Færslur: 2009 Desember
31.12.2009 10:09
Áramótahugrenningar

Í tilefni áramótanna hef ég útbúið svona smá áramótahugrenningar sem ég birti nú og skreyti með myndum Svavars Ellertssonar sem teknar eru niður við höfn um áramót.

Nú á áramótunum sendi ég öllum velunnurum síðunnar bestu óskir um gleðilegt ár og bjarta framtíð, því það veitir ekki af, nú er allir þessir erfiðleikar synda yfir vötnunum. Hef ég þó litlar áhyggjur af því, þar sem ég hef fulla trú á að við munum ná okkur upp úr þeim sem sannir Íslendingar.
Jafnframt þakka ég öllum þeim er komið hafa inn á síðuna, svo og þeim fjölmenna hópi manna sem hafa lagt mér lið með myndum, ábendingum, já og/eða spurningum til mín í tölvuskeytum eða símtölum. Því ótrúlegur fjöldi fólks hefur haft samband við mig og fengið hjá mér ráð eða bollaleggingar um sitthvað er snýr að sjávarútvegi í símtölum til mín. Fólk sem ég þekkti ekkert áður, en í framhaldinu hefur oftast orðið úr einhver vinskapur eða samskipti.
Þeim sem hafa þjáðst af svörum mínum og athugasemdum sendi ég einnig kveðjur. En vegna þeirra hörðu reglna sem ég legg upp með er síðan orðin að því sem hún er. Þó svo að einhverjir þjáist af minnimáttarkennd , afbrýðissemi eða öfund út í síðuna og þá sérstaklega vinsældir hennar, þá er það þeirra vandamál en ekki mitt. Það er engin skildugur að koma inn á síðuna og ef þeim líkar hún ekki eiga þeir ekkert að vera að angra sig við að koma hér inn, aðrir en ég breyta síðunni ekki og ég hlusta ekki á raddir annarra í þeim efnum. Þetta er mín síða, en ekki þeirra, nema þeir séu sáttir við hana. Hver síðuritari, gerir síðurnar eftir sínu höfðu og auðvitað ráðum við síðueigendur, sjálfir hvernig síður okkar eru.
Þó síða mín sé aðeins tveggja mánaða gömul, en. ég opnaði hana 21. okt. sl. hefur þú þegar sýnt að það var tímabært að opna sér síðu og vinsældir hafa hrúgast í kring um mig, þannig að síðan hefur verið í einu af toppsætum vinsældalista 123.is, kerfis þar sem hestasíður, byggðarsíður, aðrar skipasíður og allskyns síður eru líka vinsælar. Ljóst er að síðan hefði aldrei orðið það sem hún er ef ekki hefði komið til þessi breiði hópur velunnara.
Ýmsir einstaklingar eiga sérstakar þakkir fyrir og til að gleyma engum þeirra, vil ég senda þeim öllum, án upptalningar, kærar þakkir fyrir myndaafnotin og aðstoðina við síðuna. Til stóð að taka út úr hópnum einstök nöfn og þakka sérstaklega, en í framhaldi af ákveðinni þróun síðustu daga, læt ég það vera.
Jæja hættum þessu blaðri og heitum því að gera góða síðu enn betri á komandi ári. Þar tala ég í fleirtölu, því þó ég eigi síðuna einn, þá gæti ég þetta ekki nema með aðstoð ykkar allra sem hér koma við sögu og þá ekki síður þess þögla hóps sem lítur inn reglulega, sumir á hverjum degi og aðrir jafnvel oft á dag og skoðar síðuna. Þess vegna hef ég oft notað orðið ,,við" og mun nota áfram meðan svona stór hópur er bak við síðuna. Þessi notkun mína á orðinu ,,við" hefur þó furðulegt sé, truflað suma aðra síðueigendur, sem ég skil í raun ekki. Því lítið væri varið í síðu, þar sem síðueigandinn stendur einn og enginn skiptir sé af hans verkum eða hjálpar til.

Að endingu segi ég:
Gleðilegt ár
með þökkum fyrir það liðna
Kær kveðja
Emil Páll Jónsson

© myndir Svavar Ellertsson
31.12.2009 08:20
Þekkið þið þennan?


Þekkið þið þennan trébát? © mynd Sigurlaugur á jóladag 2009
31.12.2009 08:03
Margir bátar

Ver RE 112 og margir fleiri við Grandabakka í Reykjavík © mynd Sigurlaugur á jóladag 2009
31.12.2009 00:00
Skip og bátar í Morocco
Nú er hafinn síðasti dagur þessa árs og fyrir utan þessa færslu, sem er um skip í Morocco, verð ég með örfáar í fyrramálið, raunar sennilega ekki nema tvær færslur og síðan kemur áramótaávarp frá mér upp úr hádeginu, sem verður myndskreytt. Eftir það tekur við frí, hvort sem ég kem inn að kvöldi nýársdags eða ekki fyrr en aðfaranótt 2. janúar, kemur allt í ljós.
Nótabátur í Laayone
Nótabátur
Nótabátur
Nótabátur að koma inn
Pilot
Sementsskipið Alutrans © myndir Svafar Gestsson
30.12.2009 19:43
Flott photoshoppuð
Einn af vinum mínum á Facebook, Garðar Ólafsson, tók mynd þá sem ég tók af Svani KE 90, þar sem hann var sokkinn í Njarðvíkurhöfn og sýndi stýrishúsið undir yfirborði sjávar og fór með myndina í gegn um Photoshop og árangurinn var furðu góður og hér sjáið þið hann.
© frummynd Emil Páll, photoshop Garðar Ólafsson
30.12.2009 19:36
Guðmundur í Nesi RE 13, Brimnes RE 27 og Víkin

Guðmundur í Nesi RE 13, í Reykjavík

Brimnes RE 27

Hér sjáum við gömlu bæjarútgerðarhúsini í Reykjavík, þ.e. þá hlið er snýr að höfninni.
© myndir Sigurlaugur á jóladag 2009
30.12.2009 17:27
Týr og Ægir

Varðskipin Týr og Ægir, í Reykjavík © mynd Sigurlaugur á jóladag 2009
30.12.2009 13:59
Völusteinn kaupir þrotabú FESTI
|
|
Útgerðarfélagið Völusteinn ehf. tekur við rekstri þrotabúsins frá og með áramótum. Eigendur hafa lýst því að reksturinn verði endurskipulagður strax í janúar, að fiskvinnslan verði áfram starfrækt í Hafnarfirði og að kappkostað verði að verja þau störf sem fyrir eru.
Útgerðarfélagið Völusteinn gerir út línubátinn Hrólf Einarsson ÍS 255 frá Bolungarvík. Með kaupum Útgerðarfélagsins Völusteins ehf. á rekstri og eignum þrotabús Festar verða aflaheimildir fyrirtækisins 1.988 þorskígildi.
30.12.2009 13:29
Kaspryba 1 og Kaspryba 3

Kaspryba 1 og Kaspryba 3, í Sundahöfn © mynd Sigurlaugur á jóladag 2009
30.12.2009 13:27
Green Bergen

Green Bergen í Sundahöfn © mynd Sigurlaugur, á jóladag 2009
30.12.2009 12:56
Svanur kominn á flot og Kambaröstin farin annað




Frá björgun Svans KE 90 í Njarðvíkurhöfn í morgun. Til að sjá samanburðinn á myndatöku á venjulegan máta og með næturstillingunni eru tvær síðustu myndirnar teknar við sömu aðstæður © myndir Emil Páll 30. desember 2009
30.12.2009 08:27
Allir togarar HB Granda voru í landi

Fjórir togarar HB Granda f.v. Ottó N. Þorláksson RE 203, Helga María AK 16, Þerney RE 101 og Höfrungur III AK 250 © mynd Sigurlaugur á jóladag 2009
30.12.2009 08:12
Herkúles og Borgin

2503. Herkúles og Borgin

Borgin © myndir Sigurlaugur, á jóladag 2009
30.12.2009 00:00
Lokin frá Ghana

Vinnsla

Vinnsla

Vinnsla

Voðin tekin inn

Þrír á vinnsludekki

Þrír með fiska © myndir Svafar Gestsson

