Færslur: 2010 Nóvember

17.11.2010 15:48

Glæsileg verkefnastaða hjá Sólplasti - 11 bátar á athafnarsvæði fyrirtækisins

Verkefnastaða bátasmiðjunnar Sólplasts í Sandgerði er all glæsileg þessa stundina, því eigi færri en 11 bátar eru á athafnarsvæði fyrirtækisins, fimm innandyra og 6 utandyra. Sumir eru enn í bið eða geymslu, meðan unnið er í öðrum og eru nokkrir á lokastigi. Þar að auki bíða nokkrir eftir að komast að.og eru því ekki komnir á athafnarsvæðið.
Ýmist eru bátarnir í tjónaviðgerðum, endurbótum eða breytingum.
Hér birti ég tvær myndir sem ég tók í morgun á athafnarsvæðinu af þeim sem eru utandyra, en þar sem sólin var ekki alveg vinur minn þessa stundina, eru þær nokkuð dökkar.


                                        Hér sjáum við fimm bátanna


         Hér sjást allir 6 sem eru á útisvæðinu © myndir Emil Páll, 17. nóv. 2010

17.11.2010 14:01

Fengur farinn vestur

Í morgun tók flutningabíll sá sem kom með ex Ásdísi til Sólplasts, frá Ísafirði, með sér bát sem fór sömu leið til baka. Sá bátur heitir Fengur og er í eigu aðila á Ísafirði.


                                   Fengur, kominn á flutningavagn fyrir vesturferðina


      Kristján Nielsen, hjá Sólplasti um borð í Fengi © myndir Emil Páll, 17. nóv. 2010

17.11.2010 12:33

Sólborg II GK 37 ex Ásdís komin frá Ísafirði til Sandgerðis

Í morgun kom flutningabíll til Sandgerðis með bátinn Ásdísi sem Sólplast hefur keypt frá Isafirði. Eins og sést á myndunum er hér um mikið verk að gera að fiskibáti, en það verkefni munu þeir hjá Sólplasti afgreiða. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, hefur báturinn verðið skráður sem Sólborg II GK 37
         2094. Ásdís, sem skráð hefur verið Sólborg II GK 37, á athafnarsvæði Sólplasts ehf., í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 17. nóv .2010

17.11.2010 09:30

Sóley

Jón Páll sendi mér þessa mynd og eftirfarandi upplýsingar: Sóley var að fara á Bíldudal að ég held að dæla upp einhverjum kalkþörungum fyrir verksmiðjuna þar.


                                1894. Sóley © mynd Jón Páll, 14. nóv. 2010

17.11.2010 09:00

Sif ÍS 500


                               956. Sif ÍS 500 © mynd Ægir, sept 1979

17.11.2010 08:00

Eldborg HF 13


                                   1525. Eldborg HF 13 © mynd Ægir, júlí 1979

17.11.2010 07:00

Örkin RE 31

Jón Páll sendi mér þessa mynd og eftirfarandi upplýsingar um bátinn:

5613, ÖRKIN  RE-31, sm: 1972, ml: 7,73, b: 2,60 m, Br.tonn 4,59, vél Mermaid 40 kw.  Var síðast á skipaskrá 1992, er nú ný upp gerður og flottur inn í Snarfara höfn.
Báturinn var smíðaður 1972 af Kristjáni Nóa Kristjánssyni á Akureyri 1972 fyrir Garðar Jónsson á Bakkafirði og hét þá Jón Valdimarsson NS-123, en Nói þessi smíðaði fjölda báta bæði stóra og smá. það er hægt að fara inn á síðu sem er aba.is og skoða þar trébáta sem smíðaðir eru í Eyjafirði, þeir eru ansi margir.
Nöfn:
Jón Valdimarsson NS-123, Bakkafjörður 09.02.1973
Trausti EA-102, Hauganesi 23.03.1976
Svalan EA-778, Akureyri 04.11.1980
Svalan ÞH-230, Grenivík 11.02.1983
Aldan ÞH-230, Húsavík 28.08.1986
Aldan II ÞH-135, Húsavík 14.11.1991
Aldan GK-232, Sandgerði 25.05.1992
Örkin RE-31, Reykjavík 25.06.2010 


               5613. Örkin RE 31, í Snarfarahöfn © mynd Jón Páll, 14. nóv. 2010

17.11.2010 06:30

Fyrirsæta í Sandgerðishöfn
             Fyrirsæta í Sandgerðishöfn í gær © myndir Emil Páll, 16. nóv. 2010

17.11.2010 00:00

Ólafur Tryggvason SF 60 / Arnar ÁR 55 / Sólrún EA 351 / Arnar SH 157 / Fagriklettur HF 123 / Polaris

Þessi fimmtugi bátur, sem er að ég held enn skráður hérlendis, en er nú notaður sem þjónustubátur í Noregi.


                        162. Ólafur Tryggvason SF 60 © mynd Snorri Snorrason


          162. Ólafur Tryggvason SF 60 © mynd í eigu Júlíusar Guðmundssonar

 
                                  162. Arnar ÁR 55 © mynd Ísland 1990


                               162. Arnar ÁR 55 © mynd Snorrason


                            162. Sólrún EA 351 © mynd Skerpla


                               162. Arnar SH 157 © mynd holmarinn.blog.is


                            162. Arnar SH 157 © mynd Karl Einar Óskarsson


                                 162. Arnar SH 157 © mynd Shipspotting, Gummi


                                    162. Arnar SH 157 © mynd Snorrason


                                    162. Fagriklettur HF 123 © mynd Emil Páll


                          162. Fagriklettur HF 123 og fleiri bátar © mynd Emil Páll


                                     162. Polaris © mynd Emil Páll


                                      162. Polaris © mynd Emil Páll


Smíðanúmer 14 hjá Eidsvik, Skibsbyggery a/s, Úskedal, Noregi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Kom fyrst til heimahafnar á Hornafirði 11. nóvember 1960.

Endurbyggður og stækkaður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík, eftir að eldur kom upp í bátnum út af suðurströndinni 22. apríl 1965. Lengdur og yfirbyggður hjá Bjarma sf., Hafnarfirði 1978. Gerður að þjónustuskipi í  Noregi 2009.

Nöfn: Ólafur Tryggvason SF 60, Hringur GK 18, Bliki EA 12, Arnar ÁR 55, Sólrún EA 351, Rún EA 851, Arnar SH 157, Arnar SH 757, Fagriklettur HF 123 og núverandi nafn: Polaris.

16.11.2010 23:00

Oddgeir EA 600
   1039. Oddgeir EA 600, í Grindavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 16. nóv. 2010

16.11.2010 22:00

Sóley Sigurjóns GK 208 og Drífa SH 400


         1481. Sóley Sigurjón GK 208 (sú eldri) og 795. Drífa SH 400 í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 16. nóv. 2010

16.11.2010 21:00

Sóley Sigurjóns GK 200


    2262. Sóley Sigurjóns GK 200 í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, tekin frá Innri - Njarðvík 16. nóv. 2010

16.11.2010 20:00

Nafnlaus og ekki tilbúinn

Þessi stendur utan við gamlar brunarústir af frystihúsi í Sandgerði og trúlega ekki fullkláraður ennþá.


       Nafnlaus  og ekki full smíðaður í Sandgerði  © mynd Emil Páll, 16. nóv. 2010

16.11.2010 19:00

Óli á Stað o.fl. í Sandgerði


    2672. Óli á Stað GK 99 o.fl. í Sandgerðishöfn í dag © mynd Emil Páll, 16. nóv. 2010

16.11.2010 18:00

Víkingur KE fluttur til Sólplasts

Nú á sjötta tímanum í kvöld var Víkingur KE 10 sem sigldi í strand í fyrrakvöld á Hólmsbergi, hífður á vagn í Grófinni og var hann fluttur þaðan á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Sandgerði. Eins og sést á myndunum var farið að rökkva nokkuð þegar þetta gerðist, en með stillingu á myndavélinni tókst mér að taka þessar myndir, en þar sem of dimmt var orðið fylgdi ég ekki eftir flutningnum til Sandgerðis.


          2426. Víkingur KE 10, settur á vagn í Grófinni nú fyrir stundu © myndir Emil Páll, 16. nóv. 2010