Færslur: 2010 Nóvember

28.11.2010 12:07

Eldborg


                Eldborg, í Hafnarfirði © mynd Jóhannes Guðnason, 22. nóv. 2010

28.11.2010 11:00

Upphaflega Hjörtur NS 37

Þegar Sigurbjartur tók þessa mynd var hafin varðveisla á bátnum og þá stóð hann utan við vélsmiðjuna á Bolungarvík, en það var haustið 2008. Fyrir neðan myndina birti ég ágrip af sögu bátsins.


         1537. Upphaflega Hjörtur NS 37 © mynd Sigurbjartur Jakobsson, haustið 2008

Smíðaður í Skipasmíðastöð Kristjáns Guðmundssonar, í Stykkishólmi 1978. Skráður sem skemmtibátur 1998.

Sökk í Sandgerðishöfn 30. mars 1981, náð upp aftur.

Tekinn af skrá 6. okt. 2000, en hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1996. Hefur staðið við Vélsmiðjuna Hörð á Bolungarvík árum saman og er varðveittur þar.

Nöfn: Hjörtur NS 37, Jón Ingi EA 313, Eva RE 74, Eva Lind ÍS 182, Elín ÍS 50, Brík ÓF 11, Svavar ÓF 27, Svavar ÍS 184 og Byr ÍS 184.

28.11.2010 10:21

Fáninn af Goðanesinu

Þetta sá ég á síðu Joanis Nielsen í Færeyjum og birti orðrétt þ.e. á færeysku

27-11-2010
Flaggið av Goðanesi í Skopun

Sniálvur Røvilsberg hevur flaggið av trolarnum
So er spurningurin hví flaggið av trolaranum, ið fórst á Flesjunum 1957 endaði í Skopun.

- Tað var soleiðis, at eg var við til minningarhaldið í Íslandi undir Grønulíð og kom eg í prát við ein ungan drong sum segði mær, at abbi sín hevði átt flaggið av Góðanes og vildi geva mær tað, sigur Sniálvur Røvilsberg, Skopun (Sandi). Sniálvur hevur ætlanir um, at lata flaggið til sjósavnið á Neskaupstaði.

Goðanes var trolarin hjá Sildavinslan á Neskaupstaði. Hann fórst í Føroyum í 1957 og ein maður doyði, ið var skiparin. - Ólavur Debes, sála,sum var nógv í Skálavík í síni tíð var við hendan túrin tá teir rendu á, skrivaði sandportalurin tann 31.10.2010.

28.11.2010 10:01

Gamall bátur og norðurljósin

Guðmundur Falk sendi mér eftirfarandi:

Sæll Emil ég fór í labbitúr í Fjöruna í Leiruni í myrkrinu og norðaustan kaldanum brrrrrrrrr
Fín mótív þarna og ekki amalegt að fá sér hressingagöngu undir Blikandi Norðljósa hafi eins og segir held ég í einhverju kvæðinu :)
Þarna liggur á Kambinum gamall bátur sem ég man að var í útgerð þaðan þeas úr vörini neðan Stóra Hólms veit ekkert hvaða nafn hann ber eða hvort hann hafi haft skráninganúmer

En allavega læt fylgja mynd frá þessu fallega kvöldi

kær kveðja
Guðmundur Falk


    Gamall bátur í Leiru og Norðurljósin © mynd Guðmundur Falk, 28. nóv. 2010

28.11.2010 00:14

Auðvelt að staðsetja IP tölu

Það hefur þurft mikla fyrirhöfn að finna út IP tölur sem hafa verið að angra mig að undanförnu, en núna rétt áðan var mér kennd leið sem er í raun þegar maður kann aðferðina mjög auðvelt að finna út hvar sú talva er staðsett sem er með viðkomandi IP tölu. T.d. er ég búinn að staðsetja hvar talvar en sem sendi mér hótuninin um nóttina í framhaldi af myndabirtingu af báti í Grófinni. Sú talvar er ...... nei kannski ekki best að upplýsa það hér, en staðfestingin liggur alveg augljós. Samkvæmt mínu get ég þó upplýst að það hún er staðsett í höfuðborginni, nánar tiltekið í gamla bænum og hef ég upplýsingar um það líka hvar þ.e. við hvaða götu og í hvaða húsi.
Þessum upplýsingum mun ég því koma til lögreglu ef ég tek ákvörðun um að kæra málið, sem ég hef ekki tekið ennþá, þrátt fyrir kvattningu frá mörgum af félögum mínum.

28.11.2010 00:00

Haförn GK 321 / Helga RE 49 / Þórir SF 77 / Þórir SF 177

Norsksmíðaður bátur sem var innfluttur hingað til lands aðeins rúmlega ársgamall, og hefur hérlendis borið á rúmlega 50 árum aðeins fjögur nöfn og það síðasta var sett á hann eftir að honum var lagt.


              91. Haförn GK 321 © mynd Snorrason


           91. Haförn GK 321 © mynd Snorrason


                  91. Haförn GK 321 © mynd Snorrason


                                      91. Helga RE 49 © mynd Snorri Snorrason


                                     91. Helga RE 49 © mynd Jón Páll


                                  91. Helga RE 49 © mynd Snorrason


                            91. Helga RE 49 © mynd Snorrason


                          91. Þórir SF 77 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


    91. Þórir SF 77 © símamynd Þorsteinn Guðmundsson


                               91. Þórir SF 77 © mynd af Marine Traffic, 2007


                               91. Þórir SF 177 © mynd Hilmar Bragason


                                 91. Þórir SF 177 © mynd Hilmar Bragason


                                 91. Þórir SF 177 © mynd Hilmar Bragason


                       91. Þórir SF 177 © mynd ríkivatnajökuls

Smíðanúmer 6 hjá Thaules MEk. Verksted. Nygard, Haugasund, Noregi 1956. Innfluttur í apríl 1958. Lengdur 1974. Yfirbyggður 1986.

Helga RE 49 var ávallt gerð út frá Suðurnesjum og landaði mest í Keflavík og Grindavík og var m.a. aflahæst báturinn oft á tíðum og að mig minnir þá undir sjórn Hauks Bergmanns. Þá var báturinn einnig gerður út á humar á sumrin s.s. 2007, er hann var gerður út á veiðar við Eldey og landaði þá reglulega í Grindavík.

Þegar Nýr Þórir SF 77 kom til Hornafjarðar var bátnum lagt, þ.e. á árinu 2009.

Nöfn:  Vico, Haförn GK 321, Helga RE 49, Þórir SF 77 og núverandi nafn: Þórir SF 177.

27.11.2010 23:00

Hamar, Selur og Svavar

Síðasta mánudag birti ég myndir af því þegar Hamar kom til Njarðvikur og í framhaldinu fóru hann, Selur og Svavar til Hafnafjarðar. Voru þær myndir teknar er hersingin fór úr Njarðvík og nú koma þrjár myndir sem sína þau koma til Hafnarfjarð þann sama dag en þær myndir tók konungur þjóðveganna, Jóhannes Guðnason


    2489. Hamar, 2255. Svavar og 5935. Selur koma til Hafnarfjarðar © myndir Jóhannes Guðnason, 22. nóv. 2010

27.11.2010 22:00

Víking M-0337 ex Ólafur Jónsson GK 404

Þessi rússatogari sem gerður er út frá Hafnarfirði af íslensku fyrirtæki, var áður Ólafur Jónsson GK 404


         Viking M-0337 ex 1471. Ólafur Jónsson GK 404, í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Jóhannes Guðnason, konungur þjóðveganna, 22. nóv. 2010

27.11.2010 21:00

Baldvin Njálsson GK 400
    2182. Baldvin Njálsson GK 400, í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Jóhannes Guðnason, 22. nóv. 2010

27.11.2010 20:00

Laxdal NS 47


      1538. Laxdal NS 47, í Reykjavík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, sumarið 2007

27.11.2010 19:00

Salka GK 79, Sunna Líf KE 7, Maggi Jóns KE 77 og Ársæll Sigurðsson HF 80


       Sandgerði í dag: F.v. 1438. Salka GK 79, 1523, Sunna Líf KE 7, 1787. Maggi Jóns KE 77 og 1823. Ársæll Sigurðsson HF 80 © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2010

27.11.2010 18:00

Sæhamar SH 50


                  1028. Sæhamar SH 50, á Rifi © mynd Sigurbrandur Jakobsson

27.11.2010 17:30

Skuldsetning hafin á ný

Þetta fékk ég sent í gegn um netfangið frsent@mbl.is til birtingar:

Eitt af skipum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Jakobs Valgeirs í Bolungarvík.

Eitt af skipum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Jakobs Valgeirs í Bolungarvík.

Viðskipti | Morgunblaðið | 27.11.2010 | 10:30

Fréttaskýring: Skuldsetning hafin á ný

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is

Þrátt fyrir að hafa fengið afskrifaðar skuldir upp á milljarða króna fékk útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. samþykki Landsbankans fyrir því að taka yfir hluta af skuldum annars útgerðarfélags í sambandi við kaup á aflaheimildum og skipum.

Fyrst var sagt frá þessu máli í Kastljósi RÚV í vikunni.

Málið er tiltölulega flókið, ekki síst vegna þess að í því skipta hlutafélög ítrekað um nöfn og kennitölur og skiptast jafnvel á nöfnum.

Jakob Valgeir Flosason.

Jakob Valgeir Flosason.

Í miðju málsins er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík. Hann var einn þeirra sem tók þátt í fjárfestingum Stíms hf., en málefni þess félags er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.

Jakob Valgeir átti persónulega 2,5 prósenta hlut í Stími auk þess sem hann átti önnur 5 prósent í gegnum félag, sem hann átti með Ástmari Ingvarssyni. Aðrir menn honum tengdir áttu svo 25 prósent í Stími til viðbótar.

Stím var stofnað til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group og fékk 19 milljarða króna lán frá Glitni til kaupanna. Þá lánuðu Saga Capital og dótturfélag Fons hf. samtals 5,5 milljarða til félagsins. Þetta lánsfé hefur verið afskrifað og að engu orðið.

Eigið fé Stíms var tveir milljarðar króna og hefur Jakob Valgeir sagt að hann hafi ekki tekið lán fyrir sínum hluta, heldur hafi greitt fyrir hann með reiðufé.

Skuldir afskrifaðar

Í nóvember 2008 námu skuldir fyrirtækja Jakobs við Landsbankann um nítján milljörðum króna. Stærstan hluta þessara skulda bar félagið Jakob Valgeir ehf., eða um 13 milljarða króna. Við skiptingu Landsbankans urðu þessar skuldir eftir hjá gamla Landsbankanum.

Í desemberlok 2008 er skipt um nafn á Jakobi Valgeiri ehf. og nefnist félagið eftir það JV ehf. Annað félag í eigu Jakobs sjálfs, Guðbjartur ehf., skipti einnig um nafn og heitir eftir breytingu Jakob Valgeir ehf. Þetta nýnefnda félag tekur, með samþykki gamla Landsbankans, yfir eignir gamla félagsins og hluta skulda, en meirihluti skuldanna varð eftir í JV ehf. og er tapað fé.

Eins og sjá má er ekki ljóst hve stór hluti áðurnefndra 19 milljarða skulda hefur verið afskrifaður nú þegar eða verður afskrifaður síðar. Það sem liggur fyrir er að skuldir hins nýnefnda Jakobs Valgeirs ehf. námu tæpum sex milljörðum króna í árslok 2008 og af ársreikningi fyrirtækisins má lesa að skuldirnar hafi aukist um 2,5 milljarða frá árinu áður, einkum vegna falls krónunnar.

Víkur þá sögunni að útgerðarfyrirtækinu Festi í Hafnarfirði. Það félag átti eftir hrun í alvarlegum skuldavanda og var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun nóvember 2009 og sett í sölu af nýja Landsbankanum skömmu síðar. Um síðustu áramót var greint frá því að útgerðarfélagið Völusteinn hefði keypt báta og aflaheimildir Festar fyrir um 3,2 milljarða króna. Fékk Völusteinn um 80% kaupverðsins að láni frá Landsbankanum, eða um 2,5 milljarða króna. Völusteinn ehf. var í að stærstum hluta í eigu Gunnars Torfasonar og Ólafs Jens Daðasonar, en Gunnar var einn af hluthöfum Stíms með Jakobi Valgeiri.

Um mitt þetta ár er skipt um nafn á Völusteini og tekur félagið upp nafnið Salting ehf. Annað félag, sem áður hét Salting ehf., skiptir einnig um nafn og heitir nú Völusteinn ehf.

Hið nýnefnda félag Salting er svo selt öðru félagi, B15 ehf., og er salan gengin í gegn 1. september. Þann dag tekur ný stjórn Salting til starfa, en hana skipa þau Jakob Valgeir Flosason og Björg H. Daðadóttir, eiginkona Jakobs. Félagið B15 ehf. er að öllu leyti í eigu Bjargar. Verðið sem B15 greiddi fyrir Salting mun vera rúmur milljarður króna og var að stærstum hluta yfirtaka á skuldum félagsins við Landsbankann. Var það gert með samþykki bankans.

Vilborg GK komin til Jakobs Valgeirs ehf.

Við kaupin á Festi fékk Völusteinn sex báta og fiskvinnslu í Hafnarfirði auk aflaheimilda upp á um 1.650 þorskígildistonn. Mjög fljótlega seldi félagið tvo bátanna, Önnu GK og Ásdísi GK, og Hafdís GK var seld skömmu síðar.

Um síðustu áramót gerði félagið út þrjá báta sem fengust með kaupunum á Festi, Vilborgu GK, Baddý GK og Hildi GK, en Völusteinn átti fyrir Hrólf Einarsson ÍS, sem félagið hafði keypt í maí 2009.

Þegar athugað er hvað orðið hefur um þessa báta nú, tæpu ári eftir kaup Völusteins á eignum Festar, sést að Völusteinn gerir nú aðeins út einn bát, Hrólf Einarsson ÍS. Þá vekur athygli að Vilborg GK er nú í flota Jakobs Valgeirs ehf., en Vilborgu fylgja m.a. heimildir til veiða á 166 tonnum af þorski, 65 tonnum af ýsu og 56 tonnum af steinbíti.

Vilborgin stoppaði því stutt við hjá Völusteini.

Eigið fé félagsins neikvætt um milljarða króna

Félagið í hringiðu þessa máls, Jakob Valgeir ehf., áður Guðbjartur ehf., var rekið með tæplega 3,1 milljarðs króna tapi árið 2008, samkvæmt ársreikningi félagsins. Voru það fjármunagjöld sem léku stærstan hlut í afkomunni, en þau námu tæpum 3,4 milljörðum króna. Segir í ársreikningi að því valdi hrun á gengi krónunnar.

Eignir félagsins námu í árslok 2008 3,6 milljörðum króna, en þar af voru fiskveiðiheimildir metnar á um þrjá milljarða. Langtímaskuldir félagsins nær tvöfölduðust á árinu, fóru úr 2,8 milljörðum í 5,5 milljarða króna. Er þar um að ræða skuldabréfalán.

Skammtímaskuldir tvöfölduðust einnig, fóru úr 240 milljónum í 530 milljónir, einkum vegna stóraukinna afborgana af langtímaskuldum.

Af þessu sést að eigið fé Jakobs Valgeirs ehf. var neikvætt um 2,4 milljarða króna.

27.11.2010 17:00

Íslandsbersi HF 13 og Ragnar Alfreð GK 183


            2099. Íslandsbersi HF 13 og 1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2010

27.11.2010 16:00

Elsti bátur landsins: Fengsæll ÍS 83, á Álftafirði

Bátur þessi árið 1989, elsti bátur Suðurnesja og 4. elsti bátur landsins. 1993 var hann orðinn næst elsti bátur landsins og frá aldamótunum eða árinu 2000 hefur hann verið elsti bátur landsins.


              824. Fengsæll ÍS 83, á Álftafirði © mynd Sigurbrandur Jakobsson

Smíðaður hjá Frederiksund Skipsverft, Fredrikssund Danmörku 1930. Endurbyggður Njarðvík 1971-1972.

Gekk á árunum 1973-1972 undir nafninu ,, Torfbærinn".

Árið 1989 var báturinn elsti bátur Suðurnesja og 4. elsti bátur landsins. Árið 1993 var hann orðin næst elsti bátur landsins og frá aldamótum þ.e. árinu 2000 hefur hann verið elsti bátur landsins.

Nöfn: Huginn GK 341, Jón Dan GK 341, Farsæll SH 30, Sæborg GK 86, Sæborg BA 86, Sæborg RE 328, Sæborg SH 128, Sæborg RE 325, Sæborg KE 102, Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og núverandi nafn: Fengsæll ÍS 83