Færslur: 2009 Desember

19.12.2009 00:00

Siglunes SH 22 / Siglunes ÞH 60 / Sigurbjörg Þorsteins BA 65 / Strákur SK 126


         1100, Siglunes SH 22 © mynd frá 1970 í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                   1100. Siglunes ÞH 60 á línuveiðum
                            © mynd Svafar Gestsson


    1100. Siglunes ÞH 60 í slipp © mynd Svafar Gestsson


                          1100. Sigurbjörg Þorsteins BA 65 © mynd Jón Páll


                    1100. Stákur SK 126 © mynd í eigu Emils Páls


  1100. Strákur SK 126, í Færeyjum, í síðustu ferð sinni yfir hafið 
         og því á leið í pottinn, með annan bát í togi, árið 2008
                               © mynd í eigu Emils Páls

Smíðanúmer 22 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1970, eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar. Dró 973. Jón Steingrímsson RE 7 til Danmerkur, en báðir fóru þeir í brotajárn í júní 2008.

Vorið 2003 var skipið selt ævintýramanni á uppboði, sem kom því í slipp í Njarðvik og þar stóð það nafnlaust fram á haustið 2004.

Nöfn: Siglunes SH 22, Siglunes HU 222, Siglunes ÞH 60, aftur Siglunes SH 22, Siglunes HF 26, Erlingur GK 212,  Erlingur GK 214, Sigurbjörg Þorsteins BA 65, Strákur ÍS 26 og Strákur SK 126.


18.12.2009 22:20

Eldey KE 37 - Helgi S. KE 7 - Hilmir II KE 8 - Lómur KE 101 og Víðir II GK 275


                                    42. Eldey KE 37 © mynd úr FAXA

Stutt er síðan öll saga þessa báts var sögð hér á síðunni og því sleppi ég þeirri frásögn að sinni.


                                          76. Helgi S.  KE 7 © mynd úr FAXA

Sama á við um þennan, öll hans saga og öll þau nöfn sem hann hefur borið var sögð hér fyrir stuttu síðan og sleppi ég því upptalningunni að þessu sinni.


                                           98. Hilmir II KE 8 © mynd úr FAXA

Smíðaður hjá J. W. Bergs Varv & Mek Verksted A/B, Halsö, Svíþjóð 1963, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Kom til heimahafnar í Keflavík 28. júlí 1963. Brann og sökk 2. sept. 1983, 27 sm. V. af Öndverðarnesi.

Nöfn: Hilmir II KE 8, Valur ÍS 420, Jökull SH 77, Magnús Kristinn GK 515 og Brimnes SH 257.


                                         145. Lómur KE 101 © mynd úr FAXA

Saga bátsins og nöfnin sem hann hefur borið voru rifjuð hér upp fyrir stuttum tíma og því sleppi ég því nú.


                                    428. Víðir II GK 275 © mynd úr FAXA

Varðandi þennan bát, þá er stutt síðan hans saga og nafnalisti var birtur hér á síðunni, þó með annari mynd og því læt ég það vera að greina nánar frá því núna.

18.12.2009 19:05

Kópavogshöfn

Eftirfarandi myndasyrpa var tekin í Kópavogshöfn í dag og sýnir smábátana sem þar voru við bryggju.
                      Kópavogshöfn í dag © myndir Emil Páll 18. desember 2009

18.12.2009 18:23

Sveinbjörg


               6134. Sigurbjörg, við Kópavogshöfn í dag © mynd Emil Páll 18.des. 2009

Síðast þegar ég myndaði þennan bát sem var í vor eða í vetur bar hann nafnið Akurey KE 20 og sú mynd var tekin í Kópavogshöfn.

18.12.2009 18:14

Gæskur KÓ ?

Þó ég sé ekki alveg viss, tel ég að þessi bátur sem ég sá bak við hús í Kópavogi í dag, sé Gæskur KÓ. Miðað við að svo sé, flyt ég sögu þess báts undir myndinni.


            647. Gæskur KÓ, í Kópavogi í dag © mynd Emil Páll 18. desember 2009

Smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni hf. í Stykkishólmi 1961. Yfirsmiður var Kristján Guðmundsson, sem oft gekk undir nafninu ,,Stjáni slipp". Báturinn var fyrsti plankabyggði báturinn sem smíðaður var í Stykkishólmi. Fréttir varðandi það hver teiknaði bátinn, eru misvísandi, annarsvegar er talað um að Kristján hafi gert það og hinsvegar að Egill Þorfinnsson hafi teiknað bátinn. Báturinn var afskráður sem fiskiskip 2006.

Nöfn: Kristján SH 6, Konráð BA 152, Helga Björg HU 7, Reginn HF 228, Reginn HF 227, Sindri SH 121 og Gæskur KÓ.

18.12.2009 16:24

Ólafur HF 200


             2640. Ólafur HF 200, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll 18. desember 2009

18.12.2009 16:21

Kristbjörg HF 177 og Egill ÍS 77

Þessir tveir voru við bryggju í Hafnarfirði í dag, sjálfsagt komnir í jólafrí.


    177. Kristbjörg HF 177 og 1990. Egill ÍS 77, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll 18. desember 2009.

18.12.2009 16:14

Vefmyndasyrpa

Að undanförnu hefur þeim fjölgað vefmyndavélunum, þar sem hægt er að fylgjast með höfnum landsins og ýmsu öðru. Því tók ég smá myndasyrpu eins og staðan var á fjórum höfnum á hádegi í dag. Þessar hafnir sem ég sýni nú myndir frá eru: Mjóifjörðu, Mjóeyrarhöfn, Stykkishólmur og Stöðvarfjörður.


                                                 Mjóifjörður


                                                    Mjóeyrarhöfn


                                                     Stykkishólmur


                                                        Stöðvarfjörður

18.12.2009 09:14

Fróði ÁR 33


                         10. Fróði ÁR 33 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðanr. 3 hjá Stálsmiðjunni hf. Reykjavík 1963. Stórviðgerð á Akranesi 1988. Lengdur og yfirbyggður 1996. Seldur í danska pottinn í ágúst 2008.

Nöfn: Arnarnes GK 52 og Fróði ÁR 33 ( í 35 ár)

18.12.2009 09:07

Sæunn GK 343


                 210. Sæunn GK 343 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

Smíðaður í Brandenburg í Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Skrokkurinn var dreginn óinnréttaður yfir til Den Helder og þar var vélin sett niður og stýrishús ásamt innréttingum. Úreldur 3. sept. 1994.

Nöfn: Arnfirðingur II RE 7, Sæunn GK 343, Sæunn VE 60, Særún HF 60, Hafnarey SU 210 og Sigurvin SH 121.

18.12.2009 08:48

Aðalvík KE 95 / Khomas II


                      1348. Aðalvík KE 95, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll


             Khoma II © mynd í eigu Þóru Bj. Nikulásdóttur á vinaminni.123.is

Saga þessa skips hefur verið sögð hér fyrir stuttu síðar og verður því ekki endurtekin, nema hvað varðar nafnalistann, en hann er svohljóðandi: Aðalvík KE 95, Drangey SK 1, Eyvindur vopni NS 70, Óseyri ÍS 4, Skúmur GK 111, Helga II RE 373, Khomas, Khoma II

18.12.2009 01:07

Ekki gera úlfalda úr mýflugu

Þau skrif sem hafa átt sér stað hér á síðunni síðustu tvo daga, varðandi huldumenn, hafa að því er virðist nokkuð ruglast milli manna. Ástæðan fyrir þvi að ég segi það, er að hér er um tvö mál að ræða.
Í fyrsta lagi hafa tveir aðilar komið oft inn undir nafnleysi og það get ég ekki liðið, enda kemur það fram í haus síðunnar. Annar þessara manna kom fram þann 16. þ,e, í fyrradag, því nú er kominn nýr dagur og sagðist heita Steini. Hinn maðurinn hefur ekki gefið sig fram og ég veit engin deili á honum, nema hans IP tölu sem ég hef ekki birt.

Ég hafði hótað að hætta, en þá kom inn maður sem nefndi sig Gunnar Þórisson og hann á IP töluna sem ég birti. Hann hefur ekki gert annað sér til ógagns en að koma fram undir röngu nafni og fara fram á að ég hætti á þessari síðu. Hann er ekki nafnleysinginn sem málið snérist um í upphafi. Það að maður sem er með mjög vinsæla síðu og er því í einu af toppsætum vinsældalistans, ekki bara á listanum yfir 20 vinsælustu síðurnar,  heldur í einu af toppsætunum, skyldi leggja til að ég hætti varð til þess að ég ákvað að hætta við að hætta. Enda tel ég að þarna sé um öfund að ræða eða ótta við að ég nái honum, því oftast og að mig minnir alltaf hefur hann verið framar en ég.

Flestir sem hafa skrifað um að ég birti nafn hans eftir IP tölunni, blanda saman þessum báðum málum. En þar sem hann hefur ekki gert meira en að fara fram á að ég hætti sem varð til þess að snúa mér við, er hann varla mjög sökóttur, þó ég hefði kannski átt að taka hann á orðinu og hætta. Hinsvegar hefur streymt inn fjöldinn allur af mönnum sem hafa kvatt mig til að halda áfram og ég mun gera það hvað sem tautar og raular. Einnig hafa margir sent mér tölvupóst eða hringt í mig til að kvetja mig til að halda áfram, en því miður blanda margir af þeim málunum tveimur saman.

Umræddur Steini kom í gær fimmtudag og líka þessi sem hét í eitt skipti Gunnar Þórisson, en nú undir réttu nafni. Ef menn vilja nota útilokunaraðferðina, er auðvitað hægt að fara yfir þá sem komu inn í gær og þá sem eru í toppsætum vinsældarlistans, já í toppsætunum þá er auðvelt að sjá hver maðurinn er.

Varðandi skrif Markúsar, þá er það rétt að eftir reynsluna af síðu Þorgeirs, hef ég haldið utan um allar IP tölur sem inn hafa komið á þessa síðu og mun gera áfram.

Því segi ég að lokum .þetta: EKKI GERA ÚLFALDA ÚR MÝFLUGU og blanda saman máli nafnleysingjanna, sem annar hefur viðurkennt sök á sig og máli manns sem vildi að ég hætti, en kom fram undir dulnefni af því að hann þorði ekki að láta vita hver hann væri.

18.12.2009 00:00

Mannlífsmyndir frá Morocco


                                                            Mannlíf


                                                             Mannlíf


                                                            Mannlíf


                                                     Múslimi á bæn


                                                   Múslimaskrattar


                                 Oleg stýrimaður © myndir Svafar Gestsson

17.12.2009 20:45

BBC Reydarfjordur

Flutningaskip með þessu nafni er í föstum áætlunarferðum milli Reyðarfjarðar og erlendis, trúlega vegna álversins. Ekki tókst mér að verða mér út um mynd með nafninu, en náði í mynd af sama skipi með einu af fyrri nöfnunum.
Skipið hefur borið nokkur nöfn s.s. Boltentor, Diamante, Cma Cgm Alger, Cma Cgm Skikda, Cma  Cgm Skida og BBC Reydarfjordur. 


                       CMA CGM SKIKDA © mynd Aleksi Lindström á Skipspotting 

17.12.2009 19:53

Sæborg GK 43

Hér fyrir neðan er ég fjallaði um sjóslysið gleymdi ég að segja sögu bátsins og læt því nú verða af því.


                 1516. Sæborg GK 43, kemur inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll 2009 

Smíðanr. 16 hjá Guðmundi Lárussyni á Skagaströnd 1978. Lengdur 1997. Styttur hjá Mótun ehf., Njarðvík 2007.

Nöfn: Fiskines SF 16, Fiskines EA 10,  Fiskines SU 65, Örn SU 95, Finni HF 46, Guðbjörn ÁR 34, Sæljón NS 205, Brynhildur KE 83, Brynhildur HF 83, Happadís GK 16, Monica II GK 16, Sæborg HU 63, Sæborg GK 43 og núverandi nafn Börkur frændi NS 55.