Færslur: 2010 Nóvember

09.11.2010 19:00

Júlíus Geirmundsson ÍS 270


   1977. Júlíus Geirmundsson ÍS 270, á Vestfjarðarmiðum, fyrr á árinu © mynd Hjalti Gunnarsson

09.11.2010 18:00

Víkingur og Skessuhellir

Hér sjáum við Víking KE 10 koma nú undir kvöld inn í Grófina, frá því að leggja skötuselsnetin og siglir hann þar með fram hjá Skessuhellir. Aðal vandamálið við þessa myndatöku var að í raun var orðið of dimmt til að taka myndir, en það tókst með að stilla vélina þannig, en um leið kom það aðeins niður á gæðum myndanna sem urðu of yfirlýstar og fógusinn slappari, nema á þeirri efstu.


         Þetta er flott uppstilling, 2426. Víkingur KE 10 siglir fram hjá Skessuhellir
                                             © myndir Emil Páll, 9. nóv. 2010

09.11.2010 17:20

Sigurbjörg ÓF 1


         1530. Sigurbjörg ÓF 1, á Vestfjarðarmiðum © mynd Hjalti Gunnarsson, tekin frá Þerney RE, árið 2010

09.11.2010 16:05

Sigldu inn í vaðandi síldartorfu

Þorgrímur Ómar Tavsen hefur sent mér fleiri myndir af síldinni á Stakksfirði, önnur er af lóðningu og hin átti að sýna torfu af vaðandi síld sem þeir sigldu inn í. En sökum þess að hann var bara með síma til að taka mynd af því sést það afar illa og rauna alls ekki, en engu að síður birti ég viðkomandi mynd.


                       Síldarlóðning á Stakksfirði í dag 


   Síminn var ekki nógu góð myndavél til að sýna vaðandi síldina á haffletinum sem þeir sigldu inn í  © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 9. nóv. 2010

09.11.2010 16:00

Freyr SF 20


                                1286. Freyr SF 20 © mynd Hilmar Bragason

09.11.2010 15:00

Síld komin inn á Stakksfjörð

Sjómenn á dagróðrabátum hafa að undanförnu orðið varir við síldarlóðningar á Stakksfirði s.s. framan við Helguvík og fyrir helgi sá ég vaðandi síld inn í smábátahöfninni í Grófinni. Þorgrímur Ómar Tavsen, stýrimaður á Sægrími GK, tók þessar myndir af síldarlóðningu, á gsm símann sinn,  er hann var á landleið núna rétt áðan


                               Staðsetning: 64'03 - 22,32


         © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 6. nóv. 2010

09.11.2010 14:42

Hásteinn ÁR 8

Hér birtast tvær myndir af Hásteini ÁR 8 er hann kom til Njarðvíkur nú eftir hádegi, en hann verður tekinn upp í Njarðvikurslipp. Á miðnætti í nótt birti ég myndasyrpu af bátnum sem ég tók við þetta tækifæri.
       1751. Hásteinn ÁR 8, kemur til Njarðvíkur © myndir Emil Páll, 9. nóv. 2010

09.11.2010 12:32

Dragnótabáturinn Aðalbjörg RE 5 á veiðum

Þorgrímur Ómar Tavsen, tók þessar myndir á gsm-síma sinn í morgun af bátnum á dragnótaveiðum úti í Faxaflóa og sendi mér strax.


      1755. Aðalbjörg RE 5, á dragnótarveiðum í Faxaflóa í morgun © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 9. nóv. 2010

09.11.2010 09:00

Hrafn GK 111 á siglingu

Þessar myndir tók Hjalti Gunnarsson, af Hrafni GK, fyrr á árinu er hann sigldi fram hjá þeim á Þerney RE.


        1628. Hrafn GK 111, séð frá 2203. Þerney RE 101 © myndir Hjalti Gunnarsson

09.11.2010 08:09

Flakið af Sæbjörgu VE 56
    Flakið af 989. Sæbjörgu VE 56, fyrir mörgum, mörgum árum © myndir Hilmar Bragason

09.11.2010 07:19

Njarðvíkurslippur með víðlinsu

Guðmundur Falk tók þessa mynd og sendi mér og henni fylgdi þessi texti:

Sendi eina á þig úr slippnum tekna í gærkvöldi á víðlinsuna og bara gaman að nota þetta verkfæri spannar mjög breytt bil og er eiturskörp


                         Njarðvíkurslippur © mynd Guðmundur Falk. 8. nóv. 2010

09.11.2010 07:06

Haukafell SF 111


        108. Haukafell SF 111 © mynd Hilmar Bragason

09.11.2010 00:00

Bylgja VE 75 - myndasyrpa af skipinu fara út frá Reykjavík

Hér kemur myndasyrpan af Bylgju VE 75 er hún fór út til veiða frá Reykjavík sl. sunnudag, en Laugi tók myndirnar og vel getur verið að einhver þeirra sé ekki í réttri röð, en þá er það mér að kenna, en vonandi er það fyrirgefið ef svo er, enda um margar myndir að ræða.


    2025. Bylgja VE 75, á útleið frá Reykjavík sl. sunnudag © myndir Laugi, 7. nóv. 2010

08.11.2010 23:00

Erika GR-18-119 og Vöttur


    Erika GR 18-119 og 2734. Vöttur, á Reyðarfirði © mynd Bjarni Guðmundsson, 6. nóv. 2010

08.11.2010 22:00

Aðalsteinn Jónsson SU 11


   2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, á Eskifirði © mynd Bjarni Guðmundsson, 6. nóv. 2010