðun, í samræmi við viðkomandi lögspekinga, hvort kært verður, en lögfróðir menn segja þetta vera líkamsárás annars vegar og hinsvegar frelsissvipting og þar benda þeir á að enginn, já enginn getur bannað myndatökur utan dyra á stað eins og á opnu hafnarsvæði og hvað þá heldur óskað eftir að menn hverfi þaðan, nema lögregla eða vaktmenn og þá einungis ef svæðið er lokað.
Þeim fjölmenna hópi síðueigenda og vina minna um land allt sem sent hafa mér tölvupóst eða einkapóst á Facebook og kvatt mig til að kæra, þakka ég fyrir stuðninginn og hlý orð
26.11.2010 00:00
Gísli Jónsson GK 30 / Sunnutindur SU 59 / Fjölnir GK 17

203. Gísli Jónsson GK 30 © mynd Snorrason

203. Sunnutindur SU 59 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur

203. Sunnutindur SU 59 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur

203. Sunnutindur SU 59 © mynd djupivogur.is

203. Sunnutindur SU 59 © mynd birds.is

203. Fjölnir GK 17 © mynd Funny,photos

203. Fjölnir GK 17 © mynd Ísland 1990
Smíðanúmer 1317 hjá Schlichting, Lubeck-Travemunde, Vestur-Þýskalandi 1960. Kom fyrst til Grindavíkur 5. júní 1960. Lengdur Noregi 1966.
Gísli Jónsson var fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var fyrir Grindvíkinga
Úreldur 1989. Sökkt á Rauða-torginu út af Austfjörðum 2. okt. 1989.
Nöfn: Gísli Jónsson GK 30, Sunnutindur SU 59, Jón á Hofi ÁR 42, Sólveig ÁR 42, Sigurður Sveinsson SH 36, Fjölnir GK 17 og Röst SK 17.
25.11.2010 23:00
Sólfari SU 16

1156. Sólfari SU 16, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Sigurbrandur Jakobsson
Báðir bátarnir sem sjást á myndinni hafa verið rifnir. Sólfari var rifinn í Njarðvík fyrr á þessu ári og utan á honum er 1075. Austurborg SH 56, sem rifin var uppi á bryggju í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum.
25.11.2010 22:00
Rafnkell GK 510

Rafnkell GK 510 © mynd tekin í Sandgerði 6. nóv. 1959, ljósm. ókunnur
25.11.2010 17:34
Hafnarfjörður - Færeyjar - Hafnarfjörður
Í dag var hífður upp á bryggju í Sandgerði bátur með færeysku nafni, sem þó var í upphafi smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði og hefur nú verið keyptur aftur hingað til lands, nánar tiltekið til Hafnafjarðar þaðan sem hann kom siglandi til Sandgerðis. Mun Sólplast taka hann í viðhald og smávægilegar viðgerðir á bryggjunni í Sandgerði.


Björg TN 1273, frá Tórshavn í Færeyjum, en framleiddur hjá Trefjum í Hafnarfirði af gerðinni Cleopatra 34 og nú keyptur aftur til Hafnafjarðar, eða í raun til Álftanes og hugsanlega verið seldur eitthvað annað hér innanlands, samkvæmt óstaðfestum fréttum © myndir Emil Páll, í Sandgerði í dag 25. nóv. 2010
25.11.2010 14:56
Siggi Bjarna GK 5 á dragnótaveiðum

2454. Siggi Bjarna GK 5, á dragnótaveiðum í Faxaflóa í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 25. nóv. 2010
25.11.2010 12:18
Gulltoppur VE 177

498. Gulltoppur VE 177 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur
25.11.2010 11:30
Dulbúin hótun - gestabókin því læst
Titill:
þér er ekki ant um tölvu þína
Efni
Þar sem eigandi bátsinns bað þig að mynda EKKI bátinn en gerir það samt og virðist vera stoltur.. þá er ég hræddur um að þín talva verði ekki starfhæf lengi.. :)
Góðar stundir
Frá:
Bangsi, artic-cat@torg.is,
Ip tala: 194.144.142.52
Í framhaldi af þessu fer þessi færsla, ásamt árás Antons í gærkvöldi til rannsóknar hjá tilbærum aðilum, sem ákveða framhald málsins af minni hálfu
25.11.2010 07:17
Næturmyndir úr Keflavík


Næturmyndir úr Keflavík © myndir Guðmundur Falk, nóv. 2010




