Færslur: 2010 Nóvember

21.11.2010 16:00

Stór og fallegur þorskur

Það var stór og fallegur þorskur sem hinir rauðu bátar báru að landi í Njarðvík í dag. En undanfarna daga hefur aflinn nánast eingöngu verið fallegur og stór þorskur hjá bæði Sægrími GK og Maron GK, en Sægrímur hefur aðallega verið með netin í Garðsjó og mjög nálægt Garðskagavita og Maron frekar stutt norð, norð  vestur af Garðskaga. Höfðu gárungarnir að orði að þorskurinn hefði verið að heimsækja gamla fólkið á Garðvangi, - svona smá grín.
Hér birti ég myndir sem ég tók að handahófi af þorskinum í tveimur körum sem komu upp úr Sægrími og eins birti ég myndir af báðum bátunum er þeir komu í land i og strax eftir hádegið í dag.
    Stór og fallegur þorskur, en þetta eru þó ekki stærstu þorskarnir sem ég sá meðan ég staldraði þarna við


                        2101. Sægrímur GK 525, kemur inn til Njarðvíkur í dag


                           363. Maron GK 522, kemur að landi í Njarðvik í dag
                                          © myndir Emil Páll, 21. nóv. 2010

21.11.2010 15:32

Rauðir á sjó, en bláir í landi

Veðurfarslega var sjórinn eins góður og best er á kosið í dag, a.m.k. fyrir þá báta sem róa frá Keflavíkur/Njarðvíkusvæðinu. Engu að síður voru málin þau að af þeim 5 bátum sem eru á netum voru þeir 2 bláu, Happasæll KE 94 og Ósk KE 5 í landi, en þeir rauðu Maron GK 522 og Sægrímur GK 525 voru á sjó og sá fimmti hinn fallegi eikarbátur Keilir SI 145 var einnig á sjó. Vill svo skemmtilega til að allir bátarnir sem voru á sjó tengjast útgerð Hólmgríms Sigvaldasonar.
Hér fyrir neðan birti ég myndir af þeim rauðu og bláu, en varðandi Keilir vísa ég í myndasyrpuna sem ég birti síðustu nótt. Þeir bláu eru við bryggju á myndunum, en þeir rauðu eru að koma að landi í Njarðvík, í þessu líka góða veðri.


                               13. Happasæll KE 94, í höfn í Keflavík í dag


                                     1855. Ósk KE 5, í höfn í Njarðvík í dag

+
                           363. Maron GK 522, kemur að landi í Njarðvík í dag


                          2101. Sægrímur GK 525, kemur að landi í Njarðvík í dag
                                         © myndir Emil Páll, 21. nóv. 2010


21.11.2010 15:00

Mikil syrpa

Á miðnætti í nótt birtist myndasyrpa og saga þessa báts sem hér er að hverfa í hafið.


           © mynd Guðmundur St. Valdimarsson

21.11.2010 12:00

Akranes


    Þó þessi mynd hafi ekki verið merkt tel ég mig þekkja aðstæður og tel að þetta sé frá Akranesi © mynd Ægir, júní 1998

21.11.2010 11:00

Grundarfjörður
      Samkvæmt ábendingu á Facebookinu frá Aðalheiði Láru Guðmundsdóttur, eru báðar myndirnar úr Grundarfirði © myndir Ægir, júní 1998, ljósm.: JÓH

21.11.2010 10:07

Ólafsvík og hugsanlega Bolungavík?

Ekki veit ég hvaðan þessar myndir eru þó ég gruni Vestfirði í öðru tilfellinu og Snæfellsnes í hinu, en myndirnar eru úr Ægi í júní 1998 og ekkert stóð undir myndunum sem bentu á hvaðan þær væru


                                      Ólafsvík © ljósm.: JÓH
     Hvort tvær neðstu séu frá Bolungarvík, eða annarsstaðar á Vestfjörðum veit ég ekki með vissu © myndir Ægir, júní 1998

21.11.2010 09:32

Bolungarvík

Hér koma tvær myndir úr Ægi í júní 1998 og eru þær báðar frá Bolungarvík
     Frá Bolungarvík © myndir Ægir, júní 1998

21.11.2010 00:00

Keilir SI 145

Hér sjáum við 12 mynda syrpu sem tekin var að Keili SI 145 koma að landi í Njarðvík og þar má einnig sjá fjallið Keilir.
         1420. Keilir SI 145, kemur að landi í Njarðvík, strýtulaga fjallið sem sést vinstramegin á þremur neðstu myndanna heitir einmitt líka Keilir. Að öðru leiti má sjá Vogastapa, hluta af byggðinni í Innri- Njarðvík, Hákotstanga o.fl. á myndunum © myndir Emil Páll, 20. nóv 2010

20.11.2010 23:00

Úr Reykjavíkurhöfn


 Frá Reykjavíkurhöfn © mynd Ægir, okt. 1976

20.11.2010 22:06

Keldursvín kom með togara til Eyja

Úr visi.is

Fréttablaðið, 20. nóv. 2010 07:00

Keldusvín kom með togara til Eyja

börnin skoða keldusvínið Hugrún Magnúsdóttir segir börnin í leikskólanum Sóla hafa verið mjög áhugasöm um keldusvínið sem kom í heimsókn til þeirra í gærmorgun. Fuglinn hefur lítið étið en nærðist í skólanum. fréttablaðið/Óskar
börnin skoða keldusvínið Hugrún Magnúsdóttir segir börnin í leikskólanum Sóla hafa verið mjög áhugasöm um keldusvínið sem kom í heimsókn til þeirra í gærmorgun. Fuglinn hefur lítið étið en nærðist í skólanum. fréttablaðið/Óskar

 Börn í leikskólanum Sóla í Vestmannaeyjum fengu óvæntan gest í heimsókn þegar Kristinn Valgeirsson, vélstjóri á frysti­togaranum Vestmannaey VE-444, kom með keldusvín til þeirra í gærmorgun.

"Þau voru mjög glöð og ánægð, fuglinn sprækur en spakur," segir Hugrún Magnúsdóttir leikskólakennari sem sýndi börnunum fuglinn.

Keldusvín verptu hér á árum áður en hættu því þegar mýrar voru ræstar fram og minkastofninn stækkaði. Hreiður keldusvíns fannst síðast hér árið 1963. Einstaka flækingsfuglar sjást annað slagið.

"Þeir lenda stundum hjá okkur flækingarnir og eru þá örmagna," segir Kristinn en keldusvínið fannst í skipinu á miðvikudag.
- jab


20.11.2010 22:00

Frá Reykjavík


   Ég þekki engan þeirra, en gæti trúað að myndin
 væri tekin í Reykjavík © mynd Ægir, okt. 1976

20.11.2010 21:00

Örn KE 13 og ????


        1012. Örn KE 13 og einhver Boizenborgari, gæti verið 967, Keflvíkingur KE 100 eða hver þeirra sem er, á síldveiðum © Ægir, októer 1976

20.11.2010 20:00

Keilir SI 145 kemur að landi

Á miðnætti í nótt birti ég 12 mynda syrpu af Keili SI 145, er hann kom að landi í Njarðvík um miðjan dag í dag og kemur hér ein af myndunum sem þá voru teknar.


      1420. Keilir SI 145, að koma inn til Njarðvíkur í dag og svo skemmtilega vill til að fjallið Keilir sést þarna vinstra megin á myndinni © mynd Emil Páll, 20. nóv. 2010

20.11.2010 19:00

Viðgerð á Fjöðrinni langt komin

Eins og menn kannski muna þá strandaði þessi bátur sl.sumar við Fuglavík, sem er sunnan við Sandgerði og síðan hefur hann verið í viðgerð hjá Bláfelli í Ásbrú. Kom í ljós að gírinn var ónýtur og meira til og því var notað tækifærið og báturinn gerður alveg upp og um leið gerða smávægilegar breytingar. Gírinn og ný vél er kominn og því fer nú að styttast í að báturinn komist í sjó að nýju.


     Enn á eftir að mála hann og setja niður tæki, áður en viðgerð er búin © mynd Emil Páll, 19. nóv. 2010

20.11.2010 18:00

Þessi er óseldur

Þennan plastbát hafa þeir hjá Bláfelli svona frekar haft sem íhlaupaverkefni, enda er báturinn óseldur og hugsanlega munu þau eiga hann og gera út sjálf. Ég hef þegar fjallað ítarlega um bátinn a.m.k. tvisvar hér á síðunni og sleppi því þess vegna nú.


   Þessi er af Víkingsgerð og er í smíðum hjá Bláfelli © mynd Emil Páll, 19. nóv. 2010