Færslur: 2010 September
22.09.2010 10:22
Arnarfell

Arnarfell í gærkvöldi © mynd Emil Páll, 21. sept. 2010
22.09.2010 08:53
Esso Aalborg
Skipið var smíðað í Danmörku 1959 fyrir Dansk Esso AS, 20502 brl að stærð og 34070 dwt með 13700 ha aðalvél. Var í siglingum víða um heim. Það var selt 1974 og rifið 1978.

Esso Aalborg á siglingu

Um borð

Verið að dæla úr því við bryggju © myndir Anna Kristjánsdóttir
22.09.2010 07:25
Togveiðaklippur, tundurdufl og fallbyssa



Togveiðiklippurnar sem sennilega voru notaðar úr varðskipinu Þór í 200 mílna Landhelgistríðinu, tundurduflið og fallbyssan á Duustúni í Keflavík © myndir Emil Páll, 21. sept. 2010
22.09.2010 00:00
Togarasyrpa

223. Þorkell Máni RE 205 © mynd frá Önnu Kristjánsdóttur, ljósm.: homestead.com

1137. Barði NK 120 © mynd Anna Kristjánsdóttir

1346. Hólmanes SU 1 © mynd Anna Kristjánsdóttir

1360. Engey RE 1 © mynd Anna Kristjánsdóttir

1363. Guðbjörg ÍS 46 © mynd Anna Kristjánsdóttir

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1 © mynd Anna Kristjánsdóttir

1476. Björgúlfur EA 312 © mynd Anna Kristjánsdóttir

1506. Heiðrún ÍS 4 © mynd Anna Kristjánsdóttir
21.09.2010 23:15
Makríllinn gaf Þorbirni 150 milljónir króna
Í síðustu viku lauk makrílveiðum hjá togurum Þorbjarnar hf. en allir togarar fyrirtækisins stunduðu veiðarnar. Heildaraflinn var 980 tonn og heildarverðmæti aflans um 150 milljónir króna en þetta var óvæntur aukabónus hjá Þorbirni líkt og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.
21.09.2010 23:00
Árni Friðriksson RE 200

2350. Árni Friðriksson RE 200, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, fyrir nokkrum dögum
21.09.2010 22:19
Herjólfur á Eskifirði og ein gömul frá Neskaupstað

2164. Herjólfur, á Eskifirði © mynd Bjarni G., 1992

Óþekkt skip í Neskaupstað © mynd skönnuð af Bjarna G.
21.09.2010 22:00
Vigri RE 71

2104. Vigri RE 71, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2010
21.09.2010 21:00
Erna HF 25

1175. Erna HF 25, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2010
21.09.2010 20:00
Steinunn HF 108

Fyrir miðri mynd: 2763. Steinunn HF 108, í Hafnarfirði í dag. Sá til vinstri er 1115. Geir goði RE 245 og sá til hægri er 288. Jökull SK 16 © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 21. sept. 2010
21.09.2010 19:00
Sigurvin næstur, síðan Hvammstangi og Reyðarfjörður

1249. Sigurvin GK 51, í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll, 21. sept. 2010
21.09.2010 17:43
,,Hafnfirðingar komu færandi hendi til Njarðvíkur"
Þessi fleygu orð sem eru í fyrirsögninni voru sögð á Njarðvíkurbryggju núna áðan er hafnsögubáturinn Hamar kom til Njarðvíkur með Halldór Jónsson SH 217, sem legið hefur í Hafnarfjarðarhöfn vel á annan tug ára. Mun báturinn verða tekinn upp í Njarðvíkurslipp strax í fyrramáli þar sem hann verður skoðaður með það fyrir augum að athuga hvort hægt sé að gera við hann, eða hvort hann sé ónýtur. Tók ég þessa myndasyrpu er bátarnir komu til Njarðvíkur.



540. Halldór Jónsson SH 217 og 2489. Hamar, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 21. sept. 2010
21.09.2010 16:23
Beita um borð, en stokka upp í landi og fá þar með línuíviljunina
Þorgrímur Ómar Tavsen, tók niður þessa punkta fyrir síðuna og næstu þrjár myndir við framkvæmdirnar um borð og sendi mér símamyndir af því. Þar að auki tók Sigurður Bergþórsson mynd af bátnum í gær er hann var á siglingu í höfninni og birtist hún hér líka sem svart/hvít mynd.



239. Kristbjörg ÁR 177, í Hafnarfjarðarhöfn í dag, þar sem unnið var að því að gera klárt fyrir línuveiðar, þar sem beitt eru um borð en stokkað upp í landi © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 21. sept. 2010

239. Kristbjörg ÁR 177, siglir innan hafnar í Hafnarfirði í gær © mynd Sigurður Bergþórsson, 20. sept. 2010
21.09.2010 16:15
Gamli og synir ehf, eigendur bátsins Jökull SK 16 ex Arnar í Hákoti SH

288. Jökull SK 16, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 21. sept. 2010
21.09.2010 14:32
Sæmundur Fróði

7080. Sæmundur Fróði, kemur inn til Reykjavíkur © mynd Sigurður Bergþórsson, sept. 2010
