Færslur: 2010 Nóvember

02.11.2010 00:00

Helga María AK 16
        1868. Helga María AK 16, í Reykjavíkurslipp © myndir Laugi, 31. okt. 2010

01.11.2010 23:04

Brettingur farinn á veiðar undir stjórn Benedikts Sverrissonar

Nú fyrir fáum mínútum eða rétt fyrir kl. 23, lét togarinn Brettingur KE 50 úr höfn í Njarðvík áleiðis á Flæmska hattinn. Áætlað er að veiðiferðin taki 30-40 daga og að landað verði í Kanada.
Skipstjórinn í þessari ferð er Benedikt Sverrisson.

Fyrr í kvöld fjallaði ég ítarlega um skipið og birti myndir af því sem ég tók í dag.

01.11.2010 22:50

Bjarni Sæmundsson


                          1131. Bjarni Sæmundsson © úr Ægi, í nóv. 1985

01.11.2010 22:40

Guðbjartur ÍS 16


           1302. Guðbjartur ÍS 16 © mynd úr Ægi, nóv. 1985, Guðbjartur Ásgeirsson

01.11.2010 22:06

Frá síldveiðum á Grundarfirði í morgun

Svafar Gestsson, sendi mér áðan myndir sem hann tók um borð í Jónu Eðvalds SF í dag og fylgdi með svohljóðandi texti: (Raunar ætlaði hann að senda mér þetta fyrr í dag, en netsambandið var ekki sem best fyrr en nú í kvöld og þá tókst þetta)

Vorum mættir í Grundafjörð um hálf tíu í morgun og köstuðum um k.l. 11 og hittum á mjög gott kast en sprengdum nótina Náðum 4-500 tonnum og fórum síðan að bryggju í Grundarfirði og þar voru strákarnir ekki lengi að gera við enda vanir menn.

Vorum komnir út 2 tímun seinna og tókum þá annað kast sem dugði til að fylla í kælingu eða um 930 tonn.

Stefnum núna til Hornafjarðar með þennann afla í vinnslu.


                                                             Jói Danner


                                                     Síld


                                     Gott kast                                                   Síld á síðunni


                                                     Verið að dæla


                   2643. Júpiter ÞH 363 © myndir Svafar Gestsson, 1. nóv. 2010

01.11.2010 21:00

Slippstöðin, Akureyri


                              Slippstöðin, Akureyri © mynd úr Ægi, nóv. 1985

01.11.2010 20:16

Snekkja Saddams komin heim

Af visi.is

Snekkja SAddams. 
Ps. Saddam átti stærri bátinn.
Snekkja SAddams. Ps. Saddam átti stærri bátinn.

Einkasnekkja Saddams Hussein kom til hafnar í borginni Basra í Írak í dag. Snekkjan hefur verið í Frakklandi síðustu tvö árin, en frönsk yfirvöld lögðu hald á hana þegar hún kom til Nice á Miðjarðarhafsströnd landsins í lok janúar árið 2008. Síðan hefur verið deilt um eignarhald á henni.

Niðurstaðan var sú að hún tilheyrði írösku þjóðinni. Snekkjan er 82 metra löng og ágætlega búin þægindum. Um borð eru sundlaugar, veislusalir, flóttaleið fyrir einræðisherra í litlum kafbát, og eldflaugavarnakerfi

01.11.2010 20:00

Arnarstapi


              Arnarstapi © úr Ægi, apríl 1985, Rafn Hafnfjörð

01.11.2010 19:02

Skinney-Þinganes: 3,6 milljarðar í hagnað - 2,5 í afskriftir

  Úr visi.is                     Skinney-Þinganes: 3,6 milljarðar í hagnað - 2,5 í afskriftir

Skinney-Þinganes hagnaðist um 3,6 milljarða króna í fyrra; en afskriftir hjá dótturfélagi námu tveimur og hálfum milljarði króna. Hagnaður sex stórútgerða í fyrra nam ríflega fjórföldum skattgreiðslum útgerðarinnar í heild.

Fjallað er um afkomu fimmtán stærstu útgerða landsins á í Morgunblaðinu í dag. Þar eru teknar saman upplýsingar úr ársreikningum síðasta árs, þar sem þær liggja fyrir. Þessar útgerðir eru með samanlagt ríflega sextíu prósent af úthlutum aflaheimildum.

Sex útgerðanna eru reknar með milljarða hagnaði. Samanlagt fjórtán komma sex milljörðum í fyrra. Tvær töpuðu samtals tæpum milljarði. Sjö reikninga vantar.

En hvað greiðir útgerðin í sameiginlega sjóði? "Miðað við árið í ár þá eru þetta þrír milljarðar," sagði Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, í viðtali við fréttastofu, á aðalfundi samtakanna fyrir helgi.

Rekstrarhagnaður sex fyrirtækja á síðasta ári nemur því ríflega fjórföldum heildarskattgreiðslum útgerðarinnar.

Samherji skilar mestu, þremur komma sex milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Skinneyjar Þinganess nemur öðru eins, þremur koma sex milljörðum.

Það varð að fréttum fyrir skömmu þegar Landsbankinn afskrifaði tvo og hálfan milljarð hjá dótturfélagi Skinneyjar Þinganess, og varð kveikja að mótmælum fyrir utan bankann. Fyrirtækið tengist Halldóri Ásgrímssyni fyrrverandi forsætisráðherra, sem á lítinn hlut í fyrirtækinu.

Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar, segir að hluti hagnaðarins skýrist af þessum afskriftum; en afskriftin hjá dótturfélaginu er tekjufærð í samstæðureikningi Skinneyjar. Reikningsár Skinneyjar Þinganess, er almanaksárið. Í fréttatilkynningu Landsbankans um afskriftirnar segir hins vegar að skuldir dótturfélagsins hafi verið afskrifaðar í janúar í ár.01.11.2010 19:01

Ný lög um lögskráningu sjómanna taka gildi í dag

Af visi.is

 

Í dag taka gildi ný lög um lögskráningu sjómanna. Nýju lögunum fylgja þær breytingar helstar að lögskráning færist til útgerða og skipstjóra og framvegis verður skylt að lögskrá alla í áhöfn á öllum skipum sem notuð eru í atvinnuskyni. Siglingastofnun Íslands heldur utan um nýja kerfið og sér um lögskráningar þeirra sem þess óska.

Í tilefni af breytingunum heimsótti Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Siglingastofnun og tók nýja kerfið formlega í notkun. Leitast var við að hafa skráningarkerfið þægilegt í sniðum og gekk ráðherra greiðlega vel að ljúka fyrstu lögskráningunni.

Helstu breytingarnar eru:

  • Lögskráningar og framkvæmd þeirra færist frá lögskráningarstjórum til skipstjóra og útgerða eða til Siglingastofnunar Íslands ef útgerðir kjósa að lögskrá ekki sjálfar.
  • Skylt verður að lögskrá alla í áhöfn á öllum skipum sem gerð eru út í atvinnuskyni og eru skráð á íslenska skipaskrá, en skráningarskyld eru öll skip 6 metrar að lengd og lengri. Samkvæmt gildandi lögum er skylt að lögskrá á skip 20 brúttótonn og stærri.
  • Óheimilt er að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir.
  • Útgerðarmaður og/eða skipstjóri getur lögskráð áhöfn síns skips á grundvelli rafrænna skilríkja eða veflykils ríkisskattstjóra. Þá þarf útgerð að fylla út umsóknareyðublað um aðgang skipstjóra og útgerðar að lögskráningu sjómanna sem nálgast má á heimasíðu Siglingastofnunar. Greiða þarf árlegt gjald kr. 3.000 frá og með árinu 2011 fyrir hvern einstakling sem fær aðgang. Að öðru leyti eru ekki innheimt gjöld vegna lögskráningar.
  • Vilji útgerð eða skipstjóri ekki sjá um lögskráninguna sjálf á sitt skip getur hún/hann óskað eftir því að Siglingastofnun annist lögskráninguna. Þá þarf útgerð að fylla út beiðni til Siglingastofnunar Íslands um lögskráningu sjómanna á skip í hvert sinn sem nýskrá á sjómann á skipið, stöðubreyta eða afskrá, en eyðublaðið má nálgast á heimasíðu Siglingastofnunar. Greiða þarf lögskráningargjald með sama hætti og verið hefur, þ.e. kr. 830 fyrir hverja lögskráningu og verður gjaldið innheimt mánaðarlega með greiðsluseðli.
Frekari upplýsingar má nálgast á vef Siglingamálastofnunar.

01.11.2010 19:00

Reykjavík fyrir 25 árum


         Reykjavík © mynd úr Ægi, í jan 1985, Rafn Hafnfjörð

01.11.2010 18:02

Úr Þorlákshöfn 1985


                 Úr Þorlákshöfn © mynd úr Ægi, í nóv. 1985, Rafn Hafnfjörð

01.11.2010 17:15

Brettingur KE 50 siglir á Flæmska í kvöld eða nótt

Nú er ljóst að togarinn Brettingur KE 50 mun leggja af stað í sína fyrstu veiðiferð undir þessu nafni, öðru hvoru megin við miðnætti, komi ekki eitthvað óvænt fyrir. Þar sem togari þessi er sá eini sem nú er gerður út frá norðanverðum Reykjanesskaganum, ætla ég að fjalla nokkuð um skip þetta og birta myndir sem ég tók af því í dag og svo er spurning hvort ég verði viðstaddur þegar sleppt verður í kvöld, en þó alls ekki öruggt.

Með kaupum á þessum togara er Magni Jóhannsson þar með búinn að gera út þrjá síðustu togara sem haft hafa heimahöfn í Keflavík, en hinir voru Sunna og Breki. Magni verður ekki sjálfur með skipið í þessari veiðiferð a.m.k., en haldið verður á rækjumiðin á Flæmska hattinum og trúlega landað í Kanada til að birja með.

Togarinn var smíðaður í Niigata Engineering Ltd. í Niigata, Japan 1973 og síðasta veiðiferðin hérlendis undir nafninu Brettingur NS 50 lauk í mars 2007. Var hann seldur til Skotlands 4. október það ár og fékk þá nafnið Samphire með heimahöfn í Belize, en var afhentur í Hull og stóð þá til að hann myndi veiða rússneskan kvóta við Sierra Leone, en af því varð ekki og sótti Magni skipið út til Hull, er hann keypti það, en  þar hafði það legið frá því að það koma héðan á sínum tíma.

Áður en hann kom með skipið hingað til lands sem var 15. apríl sl. hafði viðgerðir hafist á skipinu ytra og héldu áfram hér heima, en nánast er búið að taka upp allt kramið, nema vélina sem var tekin upp ytra. En að auki var togarinn lengdur og endurbyggður 1988.

Sem Brettingur KE 50 er togarinn skráður í eigu Gotta ehf., Reykjanesbæ.
         1279. Brettingur KE 50, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 1. nóv. 2010

01.11.2010 15:51

,,Rimmartúr undir Íslandi"

Af vef Fiskifrétta í dag:

Færeyska línuskipið Stapin FD 32 landaði á fimmtudaginn um 78 tonnum af bolfiski í heimahöfninni Toftir. Skipið var að veiðum suður af Íslandi en nokkur færeysk skip hafa heimild til að veiða ákveðið magn hér við land. Aflaverðmæti í túrnum var um 835 þúsund færeyskar krónur eða, 17,4 milljónir íslenskar. Veiðiferðin hófst 14. október og landaði Stapin afla sínum um miðja síðustu viku. Túrinn vakti athygli í Færeyjum og fjölmiðlar þar segja að skipið hafi gert "rimmartúr undir Íslandi", sem útleggst sem mokveiði á Íslandsmiðum.

01.11.2010 09:00

Víkingur AK 100

Guðmundur J. Hafsteinsson, stýrimaður á Faxa RE og Víkingi AK, bauð mér afnot af myndum á Facebooksíðu Víkings og þáði ég nú þessar fjórar myndir, en trúlega koma fleiri síðar.


    220. Víkingur AK 100 © mynd af vefsíðu Víkings AK


        220. Víkingur AK 100 kemur inn til Vopnafjarðar á haustsíld 2005 © mynd vopnafjorður.is


      Magnús Þorvaldsson skipstjóri (t.h.) og Ólafur Ármannsson  © mynd vopnafjorður.is


                                                 © mynd vopnafjordur.is