Færslur: 2010 Nóvember

06.11.2010 12:00

Keilir SI kominn til Njarðvíkur

Sigling Keilis SI frá Siglufirði til Njarðvikur stóðst alveg og kom báturinn í nótt og fer senn á netaveiðar fyrir Grímsnes ehf., fyrirtæki Hólmgríms Sigvaldasonar.


      1420. Keilir SI 145, við bryggju í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 6. nóv. 2010

06.11.2010 11:42

Berglín: Rak hælinn niður og þyrlaði grjóti yfir skrúfuna

Miðað við skemmdir á togaranum Berglín, virðist ljóst að þegar verið var að bakka frá bryggjunni í Bolungarvík í fyrradag, hafi stýrishællinn rekist í skerið eða klettinn og þannig hafi togarinn strandað. Við það hafi grjót losnað og þyrlast upp í skrúfuna og stórskemmt hana. Eins og sáust á myndunum sem ég birti í gær og þeim sem ég tók í morgun og birti nú, eru nánast öll skrúfublöðin stólskemmd, en eitt þeirra þó sloppið betur en hin. Smávægilegar skemmdir eru einnig á hælnum, en þó óvíst hvort við þá skemmd þurfi að gera við, stýrið og skrúfuhringurinn virðist alveg hafa sloppið sem staðfestir að tjónið hafi orðið með þeim hætti sem sagt er hér frá.


      Skrúfan á 1905. Berglín er stórskemmd © myndir Emil Páll, í morgun 6. nóv. 2010

06.11.2010 10:04

Happasæll KE 94 á netaveiðum nú í morgunsárið

Þorgrímur Ómar Tavsen, tók þessar myndir á símann sinn nú rétt fyrir kl. 9.30 og sendi mér símleiðis. Sýna þær Happasæl KE 94 á netaveiðum hér úti í Faxaflóa.


   13. Happasæll KE 94 á netaveiðum í Faxaflóa nú í morgun © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 6. nóv. 2010

06.11.2010 00:00

4 uppsjávarveiðiskip - í núinu og fyrir 20 árum

Hér sjáum við eitt uppsjávarskip frá því um 1990 og síðan þrjú frá nútíðinni. Elsta myndin er frá Ísland 1990, en hinar þrjá frá skip.is


                            973. Björg Jónsdóttir ÞH 321 © mynd Ísland 1990


                                           1742. Faxi RE 9 © mynd skip.is


                                       2345. Hoffell SU 80 © mynd skip.is


                                   2388. Ingunn AK 150 © mynd skip.is

05.11.2010 23:00

Siggi Bjarna GK 5


        2454. Siggi Bjarna GK 5, á miðunum í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 5. nóv. 2010

05.11.2010 22:00

Aron ÞH 105
                                     586. Aron ÞH 105 © myndir Ísland 1990

05.11.2010 21:00

Clipper Aventurer farinn á ný

Þessa mynd tók ég síðdegis í dag af þessu farþegaskipi sem kom til Reykjavíkur í gær, en var þarna að sigla fyrir Garðskagann á leið frá landinu.


    Clipper Aventurer, séð í dag frá Garðskaga © mynd Emil Páll, 5. nóv. 2010

05.11.2010 20:00

Hólmsteinn GK 20

Það passar vel að sýna hvað búið er að gera flott við þennan bát, á sömu síðu og öðrum er hrósað, þó sá sé munurinn að þessi hefur verið afskráður og tekin til varðveislu á Garðskaga.


           573. Hólmsteinn GK 20, á Garðskaga © mynd Emil Páll, 5. nóv. 2010

05.11.2010 19:05

Gunnar Hámundarson og Röstin

Hér sjáum við tvo gamla eikarbáta sem nýlega hafa báðir verið teknir vel í gegn og heldur annar viðarlitnum en ekki hinn. Um framtíð þessara báta er ekkert vitað, en þegar Röstin var tilbúin var talað um að hún færi senn til veiða, en ég sé ekkert fararsnið á þeim báti. Aftur á móti er tala um að hinn, þ.e. Gunnar Hámundarson fari sennilega fljótlega til veiða á ný.


      500. Gunnar Hámundarson GK 357 og 923. Röstin GK 120, í Njarðvíkurhöfn í dag 
                                           © mynd Emil Páll, 5. nóv. 2010
  

05.11.2010 18:51

Aukinn afli fyrir minni byggðir

Af visi.is

Smærri byggðir landsins fá aukinn afla á næsta ári.
Smærri byggðir landsins fá aukinn afla á næsta ári.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag tvær reglugerðir sem fela í sér aukningu aflamarks til stuðnings minni byggðarlögum á fiskveiðiárinu 2010/2011. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að aukningin sé innan heimildar 10. grein laga um stjórn fiskveiða en þar er tiltekið að ráðherra geti úthlutað allt að 12 þúsund tonnum af óslægðum botnfisk vegna stuðnings við byggðarlög.

Hámark úthlutunar til minni byggðarlaga er hækkuð úr 150 tonnum í 300 tonn. Tiltekið er að þessi breyting er almenn og kemur öllum þeim minni byggðarlögum til góða er falla undir hin almennu skilyrði.

Í samræmi við þetta hefur verið ákveðið að auka heildaraflamark fiskveiðiársins um 460 þorskígildistonn og rennur sú aukning alfarið til aðgerðarinnar. Ráðuneytið segir að það aflamark sem úthlutað verði sérstaklega til stuðnings byggðarlögum sé samtals 4.345 tonn á fiskveiðiárinu sem sé lítið eitt lægra en það var á árabilinu frá 2005 til 2008.

05.11.2010 18:26

Gunnar Hámundarson GK 357, glæsilegur að vanda

Það er alltaf gaman að sjá þessa gömlu eikarbáta, þegar þeir eru teknir vel í gegn og fá síðan viðaráferð. Tók ég í dag myndir af einum slíkum sem var sjósettur eftir slíka meðferð í gærdag.


          500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Njarðvíkurhöfn rétt eftir hádegi í dag


               Hér er hann kominn í sitt gamla stæði í Keflavíkurhöfn nú síðdegis 
                                            © myndir Emil Páll, 5. nóv. 2010

05.11.2010 17:12

Berglín GK: Öll skrúfublöðin skemmd

Þessa stundina er verið að draga togarann Berglín GK 300 upp í slipp í Njarðvík og er þegar komið í ljós að öll skrúfublöðin eru skemmd, en trúlega hefur stýrið og hællinn sloppið alveg. Sést þetta best á myndunum sem ég tók núna áðan.


                 1905. Berglín GK 300, á leiðinni upp í slipp rétt fyrir kl. 17 í dag


     Skemmdirnar á skrúfublöðunum eru vel sjáanleg, þó þau séu mismikið skemmd
                                     © myndir Emil Páll, 5. nóv. 2010

05.11.2010 16:14

Skjöldur RE 57


         2545. Skjöldur RE 57, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 5. nóv. 2010

05.11.2010 15:20

Geiri Péturs ÞH 344 x 2


                     1207. Geiri Péturs ÞH 344 © mynd Ísland 1990


                             1825. Geir Péturs ÞH 344 © mynd Ísland 1990

05.11.2010 12:15

Berglín tók niðri á Bolungarvík - komin til Njarðvíkur

Skuttogarinn Berglín GK 300 frá Garði sem tók niðri í Bolungarvíkurhöfn í gær, kom til Njarðvíkur um kl. 12 á hádegi, þar sem togarinn mun fara í slipp eftir að hafa landað. Berglín hafði komið inn til Bolungarvíkur með slasaðann skipverja þegar óhappið varðog var að fara frá bryggju þegar það bakkaði upp á klett sem er utan við höfnina. Töluverðar skemmdir munu hafa orðið á skrúfubúnaði skipsins, en þó ekki svo að það geti ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Kafað var undir skipið fyrir vestan og það skoðað og í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að sigla því suður til Njarðvíkur í slipp til viðgerðar. Skipverjinn sem slasaðist mun ekki vera alvarlega slasaður, en hann hafði klemst á hendi við vinnu við hlera. Tók ég þessa myndasyrpu núna áðan er togarinn kom til Njarðvíkur núna áðan.


                              1905. Berglín GK 300, rétt utan við Njarðvíkurhöfn


                                  Togarinn kemur fyrir sjóvarnargarðinn
                          Hér er Berglín komin inn undir bryggju í Njarðvík


          Þessi skemmtilega mynd sýnir þegar búið er að snúa togaranum og hann er að bakka að garðinum þar sem landað verður © myndir Emil Páll, 5. nóv. 2010