Færslur: 2010 Nóvember

25.11.2010 00:00

Sjósetning Víkings KE 10

Eins og áður hefur komið fram varð síðuritari fyrir óskemmtilegri reynslu er bátur þessi var sjósettur í Grófinni, eftir viðgerðina, er hann sigldi á Hólmsbergið fyrir skemmstu.

Hér koma 6 myndir sem ég tók í Grófinni við þetta tækifæri
     Frá sjósetningu og flutningi 2426. Víkingi KE 10 í Grófina, Keflavík © myndir Emil Páll, 24. nóv. 2010

24.11.2010 22:45

Þórkatla GK 97


                            Þórkatla GK 97 © mynd Snorri Snorrason

24.11.2010 22:00

Sleipnir KE 26


                               Sleipnir KE 26 © mynd Snorri Snorrason

24.11.2010 20:37

Síðuritara hótað í kvöld

Síðuritari varð fyrir ótrúlegri uppákomu í Grófinni í Keflavík í kvöld er verið var að sjósetja Víking KE 10 eftir viðgerð í Sólplasti í Sandgerði.
Var síðuritari að taka myndir af bátnum er hann kom á flutningabíl er Anton Hjaltason, eigandi Víkings kom að honum og þreif í jakka hans og snéri upp á hann þannig að það þrengdi að hálsi. Jafnframt hafði hann eftirfarandi orð við síðuritara: ,,Ef þú dirfist að skrifa meira eða birta myndir af þessum bát á netinu, munt þú hafa verra af" Sagðist ég vera í fullu umboði frá Sólplasti til að taka myndir og þá sagði Anton: ,,Þú heyrðir hvað ég sagði".
Ekki varð þetta þó til þess að ég hætti að taka myndir heldur færði mig til og hélt síðan áfram að taka bæði þá mynd sem birtist nú og eins þær sem munu koma inn um miðnætti.

Eftir þetta hafði ég samband við Kristján Nielsen hjá Sólplasti, sem varð mjög hissa þar sem hann sagðist hafa sagt Antoni, að hann myndi hafa samband við mig til að taka myndir þegar komið yrði í Grófina.


    Frá sjósetningu 2426. Víkings KE 10, í Grófinni í kvöld © mynd Emil Páll, 24. nóv. 2010

24.11.2010 20:00

Straumey RE 81


                                  Straumey RE 81 © mynd Snorri Snorrason

24.11.2010 18:45

Viðgerð á Víkingi KE lokið

Núna á þessum mínútum er verið að setja Víking KE 10 upp á flutningabíl hjá Sólplasti í Sandgerði þar sem viðgerð á bátnum er lokið, eftir tjónið sem varð er hann sigldi á Hólmsbergið fyrir nokkrum dögum. En þar sem dimman hafði tekið yfirvöldin sleppti ég því að taka mynd af því og birti þess í stað mynd sem ég tók af bátnum í Grófinni 6. nóv. sl.


           2426. Víkingur KE 10, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 6. nóv. 2010

24.11.2010 18:00

Mars VE 204


            152. Mars VE 204, í Fagradalsfjöru og verið að vinna að því að ná honum út, sem tókst © mynd af netinu, ljósm. óþekktur

24.11.2010 17:21

Njáll og Siggi Bjarna

Þorgrímur Ómar Tavsen sendi mér þessar símamyndir í dag og eru þær teknar úti á sjó.


                                                  1575. Njáll RE 275


       2454. Siggi Bjarna GK 5 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. nóv. 2010

24.11.2010 16:20

Dóri og Steini

Þorgrímur Ómar Tavsen tók eftir hádegi í dag, símamyndir bæði af Dóra GK 42 og eins Steina GK 45, bæði á síma sinn og eins á síma sem vélstjórinn um borð á og er með 6 sinnum fleiri pixla. Tók hann því myndir af báðum bátunum á sitt hvorn símann og þó ég aðgreini það ekki geta menn velt fyrir sér hvað sé hvað, þ.e. á hvorn símann viðkomandi mynd er tekin. Birtast því hér 7 myndir af hvorum báti eða alls 14 myndir.

                                         - 2622. Dóri GK 42 -                                       - 2443. Steini GK 45 - 
                          
 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. nóv.  2010                                                                                        

24.11.2010 14:25

Þerney KE 33

Þessi bátur var lífseigur og var endurbyggður og breytt eftir strandið og lengdur um leið í Njarðvik, síðan fór fram stórviðgerð á honum í Keflavík 1981-82 og endalok hans urðu að hann sökk í drætti 25  árum eftir strandið, en þá átti hann ekki að vera til á skipaskrá. En allt um það fyrir neðan myndina


   Þessa mynd tók Heimir Stígsson, er verið var að bjarga áhöfninni úr bátnum sem Þerney KE 33, en þá strandaði hann í Keflavíkurhöfn 17. janúar 1970. Bátnum var síðan bjargað af Björgun hf. og endurbyggður og lengdur í Njarðvík 1970-71. Þá fór fram stórviðgerð á honum í Keflavík 1981-82. Báturinn var síðan úreldur í feb. 1991 og seldur úr landi 13. nóv. það ár samkvæmt skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan janúar 1995 að draga átti hann til Garðabæjar,  en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði verið seldur úr landi á sínum tíma. Þessi bátur bar á sínum ferli nöfnin: Stefán Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150m Mars ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44 © mynd Heimir Stígsson

24.11.2010 12:25

Jón Oddsson GK 14


         Hér sjáum við 180. Helgu Björg HU 7, koma með 620. Jón Oddsson GK 14, logandi til hafnar í Keflavík, 25. ágúst 1971, eftir að eldur hafði komið upp úti á miðunum. Báturinn var síðan tekinn upp í Dráttarbraut Keflavíkur þar sem það átti að endurbyggja hann, en hann var þó dæmdur ónýtur árið eftir. Þeir hjá Dráttarbrautinni ætluðu samt að endurbyggja bátinn og stóð hann uppi í slippnum í Keflavík í mörg ár, en aldrei varð sú raunin á og var hann að lokum brenndur í slippnum © mynd Heimir Stígsson

24.11.2010 12:00

Hraunsvík GK 75
         1907. Hraunsvík GK 75, núna áðan úti á miðunum © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. nóv. 2010.

Bátur þessi er nú kominn í hóp þeirra báta sem leggja upp afla hjá Hólmgrími Sigvaldasyni

24.11.2010 11:40

Ýsukvóti setur krókabáta í vanda

Margir krókabátar forðast nú ýsuafla eins og heitan eldinn.
Margir krókabátar forðast nú ýsuafla eins og heitan eldinn.

Það sem af er fiskveiðiárinu hafa krókaaflamarksbátar veitt um 4.513 tonn af ýsu sem er 48% af úthlutuðum heimildum. Það hefur því gengið hratt á ýsukvótann þótt ekki séu liðið nema tæplega þriðjungur af fiskveiðiárinu og er kvótaleysið farið að segja til sín. Sigurður Kjartan Háldánarson, formaður Eldingar, félags smábátasjómanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margar útgerðir séu komnar í vanda. "Það er orðið mjög erfitt hjá mörgum og þá sér í lagi hjá þeim sem hafa hingað til leigt til sín ýsukvótann, en leigumarkaðurinn er meira og minna frosinn. Þau viðskipti sem eiga sér stað virðast helst vera greiðastarfsemi þar sem kvótaeigendur eru að hlaupa undir bagga með kunningjum sínum," segir Sigurður.

"Ýsuveiðin hefur verið góð þótt sóknin hafi dregist mikið saman. Það hefur verið mikil aukning á smáýsu síðastliðin tvö ár. Og maður veltir fyrir sér þessari skerðingu í ljósi þess hve ýsugengdin hefur verið góð. Hún hefur breyst nokkuð undanfarin ár og er nú t.d. á öðrum tíma en maður átti að venjast. En í mínu tilfelli er ég að keppast við að fá þorsk og þarf að hafa mikið fyrir því að sneiða fram hjá ýsunni," segir Sigurður.

Aðspurður hvort þessar aðstæður auki ekki hættuna á brottkasti segir Sigurður ekki telja svo vera. "Mín tilfinning er sú að menn séu hræddir við að vera gripnir og taka ekki áhættu á að vera sviptir veiðileyfi. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem grípa til þessa ráðs enda sumir komnir alveg upp undir vegg og taka því þennan pól í hæðina, en ég held að þetta hafi farið minnkandi," segir Sigurður

Kom þetta fram á bb.is í morgun

24.11.2010 11:00

Hávarður ÍS 160

Hér sjáum við bátinn á strandstað á Meðallandssandi í apríl 1967. Hann náðist fljótlega út og var gerður út í mörg ár eftir það, en að lokum var hann talinn ónýtur 1986 og hét þá Fanney SH 24


     554. Hávarður ÍS 160, strandaður á Meðallandssandi í apríl 1967. Ekki lauk hann þó ferli sínum þarna, eins og sést í texta fyrir ofan myndina © mynd af netinu, ljósm. ókunnur

24.11.2010 10:10

Stakkur VE 32


                853. Stakkur VE 32, strandaður á Skógarsandi, náðist út og gerður síðan út í mörg ár en stóð að lokum svo, árum saman í Drafnarslipp í Hafnarfirði, þar sem hann var rifin fyrir örfáum árum © mynd af netinu, ljósm. ókunnur