Færslur: 2010 Nóvember

20.11.2010 17:03

Nýsmíði fyrir aðila í Njarðvík

Ég hef áður fjallað um þennan bát sem Bláfell er að framleiða fyrir útgerðarmann í Njarðvík og á að verða tilbúinn í næsta mánuði.
            Nýsmíðin fyrir útgerðarmann í Njarðvík © myndir Emil Páll, 19. nóv. 2010

20.11.2010 16:00

Þröstur SH 19 í breytingu

Úti á athafnarsvæði Bláfells á Ásbrú stendur þessi bátur og eru fyrirhugaðar miklar breytingar á honum, en hvort hann verður lengdur og dekkaður, eða annað hvort á eftir að koma í ljós og eins stendur jafnvel til að setja á hann nýtt stýrishús.


           7410. Þröstur SH 19, utan við Bláfell á Ásbrú © mynd Emil Páll, 19. nóv. 2010

20.11.2010 15:00

Skemmtibáti breytt í fiskibát

Utan við aðsetur Bláfells á Ásbrú, sem er gamla varnarliðsvæðið á Keflavíkurflugvelli, stendur nú bátur sem upphaflega átti að verða skemmtibátur, en hefur aldrei verið sjósettur, né í hann sett vél. Skokkurinn hefur verið notaður sem mótel fyrir plastabáta framleidda hjá Samtaki, en báturinn sjálfur hefur síðan flakkað um landið, landleiðis.
Nú hefur útgerðaraðili strandveiðibáta í Keflavík keypt bátinn og samið við Bláfell um að breyta honum í fiskibát, skipta um stýrishús o.fl í þá veru og auðvitað að setja í hann vél og annan tækjabúnað.


      Þessi á að verða strandveiðibátur fyrir næsta strandveiðitímabil © mynd Emil Páll, 19. nóv. 2010

20.11.2010 14:25

Stormur í vatnsglasi - Illt umtal betra en ekkert

                       -         Húsavík eða Norðurþing og stolin mynd

 

Af því að menn hafa gaman að því að höggva í mig á öðrum síðum, en þar svara ég ekki, ætla ég að rita þessar hugrenningar nú og um leið svara eða leiðrétta viðkomandi síðuritara og aðra

 

Ég vil nú birja þessa hugrenninga mina á að gleðjast yfir því hvað minn umdeildi púki hefur verið mikið í umræðunni á nokkrum síðum að undanförnu. Það sem þó er sorglegt við þá umræðu er að síðuhaldarar þeir sem ég mun nú taka fyrir, hafa ekki manndóm til að viðurkenna mistök sín, þó svo að ég bendi þeim á þau. Þær ábendingar frá mér, fóru þó ekki fram á síðum viðkomandi heldur í tölvupósti til þeirra og í báðum tilfellum hef ég fengið tölvupóst til baka frá þeim, þar sem þeir viðurkenna að ég fór með rétt mál. Áfram standa þó rangar fullyrðingar á síðum umræddra aðila og því sé ég mig knúinn til að skrifa þessa færslu og benda í leiðinni á aðra sem mega taka þetta til sín. Viðkomandi væru þó meiri menn, ef þeir þyrfðu að viðurkenna mistök sín, í stað þess að skella rangri sök alltaf á mig.

 

Sem umdeildur púki er ég engin nýgræðingur á þessu sviði, hef starfað sem blaðamaður í yfir 30 ár og var þar á undan í nokkur ár sem fréttaritari útvarps, þó púkaskapurinn kæmi ekki fram í útvarpinu. Oft tók ég á málefnum sem aðrir þorðu ekki og var viðurkenndur á því sviði. Engu að síður eru alltaf einhverjir hér á síðunum sem vilja kenna mér upp á nýtt, eða með öðrum orðum ekki viðurkenna það sem ég er að gera eða segja og jafnvel bera lygi á borð um mig eins og þvi miður kemur fram í máli þeirra sem nafngreindir verða á eftir. Hinu er ekki að neita, að nokkuð ber á því bæði á síðum, í tölvupósti eða samtölum við mig að menn eru að ráðleggja mér um hitt og þetta, en viðkomandi virðast ekki gera sér grein, að ef þeim líkar ekki það sem ég er að gera, er það best fyrir alla að þeir sniðgangi síðuna.

 

Tökum dæmi um þetta: Einn var sá maður sem var með ákveðinn bát á hornum sér og röflaði alltaf þegar um hann var rætt. Einnig átti hann til að kommenta um það hvort hann vantaði ekki á mynd, svona til að láta vita um afstöðu sína. Annar var fúll yfir því að ég skyldi vera að birta myndir úr bókaflokknum Ísland 1990 og hinn þriðji sagðst hætta að fara inn á síðuna ef ég hætti ekki birtingum úr Ægi. Því miður þá verður púkinn kröftugri við svona skot, frekar en hitt.

 

En áður en ég tek fyrir viðkomandi aðila, undirstrika ég að orð kunningja míns fyrr á árum um að ILLT UMTAL SÉ BETRA EN EKKERT, eru orð sem sannarlega eru rétt. Því var það spurning hvort ég ætti að gefa viðkomandi aðilum kost á að með umræðu um þá væri ég að auglýsa þá.

 

Engu að síður ætla ég nú að svara þessum heiðursmönnum fyrst þeir geta ekki sjálfir svarað á síðum sínum og um leið öðrum sem skrifað hafa á viðkomandi síður af þessu tilefni.

 

Hafþór fór mikinn á dögunum vegna þess að ég sagði um mynd að hún væri tekinn á Húsavík, eða öllu heldur í Norðurþingi eins og bæjarfélagið héti nú. Ekki var Hafþór frekar en annar húsvíkingur sem sendi mér tölvupóst sammála mér í þessu og notaði Hafþór mikið púður á síðu sinni til að benda á þessa dellu. Sendi ég honum því tölvupóst og benti á að við sameininguna hefði ég sem Keflvíkingur orðið að samþykkja það þó mér þætti það slæmt að vera íbúi Reykjanesbæjar þar sem Keflavík væri ekki lengur til sem sjálfstætt bæjarfélag heldur hverfi í Reykjanesbæ. Sama væri með Húsavík, það er ekki til sem sjálfstætt bæjarfélag, ekki heldur mörg önnur og tek sem dæmi. Siglufjörð, Eskifjörð, Þorlákshöfn, Stokkseyri o.fl. o.fl.

Fékk ég svar frá Hafþóri í tölvupósti þar sem hann viðurkenndi þetta og sagðist hafa verið að grínast með þessari færslu. Gott og vel, en mundum að öllu gríni fylgir einhver alvara og ekki er ég viss um að menn eins og Bjössi á Stafnesi, Óskar Franz eða Haukur o.fl. hafi verið að grínast, þegar þeir tóku þetta sem rétt hjá Hafþóri. en einkennileg skrif hjá mér. Vilji þeir að ég breyti? Það væri mér mjög ljúft hvað Keflavík varðar og þá um leið Húsavík og hin gömlu fyrrum bæjarfélögin, en til þess þarf að breyta lögum frá Alþingi og það get ég ekki og því verð ég eins og þeir að sætta mig við þessi ónefni sem eru á okkar góðu, fyrrum bæjarfélögum. Þá dugar ekki að segja að Húsavík verði alltaf bæjarfélagið Húsavík, því það heitir í dag Norðurþing, eins og Keflavík heitir Reykjanesbær og koll af kolli. Við Hafþór munum þá halda áfram að kenna okkur við okkar gömlu bæjafélög, hvort sem það er rétt eða rangt þó við viðurkennum báðir að hann eigi heima í Norðurþingi og ég í Reykjanesbæ.

 

Jón Grunnvíkingur seldi á dögunum bát til Sandgerðis og fjallaði ég um söluna og notað mynd sem ég hafði fengið senda frá honum á sínum tíma er hann bað mig að auglýsa fyrir sig bátinn á minni síðu. Engu að síður hafði hann mörg orð um það á síðu sinni að ég hefði birt myndina án leyfis. Ekki stóð á mönnum eins og Vali, sem virðist vera haldinn mikill þráhyggju þegar hann fær tækifæri til að skrifa gegn mér, en það er efni í sér grein.

Sendi ég Jóni þegar tölvupóst og minnti hann á að ég hefði ekki stolið mynd eins og hann sagði heldur notað mynd sem hann hafði sent mér sjálfur. Fékk ég svar frá honum þar sem hann viðurkenndi að þetta væri rétt hjá mér, en þurfti í leiðinni að senda mér tóninn um að ég væri búinn að mála mig út í horn vegna framkomu minnar og hann vildi ekki að ég svaraði honum í tölvupósti þar sem það væri öll fjölskyldan sem notaði sama tölvupósthólfið. Þó hann tæki það ekki fram, að það væri í lagi að hrauna yfir aðra, en hann um það og svar hans geymi ég vel og mun hugsanlega birta síðar ef ég sé ástæðu til. En öll skrif sem ég fæ send og tel að geti þurft að birta síðar, geymi ég hjá mér.

Varðandi myndina umræddu þá tók ég hana þegar út, enda var báturinn  senn á leið til Sandgerðis og kominn þangað nokkrum dögum síðar og þar eru tækifærin næg til að taka myndir af honum og er ég þegar búinn að birta mynd af honum í Sandgerði. En það að ég hafi málað mig út í horn virðist Jón ekki fatta hvað er. Vinsældir mínar segja margt fleira en fátækleg orð hjá fúlum Jóni. Finnst mér að maður sem kemst yfirleitt ekki á topp 20 listann, hvað vinsældir varðar eins og hann og umræddur Valur, ættu nú bara að slappa af. En orð Jóns væru rétt væri ég varla svona oft í 1. sæti, 2.  eða einu af 5 efstu sætunum.

 

Það sorglega við þessi skrif mín nú eru að ég er þarna að auglýsa þessa menn og því fá þeir sjálfsagt einhverja nýja lesendur inn á síður sínar. Að endingu vil ég þó senda smá skeyti til Óskars þar sem hann talar mikið um að ég leyfi ekki komment, en er sjálfur í glerhúsi þar sem hann er með læsta síðu þar sem enginn fær að fara inn nema með hans leyfi og ég hef nú ekki meiri löngun en svo að ég hef ekki kannað það hvort ég fengi aðgang. Síðan mín verður áfram lokuð fyrir kommentum, enda eins og ég hef oft sagt eru komentin frá minna en 1% þeirra sem fara inn á síðuna. Fullyrðingar manna eins og Jóns sem segjast aldrei fara inn á síðuna, en sjá þó hvaða mynd ég notaði, eru orð sem dæma sig sjálf. Hvort hann vill skoða fjölbreytta flóru mynda eða ekki, er hans mál, alveg er mér sama.


P.s. þeir sem þurfa að hafa samband við mig, geta gert það á Facebookinu ef þeir eru þar, en þá verða þeir að koma fram undir fullu nafni og eins með því að senda mér póst á netfang mitt epj@epj.is  Þetta hafa margir gert að undanförnu og er ágæt leið, fyrst menn geta ekki farið eftir reglum síðunnar. 

20.11.2010 13:09

Vöttur SU 3


                                  1414. Vöttur SU 3 © mynd Ægir, apríl 1976

20.11.2010 12:00

Bylgjan VE 75


                                 1443. Bylgjan VE 75 © mynd Ægir, maí 1976

20.11.2010 11:00

Aldan RE 327


                               1453. Aldan RE 327 © mynd Ægir, júní 1976

20.11.2010 10:03

Erlingur GK 6


                              1449. Erlingur GK 6 © mynd Ægir, mars 1976

20.11.2010 09:24

Keilir SI á siglingu

Þorgrímur Ómar Tavsen sendi mér þessa mynd sem hann tók í morgun á símann sinn, úti á miðum, áður en það fór að birta. Raunar er ekki farið að birta enn.


           1420. Keilir SI 145 © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 20. nóv. 2010

20.11.2010 08:45

Gamall og lúinn

Guðmundur  Falk skrapp út í Sandgerði í nótt og tók þá þessa mynd og með henn fylgdi þessi texti:

Skrapp rúnt út í nóttina og rakst á þennan bakvið Fræðasetrið birtan var skemmtileg og ákvað að smella einni af honum ekki séð hann lengi á bátasíðunum

Mjög sérstök birta í nótt en baklýsing góð þarna en það sést gjörla hvað er lágskýjað á þessari mynd og alveg merkilegt að ekki rigni dropa úr þessu


                     330. Logi GK 121 © mynd Guðmundur Falk, 20. nóv. 2010

20.11.2010 00:00

Steingrímur Trölli ST 2 / Steingrímur Trölli KE 81 / Hólmanes SU 120 / Jón Þórðarson BA 180

Þessi tappatogari var ekki til nema í rétt um 20 ár og bar þá fjórar skráningar hérlendis og fór að lokum í niðurrifs.


           201. Steingrímur Trölli ST 2 © mynd Snorrason


         201. Steingrímur Trölli ST 2 © mynd Snorrason


                       201. Steingrímur Trölli KE 81 © mynd Snorrason


     201. Steingrímur Trölli KE 81, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Sigurður Bergþórsson


                               201. Hólmanes SU 120 © mynd Þorgeir Baldursson


         201. Hólmanes SU 120, við ísröndina við Vattarnes © mynd Saga Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Helgi Garðarsson


          201. Jón Þórðarson BA 180 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Helgi Garðarsson


                           201. Jón Þórðarson BA 180 © mynd jakobk.blog.is

Smíðanúmer 408 hjá V.E.B. Vokswerft Stralsund, Stralsundi, Austur-Þýskalandi 1959, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.

Var einn af svonefndu Tappatogurum, en það voru systurskipin 12 nefnd og eru þau nú öll horfinn úr ísleskum skipastól nema eitt.

Talinn ónýtur (Úreldingasjóður) 21. okt. 1982. Stálfélagið hf., eignaðist skipið og seldi það til Englands til niðurrifs í sept. 1984.

Nöfn: Steingrímur Trölli ST 2, Steingrímur Trölli KE 81, Hólmanes SU 120 og Jón Þórðarson BA 180.

19.11.2010 23:00

Langanes ÞH 321


                            1458. Langanes ÞH 321 © mynd Ægir, nóv. 1976

19.11.2010 22:28

Þerna AK 11


   6310. Þerna AK 11, utan við Akranes © mynd Sigurbrandur Jakobsson, sumarið 2010

19.11.2010 22:00

Fróði SH 15


                                      1415. Fróði SH 15 © mynd Ægir, apríl 1975

19.11.2010 21:48

Saxhamar og Glaumur, á Rifi


                                         1028. Saxhamar SH 50, á Rifi sumarið 2008


                             6513. Glaumur SH 260, að landa á Rifi sumarið 2008
                                               © myndir Sigurbrandur