Færslur: 2009 Desember

08.12.2009 18:58

Jón Grunnvíkingur


     
             Þarna er sjálfur Jón Grunnvíkingur við norsku Ramónu við bryggju í Reykjanesi við Djúp. Ramóna 1900 sem var seld til Bergen sl. vor.
Umræddur Jón Grunnvíkingur hefur verið duglegur að senda myndir á síðuna hjá Krúsa og eins á þessa síðu og sendi ég bestu þakkir fyrir. Nú boðar hann að eftir áramót sé hann að spá í að opna sjálfur síðu.

Annars sendi hann svohljóðandi bréf með þessari mynd:

Flott og lifandi bloggsíða hjá þér og Krúsa þær eru lifandi og skemmtilegar og margar aðrar góðar en ykkar síður eru vel lifandi, er að spá í að setja upp bloggsíðu eftir áramót, þetta er mitt Facebuk ég læt konuna um fésbókina mér finnst þetta höfða meira til mín.

08.12.2009 18:46

Gandi VE 84 fór á stefnið

Ekki man ég nákvæmlega hvenær það átti sér stað, en Gandi VE 171 var í Skipalyftunni í Vestmannaeyjum er eitthvað brotnaði með þessum afleiðingum sem sjá má. Síðan þá hefur ekkert uppsátur verið fyrir báta í Eyjum.


84. Gandi VE 171 með stefnið niðri en skutinn út í loftið í Skipalyftu Vestmannaeyja © mynd úr eigu Emils Páls

08.12.2009 18:42

Hrafn Sveinbjarnason III GK 11 strandar

Sjórinn var fljótur að farga skipinu í briminu og aðeins í nokkra daga mátti sjá eitthvað sem minnti á bát, en eftir það var það bara skipshlutir hér og þar. Þessi mynd sýnir skrokkinn nokkuð illa skemmdan, enda orðinn gjörónýtur.

103. Hrafn Sveinbjarnason III GK 11 strandaði á Hópsnesi við Grindavík 12. feb. 1988 og ónýttist © mynd í eigu Emils Páls

08.12.2009 18:16

Þegar Hrönn ÍS 74 sökk og dró Jón Forseta næstum með sér

Hér fyrir neðan er sagt frá því að Jón Forseti þá ÍS nú RE var nærri sokkinn í Ísafjarðarhöfn. Nú hefur Jón Grunnvíkingur sent myndir til birtingar af atburðinum og smá frásögn til viðbótar við það sem ég hafði.241. Hrönn ÍS 74 sökk í Ísafjarðarhöfn laugardaginn 7. mars 2009 og var náð upp aftur miðvikudaginn 11. mars 2009

Litlu munaði að 992. Jón Forseti ÍS 85  færi líka niður því það var komið þó nokkuð af sjó í hann en fyrir snarræði hafnarstarfsmanna og slökkviliðs tókst að losa hann áður en hann fylgdi með © myndir Jón Grunnvíkingur.

                   Lokið við að dæla upp úr Jóni Forseta © mynd Jón Grunnvíkingur
08.12.2009 12:55

Leikur með birtuna

Hér birtist myndasyrpa sem tekin var í morgun frá kl. 10.20 til 12.05. Sýna myndirnar muninn á birtunni, sem er í tæpasta lagi þegar fyrsta myndin var tekin og batnaði og batnaði og var orðin ágæt í restina. Myndasyrpan sem inniheldur 13 myndir hófst kl. 10.20 með töku á mynd af Faxa RE 9, síðan er tekin í Reykjavík mynd af Jóni Forseta RE 300, þá er það Hafnarfjörður og fyrst er það íslensk-rússneski togarinn Víking, þá íslensk-norski báturinn Ásta B., Hafsúlan og Glaður ÍS 221 sem búið er að selja austur á land. Næsti viðkomustaður er Grindavík og þar eru það Dúa RE 400, bátar með skráninganr. GK-KE-RE saman í röð og síðust þar er Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og leiknum var lokið kl. 12.05 í Njarðvík af Jóhönnu Margréti SI 11. Hér sjáið þið árangurinn:


                                             1742. Faxi RE 9 í Reykjavík


   992. Jón Forseti RE 300 í Reykjavíkurhöfn, en þessi bátur var lá lengi  í Ísafjarðarhöfn og var nærri sokkinn þar við bryggju. Síðan var hann fluttur til Reykjavíkur þar sem búið að að gera hann að mestu upp og setja á hann skráninguna RE 300, sem sést ekki í þessari dökku mynd þar sem stafirnir eru brúnir á svörtum grunni.


  


Víking, hét áður Ólafur Jónsson GK 404 frá Sandgerði og hefur í þó nokkur ár verið skráður í Rússlandi, en er í eigu fyrirtækis í eigu Íslendinga. Landar hann alltaf í Hafnarfirði.
        2511. Hafsúlan, var í Hafnarfirði í morgun, hún hefur verið í hvalaskoðun á Stakksfirði og inn undir Hafnarfjörð undanfarna daga.
  Ásta B T-3-T er nýjasta verkefni frá Trefjum og er í eigu bæði Norðmanns og Íslendings, enda er á skyggninu fánar beggja landanna.


   1922. Glaður ÍS 221, hefur verið seldur frá Hafnarfirði til Bakkafjarðar, samkvæmt frásögn á síðu Grétars Þórs og fer þangað mjög fljótlega.


      617. Dúa hefur verið máluð á skrokkinn, en stýrishúsið látið vera, en um það hefur verið fjallað á allmörgum skipasíðum síðan báturinn kom niður úr kvínni eftir að málning hafði farið um hann. Hefur hann síðan að mestu legið í Grindavík


 GK-KE-RE þessir þrír liggja saman bundnir í Grindavík og nöfn þeirra eru 1264. Sæmundur GK 4, 1321. Geir KE 1 og 617. Dúa RE 400. Sæmundur hefur legið þarna nokkuð lengi.


                          1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7, í höfn í Grindavík


    163. Jóhanna Margrét SI 11, var síðast þegar vitað var í eigu fyrirtækis í Njarðvík, en skipið er búið að vera bundið við bryggju þarna í nokkur ár og fyrr á þessu ári bættist annað skip frá útgerðinni, sem líka er bundið þarna.
Með þessari mynd tekur þessi myndasyrpa enda, en eins og segir í formála, var þetta leikur við birtuna þar sem myndir voru teknar á fjórum útgerðarstöðum á rúmum hálfum öðrum tíma © myndir Emil Páll í dag 8. des. 2009.08.12.2009 00:10

Gömlu togararnir - síðasta syrpan

Hér birtast síðustu sjö myndirnar í syprunni um gömlu-gömlu togarana, sem eru úr safni Svafars Gestssonar.


   Skallagrímur Brutto 403 smálestir vélaafl 800 hp Eigandi Kveldúlfur h/f Reykjavík     Skúli Fógeti Brutto 348 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Alliance h/f Reykjavík


   Snorri Goði Brutto 373 smálestir vélaafl 578 hp Eigandi Kveldúlfur h/f Reykjavík


    Surprice Brutto 313 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Einar Þorgilsson Hafnarfirði                 Sviði Brutto 328 smálestir vélaafl 650 hp Eigandi Sviði h/f Hafnarfirði

 

      Tryggvi Gamli Brutto 326 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Alliance h/f Reykjavík


               Ver Brutto 314 smálestir vélaafl 550 hp Eigandi Víðir h/f Hafnarfirði

 

07.12.2009 22:22

Harpa RE 342 / Ammasat GR 18-82 / Bjal Fighter GR 16-188


                          1033. Harpa RE 342, í slipp í Njarðvík © mynd Emil Páll


               1033. Harpa RE 342, óyfirbyggð í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll

Þar sem sagan hefur áður verið birt hér á síðunni, birti ég aðeins nafnalistann:

Harpa RE 342, Ammasat GR 18-82, Ammassat GR 18-82, Aqisseq GR 1-90, og Bjal Fighter GR 16-188                        1033. Harpa RE 342, yfirbyggð © mynd Emil Páll 


      1033. Harpa RE 342, með fullfermi í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll


                                      Ammasat GR 18-82 © mynd Google


                    Ammasat GR 18-82, drekkhlaðin © mynd Google


      Bjal Fighter o.fl. við legu í Grænlenskri höfn © mynd Shipspotter

07.12.2009 20:55

Núpur BA með yfir 400 tonn í nóvember

Núpur BA.
Núpur BA 69
Núpur BA frá Patreksfirði aflaði yfir 400 tonn í nóvember. Athygli vekur að Núpur BA er nokkru minna skip heldur en þeir fjórir aðrir bátar á landinu sem yfir 400 tonnin komust og er t.d. burðargeta Núps BA nokkru minni en skipanna í kringum hann. Þrátt fyrir það þá komst báturinn í 80 tonn í einum róðri sem er einn af stærstum róðrum bátsins. Þess má geta að Kópur BA kom með 65 tonn í einum róðri og er þetta með stærri róðrum bátsins. Fimm skip komust yfir 500 tonn í mánuðinum og þar var Sighvatur GK hæstur. Frá þessu var sagt á aflafrettir.com.

Heimild: bb.is

07.12.2009 20:08

Ónýtur eftir sjótjón - Bliki GK 65

Bátur þessi var nýlega keyptur frá Ólafsvík og var á leið þaðan til Neskaupstaðar, sem var nýi útgerðarstaður hans. Lenti hann í sjótjóni og dæmdur ónýtur á eftir, nánar fyrir neðan myndirnar.


   423. Bliki GK 65, í Keflavíkurhöfn og hér sést greinilega að frammastrið brotnaði m.a.


   423. Bliki GK 65, hér er verið að láta fjara undan honum til að skoða tjónið betur © myndir Emil Páll í maí 1986.

Smíðaður á Siglufirði 1960. Báturinn var nýkeyptur frá Ólafsvík í maí 1986 og var á leið til nýrrar heimahafnar á Neskaupstað, er hann lenti í stórsjó á Faxaflóa og komst við illan leik til Keflavíkur. Eins og sést á efri myndinni brotnaði m.a. frammastrið, en skemmdir voru þó meiri en það og því fóru leikar þannig að hann var dæmdur ónýtur vegna fúa og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1987.

Nöfn: Nonni SK 101, Freyja SU 311, Bliki SH 35 og Bliki GK 65.

07.12.2009 18:06

Dettifoss - Energy Ranger - Mina - Sigrún Bolten

Þessi farskip og önnur skip voru á ferð að og frá landinu nú síðdegis og voru stödd út af suðvesturhorni landsins.


                                                           Dettifoss


                                                         Energy Ranger


                                                          Mina


                                                Sigrun Bolten

07.12.2009 17:38

Leó II ÞH 66


                          1831. Leó II ÞH 66 © mynd Stefán Þorgeir Halldórsson

07.12.2009 12:56

Hópsnes GK 77 / Emangulukon L-913


         2031. Hópsnes GK 77, kemur nýr til Grindavíkur © mynd Emil Páll 11. mars 1990


  Emanguluko L-913, í Namibíu © mynd af síðu Þóru Bj. Nikulásdóttur, vinaminni.123.is

Smíðanr. B 285 hjá Northern Skipyard, Gdansk, Póllandi 1990. Kom í fyrsta sinn til Grindavíkur 11. mars 1990. Úrelding samþykkt í des. 1994, seldur til Nýja Sjálands 15. feb. 1995. Selt þaðan til Namibíu 1999.

Nöfn: Hópsnes GK 77, Saint Giovanni og Emangulukon L-913.

07.12.2009 12:38

Dagstjarnan KE 3

Skip þetta var eitt hið frægasta aflaskip Breta á tímum landhelgisdeilunnar um 200 mílurnar og lenti í skothríð við ísl. varðskipin, strauk með lögreglumenn o.fl. sem greint verður frá hér fyrir neðan myndirnar.


               1558. Dagstjarnan KE 3, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                          1558. Dagstjarnan KE 3 © mynd úr safni Emils Páls

Smíðanr. 1015 hjá Charles D. Holmes & Co Ltd, í Beverley, Englandi 1969. Kom til Hafnarfjarðar 4. maí 1980, þá nýkeyptur til landsins. Úreltur 15. des. 1992. Dró Dráttarskipið Hvanneyrin hann til Írlands í brotajárn. Lögðu skipin frá Akureyri 4. júlí 1993 og komu við í Keflavík og fóru þaðan 7. júlí 1993.

Sem C.S. Forester var skipið hið frægasta aflaskip Breta á tímum landhelgisdeilunnar um 200 mílurnar. Lenti skipið m.a. í skothríð við ísl. varðskip og kom gat á togarann í þorskastríðinu. Þá sigldi það undir stjórn hins alræmda landhelgsibrjóts Taylors, sem eitt sinn strauk frá landi með íslenska lögreglumenn um borð. Togarinn var einn fyrsti ísfisktogarinn sem bretar byggðu til veiða á fjarlægðum miðum.

Ævintýramaðurinn Sigurður heitinn Þorsteinsson ætlaði að kaupa togarann, er hann var í reiðuleysi á Akureyri og gera hann að hvalvinnsluskipi, en málin gengu ekki upp hér heima og því hvarf Sigurður frá 20 dögum síðan, en hann var kominn með áhöfn til Akureyrar til að sækja togarann.

Nöfn: C.S. Forester H 86, Rán HF 342, Dagstjarnan KE 3, Sólbakur EA 305, Sólbakur II EA 305 og aftur Sólbakur EA 305.

07.12.2009 10:27

Pétur Ingi KE 32 / Vigdís BA 77 / Kristín GK 157 / Kristín ÞH 157


                   972. Pétur Ingi KE 32 © mynd úr safni Emils Páls


           972. Vigdís BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson


                      972. Kristín GK 157, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll


                   972. Kristín ÞH 157, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll

Smíðanr. 408 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1965.Yfirbyggður í Noregi 1982. Lengdur og umfangsmiklar breytingar gerðar hjá Nordship í Gdynia í Póllandi 1998. Veltitankur settur í hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.

Selja átti skipið til Skagstrendings hf. Skagaströnd í maí 1991, en Patrekshreppur neytti forkaupsréttar.
Upphaflega stóð til að Baldur hf., Keflavík keypti bátinn, en þeir fengu ekki fyrirgreiðslu til þess.
Vísir hf. hafði skipið á leigu í fjögur ár sem Garðey SF eða þangað til þeir keyptu skipið.

Nöfn: Þorsteinn RE 303, Hafrún ÍS 400, Hafrún BA 400, Pétur Ingi KE 32, Stjörnutindur SU 159, Lýtingur NS 250, Vigdís BA 77, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112, Atlanúpur ÞH 270, Garðey SF 22, Kristín GK 157 og núverandi nafn Kristín ÞH 157.

07.12.2009 00:00

Tennur, fórn og hafnir í Morocco


                                                      Báðir sýna tennurnar


                                                 Fórn fyrir Allha


                                                Kiðlingi fórnað fyrir Allha


                                                                Laayoune


                                                            Laayoune

                                           Le Deuphin  © myndir Svafar Gestsson