Færslur: 2010 Nóvember

13.11.2010 13:24

Cemvale
     Cemvale, í Helguvík, trúlega að bíða af séð veður, eftir að hafa losað sement í Helguvík © myndir Emil Páll, 13. nóv. 2010

13.11.2010 11:40

Hrafn GK 12


                          1006. Hrafn GK 12 © mynd Ægir, 1977

13.11.2010 10:00

Einar Örn í Norðursjó

Hér kemur smá syrpa sem Einar Örn Einarsson hefur tekið af þvi sem fyrir augu hans ber þar sem hann er yfirstýrimaður á þjónustuskipi við borpalla þar og hér eru það pallar sem ganga undir nafninu VALHALL og er í Norðursjó.


   Á siglingu frá VALHALL til ULA. Þarna má sjá ENERGY GIRL, svo einn lítinn esvaktbát og þá einn supply bát sem er eins og Energy Swan


                         STILHAY - safetybátur á Valhall. Gamall fiskibátur


                                             VALHALL komplexen


         EDDAFJORD en skipið lenti í árekstri við PHOSPER, 2 dögum síðar utan við Tanager og verður frá næstu tvær vikurnar


          PROSPER á leið í land, þar sem skipið lenti í áreksti við Eddafjord. Brúarvængurinn eyðilagðist ásamt megninu af því sem var á brúarþakinu, ásamt springer léttbátnum. Ekki sá fallegasti í flotanum.


                                      STRIL MYSTER við ULA-borpallinn


                              STRIL MYSTER á leið til Tanager


      Hér er það sjálfur yfirstýrimaðurinn og ljósmyndarinn Einar Örn Einarsson og ljóst er að lífið hjá honum er ekki svo slæmt miðað við svipinn á andliti hans.

                      © myndir Einar Örn Einarsson í Norðursjó í nóv. 2010

13.11.2010 09:00

Kambaröst SU 200


                         1497. Kambaröst SU 200 © mynd Ægir, í nóv. 1977

13.11.2010 00:00

Inga NK 4 fékk grjót í voðina

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi þessar myndir og texta í gærkvöldi ( þ.e. föstudagskvöld) og sýna er Inga NK fékk eitthvað í snurvoðina í dag (gær) ekki er vitað hvað það var sennilega grjót það var allavega þungt og kom báturinn upp að bryggju og tókst þar að ná í endann á voðinni og opna pokann og hreinsaði voðin sig þá.
       2395. Inga NK 4 og grjótið á Neskaupstað © myndir Bjarni G., 12. nóv. 2010

12.11.2010 23:00

Guðmundur RE 29


             1272. Guðmundur RE 29 © mynd Ægir í apríl 1977, ljósm: Snorri Snorrason

12.11.2010 22:00

Sigurður RE 4


           183. Sigurður RE 4 © mynd Ægir í apríl 1977, ljósm.: Snorri Snorrason

12.11.2010 21:00

Ásbjörg ST 9


                                1487. Ásbjörg ST 9 © mynd Ægir í apríl 1977

12.11.2010 20:30

Inga NK fann stýri

Bjarni Guðmundsson sendi mér þessar myndir og fylgdi með þessi texti:

Fyrir tæpri viku fékk Inga NK stýri í voðina og er það sennilega af Írafoss en hann missti stýrið 6.jan .2008 hérna við Hellisfjarðanesið.
                  Stýrið umrædda á Neskaupstað © myndir Bjarni G., 12. nóv. 2010

12.11.2010 20:00

Klakkur VE 103


                                 1472. Klakkur VE 103 © mynd Ægir í júní 1977

12.11.2010 19:35

Green Tromso

Núna í kvöld kom Green Tromso til Neskaupstaðar og tók Bjarni Guðmundsson þá þessa mynd.


    Green Tromso að koma til Neskaupstaðar nú í kvöld © mynd Bjarni G., 12. nóv. 2010

12.11.2010 19:00

Elín Þorbjarnason ÍS 700


                       1482. Elín Þorbjarnadóttir ÍS 700 © mynd Ægir í okt. 1977

12.11.2010 17:52

Sveitungar hittast

Segja má að nú þegar Skvetta SK 7, hafi verið færð úr húsi í Njarðvíkurslipp og sett á útistæði fyrir framan bát þann sem síðast hér Sigurvin GK 51, hafi gamlir sveitungar frá Hofsós verið að hittast. En heimahöfn Skvettu er á Hofsósi og Sigurvin var áður frá Hofsósi og bar þá nafnið Hafbjörg SK 154 og er vel er skoður afturendi þess báts má sjá móta fyrir nafninu Hofsós. Þar að auki eru þetta báðir trébátar og nánast jafn gamlir, þó er Sigurvin aðeins eldri smíðaður á Fáskrúðsfirði 1972, en Skettan er smíðuð í Hafnarfirði 1975.
            1428. Skvetta SK 7 og 1249. Sigurvin GK 51, í Njarðvíkurslipp í dag


                                                           1428. Skvetta SK 7


                          Nafnið HOFSÓS er að koma í gegn um málninguna
                                        © myndir Emil Páll, 12. nóv. 2010

12.11.2010 16:22

Happ KE 94 ( á að vera Happi KE 95)

Þó liðinn sé tæpur mánuður síðan 1767. Happasæll KE 94 var skráður Happi KE 95, virðist útgerðin vera sein á sér að skipta um merkingar á bátnum og svo er þeir hófu verkið án þess að klára það virðast þeir eitthvað hafa verið að spara málninguna því á bátnum hefur verið nú í nokkrar vikur merkingin: Happ KE 94, eins og sést á þessari mynd, sem ég tók í dag og raun tók ég eins mynd fyrir nokkrum vikum án þess að birta þá.


      1767. Happ KE 94, en á að vera Happi KE 95, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 12. nóv. 2010

12.11.2010 13:50

Hafnarfjörður
                                      Hafnarfjörður © myndir Ægir, okt. 1986