Færslur: 2010 Nóvember

12.11.2010 12:15

Fiskiskip - flutningaprammi og nú aftur fiskiskip

Bátasmiðjan Sólplast í Sandgerði hefur fest kaup á flutningapramma á Ísafirði, sem áður var fiskiskip og verður nú gert að fiskiskipi á ný. Verður báturinn fluttur suður einhvern næstu daga. Nánar um bátinn undir myndinni.


         2094. Jóna Björg GK 304 (sá rauði), í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll


Framleiddur hjá Selfa Baat A/S, Þrándheimi, Noregi 1990. Skutgeymir 1997 og breyting á skut 1998. Verður endurbyggður og gerður að fiskiskipi  hjá Sólplasti ehf, Sandgerði frá nóv. 2010

Sökk 7 sm. V af Siglunesi 9. maí 2005 og var dreginn til hafnar á Siglufirði marandi í hálfu kafi af björgunarskipinu Sigurvini. Frá þeim tíma hefur hann í raun verið afskráður sem fiskiskip, en er þó enn á skipaskrá.

Var hann sóttur til Siglufjarðar á 1900. Ramónu og dreginn til Ísafjarðar og þar var allt tekið innan úr bátnum og honum breytt í flutningapramma. Hefur hann síðan verið á söluskrá í nokkurn tíma og hafa nokkrir sýnt bátnum áhuga með það fyrir augum að breyta honum í fiskiskip að nýju, en ekkert hefur orðið af því þar til nú að Sólplast keypti bátinn og verður hann fluttur til Sandgerðis einhvern næstu daga. Þar með er báturinn aftur kominn til Sandgerðis, en þaðan var hann í fyrstu. Hefur þegar verið gengið frá nafnabreytingu á bátnum og mun hann heita Sólborg II GK 37.

Nöfn: Jóna Björg GK 304, Júlía GK 400, Júlía SI 62, Ásdís Ólöf SI 25, Ásdís og nú Sólborg II GK 37.

12.11.2010 12:00

Júní GK 345


                         1308. Júní GK 345 © mynd Ægir, okt. 1986

12.11.2010 11:00

Faxi GK 44


                  51. Faxi GK 44 © mynd Ægir, 10.86

12.11.2010 10:00

Einir HF 202


                                       76. Einir HF 202 © mynd Ægir, okt. 1986

12.11.2010 09:20

Otur HF 16


                                    1325. Otur HF 16 © mynd Ægir, okt. 1986

12.11.2010 08:20

Höfn í Hornafirði


         Höfn í Hornafirði © mynd Ægir, okt. 1986, ljósm: Rafn Hafnfjörð

12.11.2010 07:00

Jón Bjarnason SF 3 ex Stjarnan RE 3


          202. Jón Bjarnason SF 3 ex Stjarnan RE 3 © mynd Hilmar Bragason

12.11.2010 00:00

Öll syrpan frá briminu við Keflavík / Njarðvík í (gær)morgun

Í (gær)morgun birti ég fjórar myndir sem ég tók í Keflavík og Njarðvík af briminu og nú birti ég alla syrpuna sem ég tók og vísa til myndatexta sem fylgdi fyrri birtingunni.


                                          © myndir Emil Páll, 11. nóv. 2010

11.11.2010 23:10

V/s Þór í Chile

Fyrr í kvöld birti ég tvær myndir sem teknar voru í gær í Chile og sýndi varðskipið Þór eins og það er í dag. Nú birti ég allar myndirnar sem birtust á heimasíðu Landhelgisgæslunnar um málið.

10. nóvember 2010

Vinna við Þór þokast áfram í Chile. Vélarrúmið orðið nánast tómt en búið er að taka 2 ljósavélar út, 4 rafala og auk þess megnið af dælum og tækjum sem voru á tank dekkinu sem skemmdust í flóðbylgjunni. Verður þeim skipt út fyrir nýjum tækjum. Önnur dekk fyrir ofan tank dekk eru að miklu leiti tilbúin og er markmiðið að klára þau í nóvember.

IMG_0830

Brúin

IMG_0819
Fundaraðstaða

IMG_0821

Brúin

IMG_0822

Brúin

IMG_0847

Matsalur

IMG_0848
Matsalur

IMG_0851

Setustofa

IMG_0855
Bjallan komin

IMG_0858
Setustofa

IMG_0863

Eldhús

IMG_0865
Eldhús

IMG_0912
Þilfar

IMG_0919
Séð upp eftir varðskipinu frá þilfari

IMG_0933

Vélarrúm


            © myndir og lýsing Landhelgisgæslan, 10. nóv. 2010 

11.11.2010 23:00

Grímsnes og Marta Ágústsdóttir


   Grindavíkurbátarnir, 89. Grímsnes GK 555 og 967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í heimahöfn sinni  í dag © mynd Emil Páll, 11. nóv. 2010

11.11.2010 22:00

Vörður EA 748 og Ágúst GK 95


           2740. Vörður EA 748 og 1401. Ágúst GK 95, í Grindavík í dag © mynd Emil Páll, 11. nóv. 2010

11.11.2010 21:00

Grímsnes GK 555, Marta Ágústsdóttir GK 14 og Oddgeir EA 600


           89. Grímsnes GK 555, 967. Marta Ágútsdóttir GK 14 og 1039. Oddgeir EA 600 í Grindavík í dag © mynd Emil Páll, 11. nóv. 2010

11.11.2010 20:00

Surprise HF 8


           137. Surprise HF 8, í Grindavík í dag © mynd Emil Páll, 11. nóv. 2010

11.11.2010 19:00

Fyrsti og síðasti Boizenborgarinn af 18, enn til og með sömu útgerðarhöfn

Skemmtileg tilviljun á sér stað með þessa tvo báta, þeir eru báðir smíðaðir í Boizenburg í Austur-Þýskalandi og eru systurskip. Annar þeirra var sá fyrsti í röð þessara 18 systurskipa og hinn var sá síðasti í röðinni. Í upphafi voru þeir báðir gerðir nánast út frá sömu höfn, þ.e. Keflavíkur- Njarðvikursvæðinu og í dag eru þeir báðir gerðir út frá Grindavík.

Bátar þessir eru. Sá fyrsti hét fyrst Keflvíkingur KE 100 og heitir í dag Marta Ágústsdóttir GK 14, en sá síðasti hét Magnús Ólafsson GK 494 og heitir í dag Oddgeir EA 600.


    1039. Oddgeir EA 600 og 967. Marta Ágústsdóttir GK 14, við bryggju í Grindavík í dag


         967. Marta Ágústsdóttir GK 14 og 1039. Oddgeir EA 600 í Grindavík í dag


     Sömu bátar og á myndunum hér fyrir ofan © myndir Emil Páll, 11. nóv. 2010

11.11.2010 18:30

Varðskipið Þór, í gær

Af vef Landhelgisgæslunnar. í gær:

Vinna við Þór þokast áfram í Chile. Vélarrúmið orðið nánast tómt en búið er að taka 2 ljósavélar út, 4 rafala og auk þess megnið af dælum og tækjum sem voru á tank dekkinu sem skemmdust í flóðbylgjunni. Verður þeim skipt út fyrir nýjum tækjum. Önnur dekk fyrir ofan tankdekk eru að miklu leiti tilbúin og er markmiðið að klára þau í nóvember.


                       Brú varðskipsins Þórs


                                  Skipsbjallan