Færslur: 2009 Desember

11.12.2009 13:46

Friðrik Sigurðsson ÁR 17


              1084. Friðrik Sigursson ÁR 17 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur


   1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll 11. des. 2009. Þekkja menn stefnismerkið á bátnum sem sést í efra horni myndarinnar, vinstra megin?

11.12.2009 00:12

7 af 16 nöfnum eða skráningum

HAFRÚN ÍS 400, DANNI PÉTURS KE 175, HELGI S. KE 7, EINIR GK 475, MUMMI GK 120, SÆRÚN HF 4 OG GUÐRÚN BJÖRG HF 125

Hér er endurbirt í þriðja eða fjórða skiptið listi yfir þetta skip. En eftir hverja birtingu hefur fjölgað þeim myndum sem komið hafa til viðbótar með nýjum nöfnum. Markmiðið er auðvitað bæði nú sem i öllum öðrum tilfellum að birta myndir af öllum breytingum viðkomandi skips svo og öllum nöfnum og/eða skráningu sem á því hafa orðið. Til þess að það takist hafa ýmsir af lesendum síðunnar svo og skipaljósmyndarar lánað mér myndir og því óska ég eftir að ef einhver ykkar þarna úti eigi myndir af þessu skipi eða öðrum sem ég hef verið að birta myndir af að lána mér þær, svo þessar skemmtilegu myndasyrpur nái tilgangi sínum. Auðvitað merki ég þeim myndirnar sem það vilja. Frá síðustu birtingu hafa komið fjórar nýjar myndir sem nú koma í ljós, en ég veit til þess að fleiri myndir eru til og því óska ég eftir að eigendur þeirra láni mér þær ef mögulegt sé. Með því að bera saman myndirnar og nafnalistann fyrir neðan þær sést hvaða myndir vantar. Að endingu sendi ég þeim sem lánað hafa mér myndir kærar þakkir fyrir.


            76. Hafrún ÍS 400 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                           76. Danni Péturs KE 175 © mynd Emil Páll


                                 76. Helgi S. KE 7 © mynd Þorgeir Baldursson


                                       76. Helgi S. KE 7 © mynd Emil Páll


                                     76. Helgi S. KE 7 © mynd Emil Páll


                                        76. Einir GK 475 © mynd Emil Páll


         76. Mummi GK 120 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur


                                   76. Særún HF 4 © mynd Jón Páll


                        76. Guðrún Björg HF 125 © mynd Þorgeir Baldursson


           76. Guðrún Björg HF 125 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur

Þar sem sagan hefur oft verið rifjuð upp hér læt ég aðeins nafnalistann duga að þessu sinni: Jón Trausti ÞH 52, Hafrún ÍS 400, Hinrik KÓ 7, Danni Péturs KÓ 7, Danni Péturs KE 175, Frigg BA 4, Helgi S. KE 7, Einir HF 202, Einir GK 475, Mummi GK 120, Særún GK 120, Særún HF 4, Kristján ÓF 51, Njarðvík GK 275, Tjaldur RE 272 og Guðrún Björg HF 125.

10.12.2009 19:18

Boribana

Hér sjáum við myndir og texta í frétt af síðu Gunnars Jóhannssonar í Danmörku                                                          Boribana


Þetta skip var aðallega í siglingum milli Miðjarðarhafsins og Asíu.                 
                            Hér kemur lýsing skipsins á dönsku.

1961.    "Boribana" var det første ØK-skib udrustet med automatisk ventilation og indbygget belysning i lastrummene.
Skibet havde en  lastrumskapacitet på 653.900 kubikfod plus 8100 kubikfod kølerum.
Hovedmaskineriet bestod af 1 stk. 8-cylindret turboladet enkeltvirkende B&W 2-takt krydshovedmotor med en nominel ydelse på 11.100 IHK / 10.000 BHK ved 115 o/min. Motornummer 6578.
Skibet opererede især på ØK's rute på Fjernøsten, hvor det gennemførte 34 rundrejser. Senere gennemførtes enkelte rejser mellem Middelhavet og Østen.
   1967 . Ombygget for transport af kølelast.
   1977.    Skibet gjorde tjeneste på ØK's rutenet indtil det i /11 blev solgt til Trikora Lloyd, Indonesien og fik navneforandring til "Pomalaa".
     1984. Ophugget i Huangpu, Kina.


     Boribana © myndir og texti af síðu Gunnars Jóhannssonar í Danmörku

10.12.2009 19:14

Artemis á þurru landi

Þessa mynd fengum við að síðu Gunnar Jóhannssonar í Danmörku


    Hollenska fraktskipið Artemis á þurru eftir storm við vesturströnd Frakklands í mars 2008  © mynd af siðu Gunnars Jóhannssonar

10.12.2009 19:09

Ásta B lenti í hremmingum í innsiglingunni til Grindavíkur í morgun, en allt fór vel

Myndir og texti: grindavík.is


Ásta B kom við í Grindavík

Beitningavélabáturinn Ásta B kom til Grindavíkur í morgun en þessi stærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið á Ísland heldur áfram til Noregs seinna í dag. Bræðurnir Hrafn Sigvaldson og Helgi Mogensen, Margrét Ragna Arnardóttir eiginkona Hrafns ásamt Bjarna Sigurðssyni frá Húsavík gera bátinn út frá Tromö í Noregi. Ásta B var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði en kom til Grindavíkur til þess að taka veiðarfærin um borð.

Að sögn Helga gekk sigling bátsins til Grindavíkur mjög vel en að vísu lentu þeir í hremmingum í innsiglingunni því báturinn snerist í ölduganginum en allt fór þó vel og báturinn reyndist afar vel í þessari fyrstu þolraun.

Ásta B er beitningavélabátur með 25 þúsund króka og tekur 40 kör í lest. Til samanburðar eru flestir íslenskir plastbátar með 15 þúsund króka. Það sem gerir bátinn einstakan er að um borð er vinnslukerfi frá 3Xstál sem er óvenjulegt fyrir bát af þessari stærð. Hrafn segir að yfirleitt sé ekki hægt að landa óslægðum afla í Noregi og því sé nauðsynlegt að geta slægt og hausað um borð. Mikilvægt sé að öllum ferskum fiski blæði í 20 mínútur svo hráefnið sé sem ferskast.

Að sögn Hrafns stefna þeir að því að smíða 3 svona báta í viðbót á næstu árum. Hrafn reiknar með að heildarkostnaðurinn við smíði Ástu B sé um 10 milljónir norskar krónur.

Í Noregi er einnig kvótakerfi en það er nokkuð frábrugðið því íslenska. Að komast inn í norska kerfið kostar 10 til 15 prósent af því sem þeir hefðu þurft að greiða til að komast inn í það íslenska að því er Hrafn segir. Undanfarin tvö ár hafa þeir gert út 15 tonna bát, Sögu K, frá Husvik í Noregi og gert það gott en flestir íslenskir plastbátar eru í þessari stærð.  

10.12.2009 18:48

Grímsby

Hér sjást þrjár myndir frá Grímsby og á einni þeirra er íslenskt fiskiskip. Um er að ræða 1000. Guðmund Kristinn SU 404


            Grímsby. 1000. Guðmundur Kristinn SU 404 sem kynntur var hér í gær, sést á þeirri neðstu © myndir í eigu Emils Páls

10.12.2009 18:39

Ljót sjón - Gamli Höfrungur og síðast Barsskor hogginn upp

Hér í syrpunni fyrir neðan er sagt frá hinum Færeyska Barsskor, sem hét í upphafi Höfrungur frá Akranesi og var smíðaður á Akranesi 1929. Árið 2006 bauðst Skagamönnum báturinn til kaups á 1 kr. til varðveislu og var nokkuð talað um að fara út að sækja hann. Ekkert var þó af því og grotnaði báturinn við bryggju í Færeyjum þar til á síðasta ári að hann var tættur niður og hent á haugana. Um 30 myndir af því má skoða í færeysk netmiðlinum Nordlysið 12. og 13. desember 2008 og birti ég hér 5 þeirra.


               Ekki verður Barsskor varðveittur á Akranesi, eftir þetta © myndir Nordlysid

10.12.2009 12:31

Sex erlend skip, sem öll báru áður íslensk nöfn

Hér birtast sex myndir af skipum og bátum sem seld voru erlendis og eru myndinarar af þeim með erlendum heitum, en jafnframt gefið upp íslenska nafnið sem var á þeim áður fyrr.


     Barsskor P 55, er mjög sögufrægt skip hérlendis, því það hét í upphafi Höfrungur MB 98 og var smíðað á Akranesi 1929. Var það selt til Færeyja eftir að hafa rekið upp í kletta á Lambhúsasundi 1946. Landsstjórn Færeyja hafði samþykkt að selja bátinn aftur til Akraness í ágúst 2006 á 1 kr., en þá hafði það legið lengi í höfn í Færeyjum. Ekkert hefur þó bólað á því að skipið væri sótt til Færeyja. Í Færeyjum var skipið fyrst notað sem fiskiskip en síðan  sem strandferðaskip, en það var gert upp í Færeyjum eftir strandið hér heima á árunum 1947-1952.


                                           Bylgja T 75 ex Bylgja VE 75


                    Caterina Alice DA 47 ex 1846. Kristinn Friðriksson SH


                                 Julie ex Ólafur Magnússon EA 250


                                          Kummandor Stuart ex Herjólfur


               Sunfisk ex 1462. Július Havsteen ÞH 1 síðar Þórunn Havstein ÞH 40

10.12.2009 00:00

Seley SU 10 / Guðmundur Kristinn SU 404 / Eldhamar GK 13 / Bibe


                                1000. Seley SU 10 © mynd Snorri Snorrason


                        1000. Seley SU 10 © mynd í eigu Emils Páls


       1000. Guðmundur Kristinn SU 404, að veiðum © mynd Þorgeir Baldursson


          1000. Guðmundur Kristinn SU 404, í Grímsby © mynd í eigu Emils Páls


   1000. Eldhamar GK 13 © mynd á google, Kristján Kristjánsson


        1000. Eldhamar GK 13 © mynd á google, Ljósmyndasafn Grindavíkur


                        1000. Eldhamar GK 13 © mynd í eigu Emils Páls


                                           Bibe © mynd í eigu Emils Páls


  Bibe © mynd Shipspotting, Ivan


                             Bibe, í nóv. 2008 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðanr. 86 hjá Flekkefjord Slipp & Mek. Verksted A/S í Flekkerfjord, Noregi 1966. Seldur úr landi til ferðaþjónustu í Split í Króatíu í feb. 2007.

Nöfn: Seley SU 10, Flosi ÍS 15, Guðmundur Kristinn SU 404, Kristján RE 110, Eldhamar GK 13 og núverandi nafn Bibe

09.12.2009 19:51

Lómur KE 101 / Þorsteinn GK 16 og strand Þorsteins GK 16

Fyrst sjáum við Lóm KE 101 og Þorstein GK 16 og eftir sögu bátsins kemur syrpa frá því er Þorsteinn GK 16 strandaði undir Krísuvíkurbjargi


                            145. Lómur KE 101 © mynd Emil Páll


               145. Lómur KE 101 © mynd Ljósmyndasafn Akraness


                        145. Þorsteinn GK 16
              © mynd Ljósmyndasafn Grindavíkur

Smíðanúmer 198 hjá Bolsönes Verft A/S, Molde, Noregi 1963. Kom til heimahafnar í Keflavík 24. júní 1963. Stækkaður 1964. Yfirbyggður hjá Dannebrogverft í Arhus, Danmörku 1985.

Fékk netin í skrúfuna og rak upp í Krísuvíkurbjarg 10. mars 1997.

Nöfn: Lómur KE 101, Kópur RE 175, Kópur GK 175 og Þorsteinn GK 16.


  Björgun áhafnarinnar rétt fyrir strandið
                                            © myndir í eigu Emils Páls
   

09.12.2009 17:27

Mina ex Jaxlinn, tekur járn fyrir gullævintýrið

Verið er að lesta í Sundahöfn um 1000 tonna skip "Mina" eða gamli Jaxlinn sem er að taka stál og vistir fyrir næstu Grænlandsferð í gullnámuna sem áður hefur verið rætt um hér á síðunni og Óskar RE fór með vistir í á dögunum.


      Danska skipið Mina ex íslenska skipið Jaxlinn, sem nú er í Sundahöfn að taka vistir fyrir gullnámuvinnsluna á Grænlandi © mynd af Marine Traffic, Petter Larsen

09.12.2009 15:57

Knarrarnes EA 399 / Knarrarnes KE 399 og Ólafur Jónsson GK 404 / Víking


                      1251. Knarrarnes EA 399, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll


                           1251. Knarrarnes KE 399 © mynd Emil Páll


    1251. Knarrarnes KE 399 á útleið og 1471. Ólafur Jónsson GK 404 á innleið, á Stakksfirði
© mynd Þorgeir Baldursson.


                     Víking, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll 8. des. 2009


                      Víking, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll 8. des. 2009

1251.
Smíðanr. 400 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1972. Fórst 6 sm. N af Garðskaga 12. mars 1988 ásamt þremur mönnum.

Nöfn: Knarrarnes GK 157, Knarrarnes ÍS 99, Knarrarnes GK 99, Knarrarnes EA 399 og Knarrarnes KE 299.


1471. Smíðanr. B 402/1 hjá Stocznia im. Komuny, Paryskiney, Gdynia, Póllandi 1976. Afhentur á aðfangadag 1976 og kom fyrst til landsins, til Njarðvíkur 13. jan. 1977, en til heimahafnar í Sandgerði km það ekki fyrr en um mánaðarmótin ágúst/september 1977.  Lengdur Póllandi 1989. Þrátt fyrir rússneska skráningu má segja að aðalhöfn þess hafi verið Hafnarfjörður, en það var selt til Rússlands í ágúst 1998.

Skipið hefur aðeins borið tvö nöfn. þ.e. á Íslandi: Ólafur Jónsson GK 404 og sem Rússneskt Víking.

09.12.2009 00:08

Bjarmi II EA 110 / Hrungnir GK 50 / Fjölnir SU 57


             237. Bjarmi II EA 110, siglir inn Hafnarfjörð © mynd Snorri Snorrason


   237. Hrungnir GK 50 © mynd af heimasíðu Vísis


                       237. Hrungnir GK 50, í Grindavík © mynd Emil Páll 2008


                           ©237. Fjölnir SU 57 © mynd Kjartan Viðarsson 2008


                    237. Fjölnir SU 57, í Njarðvíkurslipp © mynd Markús Karl Valsson

Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S í Sandefjord, Noregi 1963. Kom nýr til Dalvíkur 3. feb. 1964. Lengdur Noregi 1966.

Strandaði á Loftstaðarfjöru austan Stokkseyrar, 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þrem vikum síðar og var tekin til viðgerðar. Var það Björgun hf. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að  björgun væri vonlaus og ætlaði Samvinnutryggingar að borga bátinn út.

Endurbyggður í Dráttarbrautinni hf. Neskaupstað, eftir að hafa strandað aftur og nú á Hvalbak 29. jan. 1973. Náðist hann þar út mikið skemmdur.

Yfirbyggður í Njarðvíkurslipp 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur hjá Astilleros Pasajes, San Sebastian, Spáni, sumarið 1999. Veltitankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. vorið 2007.

Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50 ( í 34 ár) og núverandi nafn er Fjölnir SU 57.

08.12.2009 21:18

Sett í farbann vegna 125 athugasemda


                                            Siam Topaz © mynd Ship potos

Gerðar voru 125 athugasemdir við ástand flutningaskipsins Siam Topaz þegar flokkurnarfélag skipsins skoðaði það við komu þess til Grundartanga 23. nóvember sl.
Skipið var sett í farbann við hafnarríkiseftirlit á Grundartanga og gerðar 13 athugasemdir við skipið m.a. við ársskoðanir þriggja skíreina. Þá var flokkunarfélag kallað til og gerði það ítarlega skoðun.
Siam Topaz er skráð á Bahama og er rúmlega 15.833 brúttótonn. Útgerðin er í Mumbai á Indlandi.
Gerðar voru lagfæringar og var skipinu leyft að sigla beina leið til viðgerðar í Póllandi sl. sunnudag.

Heimild: mbl.is

08.12.2009 19:58

Neyðarsendirinn fannst undir bryggjunni

Neyðarsendir grænlenska togarans Qavak fannst undir bryggjunni á Ægisgarði

7.12.2009

Mánudagur 7. desember 2009

Merki frá neyðarsendi fóru að berast snemma á laugardagsmorgun frá togara sem staddur var í Reykjavíkurhöfn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunar ræsti út viðeigandi aðila til að finna sendinn og við eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða togarann Qavak frá Grænlandi, sem varð vélarvana um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi um miðjan október og varðskipið Ægir dró til hafnar í Reykjavík.

Neyðarsendir skipsins var ekki á þeim stað þar sem hann átti að vera eða fastur á brúarhandriði skipsins. Fyrir skömmu var farið ófrjálsri hendi um skipið og sprengdur upp gúmmbjörgunarbátur og líklega á sama tíma hefur neyðarsendirinn verið fjarlægður úr sínu hulstri og hent á milli skips og bryggju. Þar hefur hann lent inni í hjólbarða sem notaður er sem fríholt við bryggjuna og á flóðinu á laugardagsmorgun ,sem var mjög stórstreymt, náð að komast á flot. Við það fer hann sjálfvirkt í gang er hann kemst í snertingu við sjó.

Fenginn var félagi úr Flugbjörgunarsveitinni til að miða út sendinn á staðnum því hann var hvergi í sjónmáli, en allar vísbendingar og miðanir bentu síðan til þess að hann væri undir bryggjunni á Ægisgarði. Fannst hann þar skömmu síðar, eftir að togarinn hafði verið færður til. Færeyski dráttarbáturinn Thor Goliath kom þar að og sá þá skipstjóri hans ljósmerki frá sendinum undir bryggjunni og sótti hann. Dráttarbáturinn mun draga togarann til Danmerkur til viðgerðar.

Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni tóku við sendinum og slökktu á útsendingum hans. Neyðarsendar af þessari gerð senda frá sér merki sem gefur til kynna um hvaða skip sé að ræða og eiga þeir einnig að gefa nokkuð nákvæma staðrákvörðun. Aðvörun frá þeim kemur upp á öllum vakstöðvum sem fylgjast með merkjum frá slíkum sendum og þurfti því að finna sendinn og slökkva á neyðarsendingunni.

Myndir Guðmundur St. Valdimarsson sem teknar voru þegar Ægir tók Qavak í tog þann 12. október sl.

Qavak7


Qavak9

Myndir og texti af heimsíðu Landhelgisgæslunnar