Færslur: 2010 Nóvember
24.11.2010 09:09
Kristbjörg GK 404

541. Kristbjörg GK 404, á strandstað fyrir neðan Bala á Stafnesi, en þar strandaði hann 13. nóvember 1971 og brotnaði fljótlega eftir strandið alveg í spón © mynd af netinu, ljósm. óþekktur.
24.11.2010 08:03
Fall er fararheill og er ennþá í fullum rekstri

1134. Arnfirðingur II GK 412 á strandstað í des. 1971 í innsiglingunni í Grindavík. Náðist út aftur og þótt ótrúlegt sé, þá er báturinn í dag einn sá sem best er við haldið og útgerð og skipverjum til mikils sóma og heitir í dag Steinunn SH 167. Því má kannski segja að fall sé fararheill, því hann var nánast alveg nýr er hann strandaði © mynd úr Morgunblaðinu í des. 1971
24.11.2010 07:31
Dönsk björgunarþyrla í Reykjavík



Danska björgunarþyrlan við Flugskýli Landhelgisgæslunnar í Reykjavík í gær © myndir Jón Páll, 23. nóv. 2010
24.11.2010 07:00
Sigurberg RE 97

424. Sigurberg RE 97, á strandstað við Hafnir upp úr 1970, náð út aftur og gerður út til 1988 að hann fór á áramótabrennu © mynd af netinu, ljósm. ókunnur
24.11.2010 00:00
Wilson Leer, í Grindavík









Wilson Leer, losar salt í Grindavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 23. nóv. 2010
23.11.2010 23:00
Caesar að sökkva í sæ

Caesar að sökkva í Víkurál © mynd frá 1. júní 1971, á netinu, ljósm.:ókunnur
23.11.2010 22:24
Stefnið er af Smára ÍS 126
Ég var að skoða myndir hjá þér af bát sem er að fara niður og sést eingöngu í stefnið á honum. Ég kannaðist við þetta stefni að ég held og sendi þér myndir af bát sem var á Flateyri í nokkur ár og hét Smári ÍS 126. ef ég man rétt. Báturinn var tekið vel í gegn og endurnýjaður töluvert á þessum tíma skipt um stýrishús og innréttaður uppá nýtt. Önnur myndin af honum er fyrir breytingu þar sem verið að landa úr honum, en hin er þegar að það verið að fara að sjósetja hann eftir lagfæringu, sem tók að því að mig mynnir nokkur ár. Þó svo að ég sé ekki algerlega viss að þetta sé sami báturinn þá er stefnið mjög svipað.
Sendi ég Bjarna kærar þakkir fyrir.

776. Smári ÍS 126, fyrir lagfæringar

776. Smári ÍS 126, eftir lagfæringar © myndir Bjarni Sv. Benediktsson

776. Smári ÍS 126, að sökkva í Ísafjarðardjúp 1992 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson
23.11.2010 22:00
Helgi Flóventsson ÞH 77

Helgi Flóventsson ÞH 77 © mynd Snorri Snorrason
23.11.2010 21:00
Frá strandstað

Skipstrand, ekki vitað hvar, né hvaða skip þetta er og þá ekki heldur hvenær, þá er ljósmyndari óþekktur, en ég sá þetta á netinu.
23.11.2010 20:00
Að síga í djúpið

Þessa mynd tók Guðmundur St. Valdimarsson í Ísafjarðardjúpi 1992, en vissi ekki hvaða bátur þetta var
23.11.2010 19:00
Tómas Þorvaldsson GK 10

1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 23. nóv. 2010
23.11.2010 18:00
HS orka í Svartsengi



Orkuver HS orku og næsta umhverfi í Svartsengi í morgun © myndir Emil Páll, 23. nóv. 2010
23.11.2010 17:00
Arnarberg ÁR 150 undan Snæfellsjökli í dag

1135. Arnarberg ÁR 150, undan Snæfellsjökli núna áðan © mynd Gísli Gíslason, 23. nóv. 2010
23.11.2010 16:35
Línubátur og togari

Línubátur og togari í Grindavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 23. nóv. 2010
23.11.2010 15:00
Grindavík í morgun

Frá Grindavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 23. nóv. 2010