Færslur: 2010 September
16.09.2010 19:56
John ex Rangá
Hér sjáum við danskt flutningaskip sem bar þarna nafnið John og var með heimahöfn í Söby í Danmörku og er myndin tekin í Keflavíkurhöfn er það kom þangað 12. maí 1978. Skip þetta hét áður Rangá og var með heimahöfn í Bolungarvík. Eftir John-nafnsins bar það nöfnin Estland, Ranga, High Wind, Kostas P og Philippos K og brann í Perama 21. júlí 2007 og var rifinn í Aliga 10. ágúst 2007.

John ex 169. Rangá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 12. maí 1978

John ex 169. Rangá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 12. maí 1978
Skrifað af Emil Páli
16.09.2010 19:00
Jóhanna Margrét SI orðin járnahrúga
Það er fátt sem mynnir á að þessi járnahrúga í Njarðvíkurslipp hafi til skamms tíma verið skip. Hafa þeir Hringrásarmenn verið duglegir síðan í upphafi vikunnar, að þeir hófu að fullu að tæta skipið niður

163. Einu sinni stálfiskiskip, nú stálhrúga í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 16. sept. 2010

163. Einu sinni stálfiskiskip, nú stálhrúga í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 16. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
16.09.2010 17:29
Kyrrsett í Keflavík
Skemmtiferðaskipið Antarctic Dream, sem í eina tíð var herskip, liggur nú kyrrsett við bryggju í Keflavík. Þangað kom það sl. þriðjudag með 82 farþegar sem voru að koma úr siglingu um norðurhöfin og stóð til að skipið færi síðan um kvöldið suður á bóginn, ef veðrið yrði ekki mjög slæmt. En skipið er enn í Keflavík, þrátt fyrir að veðrið sé gengið niður, því sama dag og það kom þangað mættu um borð fulltrúar frá Alþjóða-siglingastofnuninni og gerðu úttekt á skipinu og í framhaldi af henni var skipið kyrrsett þar til búið væri að endurbæta og laga það sem krafist er. Eru því viðgerðamenn nú um borð til að koma skipinu í haffært ástand að nýju.

Antartic Dream bak vil lokað hlið á hafnargarðinum í Keflavík

Antarctic Dream í Keflavík © myndir Emil Páll, 16. sept. 2010

Antartic Dream bak vil lokað hlið á hafnargarðinum í Keflavík

Antarctic Dream í Keflavík © myndir Emil Páll, 16. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
16.09.2010 11:59
Elding í Keflavík í morgun


1047. Elding, í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 16. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
16.09.2010 11:39
Frá Neskaupstað í morgun
Hér koma þrjár myndir sem Bjarni Guðmundsson tók á Neskaupstað í morgun, sýna þær uppsjávarveiðiskipin, auk eins af togurunum



© myndir Bjarni G, á Neskaupstað í morgun, 16. sept. 2010



© myndir Bjarni G, á Neskaupstað í morgun, 16. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
16.09.2010 09:30
Erika komin úr endurbótum
Bjarni Guðmundsson tók þessar myndir af Eriku GR 18-119 sem kom í gærkvöldi eða í nótt úr endurbótum. Byggt var yfir gang stjórnborðsmegin og nótablökkin hækkuð, skipið málað og ýmislegt fleira.
Þá tók hann fleiri myndir frá Neskaupstað en þær verða birtar síðar í dag.

Svona leit Erika út í mars sl.





Erika GR-18-119, í Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G. 16. sept. 2010
Þá tók hann fleiri myndir frá Neskaupstað en þær verða birtar síðar í dag.

Svona leit Erika út í mars sl.





Erika GR-18-119, í Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G. 16. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
16.09.2010 00:00
Árni Geir KE 74 / Happasæll KE 94
Hér koma sex myndir sem ég átti í mínum fórum af sama skipi, en undir tveimur nöfnum, þ.e. Árna Geir KE 74 og Happasæll KE 94

89. Árni Geir KE 74, í Keflavíkurhöfn
89. Árni Geir KE 74 í Keflavíkurhöfn
89. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn
89. Happasæll KE 94
89. Happasæll KE 94
89. Happasæll KE 94 © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
15.09.2010 22:56
Hólmsteinn GK 20, með gamla stýrishúsinu og án hvalbaks
Nú þegar hafin er varðveisla Hólmsteins GK 20 hafa heyrst raddir um að taka ætti af honum hvalbakinn og eins og setja á hann gamla stýrishúsið. Svo menn viti um hvað er verið að ræða, þá birti ég hér mynd af honum eins og hann var áður en stýrishúsinu var breytti og hvalbakur settur á hann.

573. Hólmsteinn GK 20, í Njarðvíkurhöfn fyrir einhverjum áratugum
© mynd Emil Páll

573. Hólmsteinn GK 20, í Njarðvíkurhöfn fyrir einhverjum áratugum
© mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
15.09.2010 22:36
Fagurey BA 250

7054. Fagurey BA 250, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 15. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
15.09.2010 22:16
Gideon VE 7

1038. Gideon VE 7 © mynd í eigu Emils Páls, en ljósm.: ókunnur
Skrifað af Emil Páli





