Færslur: 2010 Ágúst
26.08.2010 07:19
Baldur KE 97

311. Baldur KE 97, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
26.08.2010 00:00
Ottó Wathne NS 90 / Rán HF 42 / Baldvin Njálsson GK 400

2182. Ottó Wathne NS 90 © mynd Snorrason

2182. Rán HF 42 © mynd Snorrason

2182. Baldvin Njálsson GK 400 © mynd Þorgeir Baldursson, 2008

2182. Baldvin Njálsson GK 400 © mynd Þorgeir Baldursson, 2009

2182. Baldvin Njálsson GK 400, við bryggju í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, október 2009
Skuttogari, frystitogari með smíðanúmer 636 hjá Constrcciones Navales Santodomingo SA., Vigó Spáni 1990. Innfluttur 1992.
Hefur að mestu verið gerður út frá Hafnarfirði þann tíma sem hann hefur verið hérlendis.Raunar alveg sem Rán HF og Baldvin Njálsson GK.
Nöfn: Grinnöy T-52-T, Ottó Wathne NS 90, Rán HF 42 og núverandi nafn: Baldvin Njálsson GK 400.
25.08.2010 22:52
Sunna Líf KE 7

1523. Sunna Líf KE 7, ný máluð í Grófinni í kvöld © mynd Emil Páll. 25. ágúst 2010
25.08.2010 22:38
Margit FD 271, þessi var smíðaður fyrir íslendinga er er nú frá Færeyjum
Fyrir neðan myndina verður saga bátsins sögð.

Margit FD 271 © mynd Skipini.com
Skrokkur bátsins var innfluttur frá Skipasmíðastöðinni Crist í Gdansk í Póllandi og átti að verða nýsmíði nr. 4 hjá Ósey hf., í Hafnarfirði og fá síðan nafnið Friðrik Bergmann SH.
Það fór þó ekki svo, því skrokkurinn skemmdist í eldi í Skipasmíðastöðinni Ósey og tryggingafélagið seldi hann til Daníelsslipps í Reykjavík þar sem lokið var við smíðiina og fékk hann því þar smíðanúmerið 6.
Sjósettur í Reykjavík 16. janúar 2000, en ekki afhentur fyrr en 3. apríl 2000.
Hönnun, teikningar og eftirlit með smíði var í höndum Skipa- og vélatækni ehf., Keflavík.
Seldur úr landi til Færeyja 24. janúar 2003. Þar var hann fyrst gerður út frá Thorshavn og síðan Saltangará.
Nöfn: Sigurður Einar RE 62, Hvitabjörn TN 1167 og núverandi nafn: Margit FD 271.
25.08.2010 22:17
Neskaupstaður í dag: Green Ice, Green Atlantic, Frio Pacdic, Börkur, Tróndur í Götu o.fl.

Green Ice, 1293. Börkur NK 122 og Tróndur í Götu FD 175

Smábátar í forgrunn, síðan Frio Pacfic, Green Ice, Börkur og Tróndur í Götu

Green Atlantic

Tróndur í Götu FD 175

Green Atlantic og Frio Pacfic, á Neskaupstað í dag
© myndir Bjarni G. 25. ágúst 2010
25.08.2010 21:48
Týr aðstoðar erlendan togara
Miðvikudagur 25. ágúst 2010
Varðskipið Týr kom um kl. 04:00 í nótt að erlendum togara þar sem hann var vélarvana um 490 sjómílur VSV af Reykjanesi. Lagði varðskipið úr höfn síðdegis á mánudag til aðstoðar togaranum sem er 60 metra langur.
Þegar varðskipið kom að togaranum í nótt var dráttarlínu skotið yfir og gekk aðgerðin vel. Hagstæð veðurskilyrði eru framundan og má því áætla að skipin verði komin í Faxaflóa á laugardag.
Leitar og björgunarsvæðið sem Landhelgisgæslan er ábyrg fyrir er samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum 1,8 milljónir ferkílómetrar að stærð og nær norður fyrir Jan Mayen í norðri, austur að 0°lengdarbaug í austri, austur og suður fyrir Færeyjar og þaðan að Hvarfi, syðst á Grænlandi og norður með austurströnd Grænlands.

Leitar- og björgunarsvæði Íslands er innan rauðu línunnar.
25.08.2010 20:46
Gísli J. Johnsen


455. Gísli J. Johnsen, í Garði í dag © myndir Emil Páll, 25. ágúst 2010
25.08.2010 19:58
Helliseyjaslysið myndað út frá Gerðabryggju

Hér sjáum við Gerðabryggju og við hana sést langar leiðir 733. Stormur-Breki, sem er þarna í hlutverki 848. Hellisey VE 503

Skipin við Gerðabryggjuna

733. Stormur-Breki eða 848. Hellisey VE 503

Pramminn 2196. Fjölvi KÓ © myndir Emil Páll, 25. ágúst 2010
25.08.2010 18:02
Sólplast: Góð verkefnastaða

2651. Lágey ÞH 265 og þarna sést maður vera að vinna við bátinn, auk þess sem fleiri koma þar að verki

7463. Líf GK 67. Sá bátur fer að öllum líkindum inn í hús á morgun, en lengja á hann um 1.2 metra.

Þetta mátti sjá á útisvæðinu hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 25. ágúst 2010
25.08.2010 16:40
Lilli Lár GK 123 eða GK 132
Verið er að mála Lilla Lár á hafnargarðinum í Sandgerði, í fallegri litum en áður var og vakti það athygli mína að búið var að mála GK 123 á bátinn. En fram að þessu hefur hann verið með númerið GK 132. Hvort hér er um mistök að ræða eða búið að breyta, kemur fljótlega í ljós.
1971. Lilli Lár GK 123, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 25. ágúst 2010
25.08.2010 16:36
Wilson Clyde

Wilson Clyde í dag © mynd Emil Páll, 25. ágúst 2010
25.08.2010 09:05
Sæljón RE 317
Sendi þér mynd sem mér þykir virkilega góð. Hún er af Sæljóni RE 317 sem afi minn, Gunnar Guðmundsson lét byggja fyrir sig í Esbjerg, Danmörku 1955 Á þessum tíma var greinilega verið að byggja vitann sem er á Norðurgarði í Reykjavíkurhöfn, því hann ber akkúrat við hvalbakinn á bátnum.
Sendi ég Rafni kærar þakkir fyrir og birti sögu bátsins undir myndinni
839. Sæljón RE 317 © mynd í eigu Rafns Haraldssonar
Smíðaður í Esbjerg í Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.
Dæmdur ónýrut 1974, en endurbyggður að nýju 1979. Sökk 5. október 1988, 6 sm. N af Siglunesi.
Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1996 stendur eftirfarandi: Sævík er verkun í eigu Gunnars Guðmundssonar sem alltaf var kenndur við bátinn sinn og kallaður Gunnar á Sæljóninu.
Báturinn var oft aflahæstur Grindavíkurbáta og eitt árið þ.e. 1955 var hann hæstur báta við Faxaflóa.
Nöfn: Sæljón RE 317, Sæljón GK 103, Sæljón SU 103, Sæjón SH 103 og Sæljón EA 55.
25.08.2010 08:45
Sérkennileg umræða um Súluna, sem er á leið í pottinn


1060. Súlan EA 300 að koma til Helguvíkur sl. vetur í einni af sínum síðustu ferðum með loðnu til vinnslu © myndir Emil Páll, 2. mars 2010
All sérstæð umræða hefur átt sér stað um þetta fræga aflaskip eftir að loðnuvertíð lauk í vetur. Hófst umræðan í raun er ljósmyndari síðunnar Bjarni G. sendi myndasyrpu sem ég birti nú tvær myndir úr aftur, Syrpa þessi var um það þegar skipið var tekið upp í slipp á Akureyri og tekið fljótlega niður og lagt.
Kom fram þá að ástæðan fyrir því að ekki var gert við það, hafi verið að við skoðun hefði komið í ljós að skipið var óviðgerðarhæft vegna tæringar og myndi því fara í pottinn. Ekki voru allir síðuhaldarar sáttir við þessa fregn að skipið færi í pottinn og fullyrti einn að hann hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að svo færi ekki. Raunar fullyrti sá sami einnig á árinu að hann hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að Margrét EA myndi halda rauða litnum eftir söluna til Neskaupstaðar, en allir vita hvernig það fór eins og nú með Súluna og pottinn.
Fyrir nokkrum vikum hófst síðan umræða á öðrum síðum um að réttast væri að varðveita Súluna sökum þess sögulega gildi sem skipið hefði. Ekki efast ég um það sögulega gildi, en spurningin er auðvitað hvort, ekki hafi verið ansi seint í rassinn gripið með þá umræðu, því þá var trúlega búið að ganga frá sölusamningi á skipinu til niðurrifs í Belgíu, Því í gær átti skipið af kveðja Akureyri í hinsta sinn og fara á einhverja hafnir hérlendis og safna brotajárni sem það færi síðan með sér til Belgíu.
Hér fyrir neðan endurbirti ég tvær af þeim myndum sem voru í syrpu Bjarna G. og voru teknar á Akureyri 16. og 17. apríl sl.

1060. Súlan EA 300 á leið í slippinn á Akureyri 16. apríl 2010 © mynd Bjarni G.

1060. Súlan EA 300, komin úr slippnum á Akureyi 17. apríl 2010 © mynd Bjarni G.
25.08.2010 08:35
Stökkpallur í sjóinn

Krakkahópurinn um borð í Farsæli í gær © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. ágúst 2010

Sami atburður tekinn með ljósmyndavél og aðdáttarlinsu © mynd Emil Páll, 24. ágúst 2010
25.08.2010 08:31
Flakið við innsiglinguna

Það glampaði vel á flakið við innsiglinguna til Grindavíkur í sólinni í gær © mynd Emil Páll, 24. ágúst 2010
