31.12.2009 08:20

Þekkið þið þennan?

Hér með lýkur jóladagssyrpu Sigurlaugs um hafnir Reykjavíkur og síðasta myndin er af báti sem ég þekki ekki. Bátur þessi liggur rétt hjá Kaffivagninum, á svæði sem sumir kalla Grandabakki. Margir þeirra trébáta sem þar eru hafa engin sjáanleg nöfn, en oftast hef ég fundið eitthvað sem getur a.m.k. sagt mér hvað síðasta nafnið var, en ég eða Sigurlaugur fundum ekkert varðandi þennan bát og því spyrjum við ykkur lesendur góðir hvort þið þekkið bátinn?
                Þekkið þið þennan trébát? © mynd Sigurlaugur á jóladag 2009