Færslur: 2010 Ágúst
19.08.2010 17:14
Selur í bólfæraflutningum
Á þessum myndum sést þegar verið var að koma fyrir miklum grjóthnullungum, ásamt þykku tógi sem nota á við kræklingarækt framan við Vatnsleysuströndina. Mun malarflutningaskipið Selur sinna því hlutverki að koma grjótinu og tóginu sem verður þar með að bólfærum á sinn stað, en þar sem enginn krani er á Selnum var bólfærunum raðað eftir síðum Selsins og svo verður skorið á festingar á réttum stöðum þannig að bólfærin sökkvi til botns þar sem þau eiga að vera.
Einu grjótinu slakað á réttan stað utan á síðu prammans sem annars heitir 5935. Selur og annað bíður á bílpallinum eftir að fara sömu leið

Allt gert klárt svo varpa megi bólfærunum á réttan stað
Einn af skipverjum á Selnum, lítur aðeins upp fyrir ljósmyndarann
© myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010
19.08.2010 17:12
Grímsnes GK 555

Mikið um að vera við Grímsnesið í dag © mynd Emil Páll, 19. ágúst 2010
19.08.2010 17:07
Allt á fullu í Njarðvíkurhöfn í dag


Úr Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010
19.08.2010 11:13
Aníta KE 399




399. Aníta KE 399, í Grindavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010
19.08.2010 11:09
Grindavík í morgun: Birgir, Askur og Halldóra

F.v. 2005. Birgir GK 263, 1811. Askur GK 65 og 1740. Halldóra GK 40 í Grindavík í morgun © mynd Emil Páll, 19. ágúst 2010
19.08.2010 11:06
Hrafn GK 111

1628. Hrafn GK 111, í Grindavík í morgun © mynd Emil Páll, 19. ágúst 2010
19.08.2010 00:00
Guðmundur S. GK 56 í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar
Saga þessa báts og mynd af því hvernig hann leit út áður og myndir af því hvernig hann lítur út í dag koma hér fyrir neðan.

5181. Guðmundur S. GK 56 © mynd í eigu Emils Páls
Smíðaður í Merkinesi, í (fyrrum Hafnahreppi) 1962 úr eik og furu og mældist 3ja tonna. Var fyrst í eigu Hinriks Ívarssonar í Merkinesi og síðan í eigu Þórodds Vilhjálmssonar á sama stað.
Báturinn bar aðeins þetta eina nafn og var tekinn af skrá 15. desember 1995 og komst fljótlega í eigu Byggðarsafnsins í Reykjanesbæ.






Neðri myndirnar eru teknar þegar báturinn var tekin út úr húsinu við gömlu Steypustöðina og beið eftir flutningi í Rammahúsið, sem Byggðasafnið hefur til afnota í dag © tvær efstu myndirnar af bátnum eins og hann lítur út i dag eru símamyndir frá Þorgrími Ómari Tavsen, en hinar þar fyrir neðan eru teknar af Emil Páli Jónssyni og báðir tóku þeir myndirnar 18. ágúst 2010
18.08.2010 22:53
Gunnar Hámundarson GK 357

500. Gunnar Hámundarson GK 357 © mynd Hilmar Bragason, 2010
18.08.2010 21:51
Stakkur GK 180

7056. Stakkur GK 180 © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2010
18.08.2010 20:57
Svala Dís KE 29

1666. Svala Dís KE 29, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2010
18.08.2010 20:33
Úr rækju í ufsa

Netabúnaðurinn á leið um borð í 89. Grímsnes GK 555, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2010
18.08.2010 19:53
Stærsta línuskip í heimi
Norska útgerðarfélagið Ervik Havfiske hefur skrifað undir samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Tersan um smíði á stærsta línubáti í heimi, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna. Báturinn sem fær nafnið Frøyanes verður búinn fullkomnustu tækjum. Lögð verður áhersla á fullvinnslu aflans um borð, fullnýtingu hráefnis, umhverfisvæna hönnun og góðan aðbúnað fyrir áhöfnina. Báturinn verður 60 metra langur og 14 metra breiður. Hann ber 600 tonn af afurðum og mun kosta 175 NOK, eða 3,5 milljarða ISK.
18.08.2010 17:53
Farsæll GK 162



1636. Farsæll GK 162, kemur í dag frá Njarðvíkurslipp til Keflavíkur, þar sem hann mun trúlega liggja fram að mánaðarmótum, er nýtt kvótaár hefst og um leið verður opnað fyrir dragnótina í Bugtinni © myndir Emil Páll, 18. ágúst 2010
18.08.2010 17:30
Viking ex Ólafur Jónsson út af Keflavík

´ Viking ex 1471. Ólafur Jónsson GK 404 á Stakksfirði í dag
© mynd Emil Páll, 18. ágúst 2010
18.08.2010 17:27
Varðskipið Týr, með stutt stopp

1421. Týr, út af Keflavíkinni í dag © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2010
